Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Side 33

Læknablaðið : fylgirit - 24.04.2023, Side 33
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 6 LÆKNAblaðið 2013/99 33 77 Þróun rafdráttartækis og gelkorta til hraðvirkrar gæðagreiningar kjarnsýrusýna Hans Guttormur Þormar1,2, Bjarki Guðmundsson1, Kristján Leósson4 ,Jón Jóhannes Jónsson1,3 1Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar, Háskóli Íslands, 2Lífeind ehf., 3Erfða- og sameindalæknisfræðideild, Landspítali, 4raunvísindadeild, verkfræði – og náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands hans@hi.is Inngangur: Tvívíðan rafdrátt á kjarnsýrum er hægt er að nota til að greina gæði flókinna kjarnsýrusýna og ákveða áframhaldandi með- höndlun þeirra, t.d. fyrir háhraða raðgreiningar. Í fyrri vídd rafdráttar er aðgreining kjarnsýra annað hvort háð lengd og lögun eða háð lengd og því hvort kjarnsýrur séu tvíþátta DNA, einþátta DNA eða RNA•DNA blendingar. Í seinni vídd er færsla kjarnsýranna aðeins háð lengd. Eftir tvívíðan rafdrátt myndar því hver gerð kjarnsýra aðskilda boga. Með greiningu á þeim er hægt að meta magn og lengdardreifingu mismun- andi gerða kjarnsýra í sýninu. Við höfum unnið að þróun rafdráttartækis og gelkorta til að framkvæma bæði einvíðan og tvívíðan rafdrátt á hrað- virkan og einfaldan hátt. Aðferðir: Hönnuð voru örgelakort fyrir pólýakrýlamíð gel. Gerðir voru rafsviðsútreikningar til að fá jafnan rafdrátt yfir gelið. Gerðir voru styrkútreikningar á magni rafdráttarbuffers til að halda jafnvægi í magni rafdráttarjóna. Prufuð voru mismunandi rafdráttarskaut sem þyldu oxunaraðstæður við rafdrátt og hannaðar voru gasrásir til að koma gasi sem myndast út úr örgelakortunum. Hannað var nýtt rafdráttartæki fyrir gelkortið sem stýrir stefnu rafdráttar og hitastigi gelsins. Niðurstöður: Rafsviðsútreikningar sýndu að mögulegt er að byggja upp jafnt rafsvið með notkun aðskildra rafdráttarskauta. Gas sem safnaðist saman við skautin komst auðveldlega burt í gegnum gasholur gelkort- anna. Rafdráttartilraunir með örgelakortin og rafdráttartækið hafa sýnt að bæði einvíður og tvívíður rafdráttur í örgelum er mögulegur. Ályktun: Einvíður og tvívíður rafdráttur í örgelum er ákjósanlegur kostur sem tekur aðeins 10-15 mínútur í framkvæmd. Rúmmál sýnis sem hlaðið er á gelið er 0,5 til 2 µl og magn sýnis er um það bil 10 ng og ekki er þörf á hleðslubuffer. 78 Tengsl milli stærðar ættartrjáa og áhættumats Vigdís Stefánsdóttir1,2, Óskar Þór Jóhannsson3, Cyril Chapman4, Laufey Tryggvadóttir5,6, Heather Skirton7, Hrafn Tulinius8, Jón Jóhannes Jónsson1,2,8 1Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeildar HÍ, 3lyflækningasvið Landspítala, 4West Midlands
Regional Genetics Unit, Women Hospital NHS Trust, Birmingham, UK, 5Krabbameinsskrá Íslands, 6læknadeild HÍ, 7Faculty of
Health, Education and Society, Plymouth Univ., UK, 8Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands og Landspítala vigdisst@landspitali.is Inngangur: Erfðaráðgjafaeining erfða- og sameindalæknisfræðideildar notar ættfræðigagnagrunn Erfðafræðinefndar HÍ og Landspítala við krabbameinserfðaráðgjöf. Ættfræðigögn eru samkeyrð við Krabbameinsskrá til að búa til áreiðanleg og nákvæm ættartré. Forritin ClinicalPedigree og Boadicea eru notuð til að reikna út líkur á arfgengum stökkbreytingum í BRCA genum. Markmið: BRCA stökkbreytingar eru afar sjaldgæfar á Íslandi, að undan- tekinni einni landnemabreytingu í BRCA2 geni; c.771_775del5 (tíðni á Íslandi 0.6%). BRCA1 landnemabreytingin c.5074G>A er mun sjaldgæf- ari. Markmið var að kanna tengsl áhættumats stökkbreytinga í BRCA genum við stærð ættartrjáa. Aðferðir: 340 ráðþegar (136 benditilfelli), fengu krabbameinserfðaráð- gjöf á
árunum 2009-2011 á Landspítala. Tvö rafræn ættartré voru gerð fyrir hvern
ráðþega, eitt fyrir hvora hlið fjölskyldunnar. Reiknaðar voru líkur á BRCA2 stökkbreytingu fyrir 102,
þar af 12 sem tilheyrðu þekktum BRCA2 fjölskyldum. Gerð var leit að BRCA landnemabreytingum hjá 82. Niðurstöður og ályktun: Að meðaltali innihélt hvor hlið ættartrjánna 260
einstaklinga (21-1288). Ættartré sem náðu til 3° ættingja innihéldu 43.4 (8 til 139) einstaklinga, 2°ættingja náðu til 23 (5 til 63) og 1°ættingja 9 (3 til 17) einstaklinga. Af þeim 82 sem fóru í erfðarannsókn voru 20 með BRCA2 landnemabreytinguna og einn með BRCA1 landnema- breytinguna. Frekari stökkbreytileit var gerð hjá 9 en engin stökkbreyting fannst. Meðalskor fyrir BRCA2 stökkbreytingu í ættartrjám með 3° ættingja var 0,2280 (0,0063-0,7426). Meðalskor fyrir þá sem ekki fóru í erfðarannsókn var 0,00165 (0,0010 til 0,0897). Meðalskor fyrir frekari stökkbreytileit var 0,1759 (0,0131 til 0,3871). Með því að nota ≥10% viðmið fyrir aukinni áhættu, reyndist næmi áhættumats fyrir BRCA2 stökkbreytingu vera meira eftir því sem ættartrén náðu til fleiri ættingja. 79 Greining á utanfrumuefnamyndun í beinsérhæfingu á burðar- virkjum með ör-tölvusneiðmynda- og þrívídda líkanagerð. Agnes Czenek1,2, Giovanna Lo Conte3, Ramona Lieder1,4, Gissur Örlygsson5, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson1,4, Paolo Gargiulo1,2 1Tækni og Verkfræðideild Háskólinn í Reykjavík,2vísinda- og þróunarsvið Landspítala,3Dept. of Biomedical, Electronic and Telecommunication Engineering, University Federico II of Naples, Ítalíu, 4Blóðbankinn, Landspítali, 5Nýsköpunarmiðstöð Íslands oes@landspitali.is Inngangur: Beinsérhæfingu má greina t.d. með því að skoða tjáningu gena, mótefnalitunum og með því að greina utanfrumuefnismyndun t.d. með Von Kossa litun eða rafeindasmásjá. Hins vegar þegar frumurækt- anir eru komnar á þrívíddar burðarvirki getur verið erfiðara að beita klassískum greiningaraðferðum til að meta gæði sérhæfingar. Nýstárleg leið er að beita örtölvusneiðmyndar (µCT) myndgreiningu til að meta myndun á utanfrumefnismyndun. Stóra vandamálið hefur verið að þróa túlkunaraðferðir til að greina þær þrívíddar myndir sem fást úr µCT myndatöku. Markmið: Þróa aðferðir til að túlka og greina µCT myndir af beinsérhæf- ingu á þrívíddar Calcium Phosphate (CaP) burðarvirki. Aðferðir: Beinfrumuforvera frumulínan MC3T3-E1 var sérhæfð á CaP burðarvirki og greind með µCT aðferðum eftir 3, 6 og 8 vikur. CaP burðarvirkin með frumunum voru meðhöndluð í 4% paraformaldehyde, etanól stigli og þurrkuð. Sýnin voru húðuð með gulli og myndir voru teknar með rafeindasmásjá. µCT gögnin voru greind með MIMICS forritinu og greind útfrá meðaltals grágilda þéttleiki (gray value mean density) grágilda dreifingu. Niðurstöður: Forniðurstöður benda til þess að hægt sé að nota örtölvu- sneiðmyndun til að greina myndun á utanfrumuefnismyndun við beinsérhæfingu beinforverafrumna. Aukning verður í grágilda þéttleikni fram að viku 6 en eftir 8 vikur lækkar gildið. Þetta er í samræmi við niðurstöður sem fengust úr rafeindasmásjá. Einnig mátti sjá hærra grá- gilda meðaltal á yfirborði burðarvirkjana samanborið við innar í burðar- virkinu þar sem færri frumur og minna utanfrumuefni var að finna. Ályktun: Örtöluvusneiðmyndun og greining með MIMICS mynd- greiningar útreikningum er mögulega góð aðferð til að fylgjast með bein- sérhæfingu og utanfrumuefnis myndun á þrívíddar CaP burðarvirkjum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.