Íslensk bókatíðindi - 01.12.1978, Side 39
ÍSLENSKAR ÚRVALSBÆKUR FRÁ SKJALDBORG
ALDNIR HAFA ORÐIÐ, 7. bindi
Erlingur Davíðsson skráði. Þessir segja frá: Alfreð Ás-
mundsson, Ágúst Þorvaldsson, Jóhcfnn Magnússon, Jó-
hannes Óli Sæmundsson, Kári Valsson, Sigfús Þorleifsson
og Sigurbjörg Benediktsdóttir.
FJÖGUR SKÁLD í FÖR MEÐ PRESTI
Samtalsbók í samantekt Bolla Gústafssonar. Skáldin sem
hann ræðir við eru: Bragi Sigurjónsson, Hjörtur Pálsson,
Heiðrekur Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk. I bók-
inni eru yfir 20 teikningar eftir Bolla. Þjóðkunn skáld
í för með fjölhæfum listamanni.
HÉR GETA ALLIR VERIÐ SÆLIR
Minningar Bjartmars Guðmundssonar fyrrv. alþingismanns
og bónda á Sandi. Það er bjart yfir þessum minningum,
sem skráðar eru af lipurð og ríkri frásagnargleði. Yfir 20
Ijósmyndir prýða bókina.
ÞORRASPAUG OG GÓUGLEÐI
eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. Minni og
skemmtiþættir eftir hinn þjóðkunna rithöfund og útvarps-
mann.
HESTAMENN
í samantekt Matthías Gestsson. í bókinni eru yfir 150 Ijós-
myndir af öllum bestu hestum landsins, rætt við 15 lands-
kunna hestamenn, kappreiðamenn, ræktunarmenn, reið-
menn og skeiðmenn. Þetta er bók hestamanna í ár.
ALLIR ÞRÁ AÐ ELSKA
Magnþrungin ástarsaga eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur,
móður hinnar kunnu skáldkonu Snjólaugar Bragadóttur.
Það slaknar ekki á spennunni frá upphafi til enda, því að
allir þrá að elska.
BARNABÆKUR FRÁ SKJALDBORG
MÆLIKERIÐ
eftir Indriða Úlfsson. Bráðsnjöll gamansaga fyrir börn og
unglinga.
Færeysk metsölubók:
MARJUN OG ÞAU HIN
eftir Maud Heinesen í þýðingu Jóns Bjarman. Kynnist vin-
um vorum og nágrönnum Færeyingum, og lesið þessa bráð-
skemmtilegu bók um MARJUN OG ÞAU HIN.
BIRGIR OG TÖFRASTEINNINN
eftir Eirík SigurSsson með Ijóðum eftir Kristján frá Djúpa-
læk. Hallur og skemmtilegur lestur fyrir börn á aldrinum
8—12 ára.
KÁTA í SVEITINNI
Áttunda bókin um KÁTU og vini hennar, sem allir krakkar
þekkja og vilja lesa um.
Skjaldborg hf.
Hafnarstræti 67 — Akureyri
QUICK AND CARRIES AN EXTENSIVE
EFFECTIVE SUPPLY SELECTION OF
OF ALL AVAILABLE FOREIGN LITERATURE.
ICELANDIC BOOKS COVERS PRACTICALLY
ALL BRANCHES OF
Please write to: SCIENCE AND FICTION
< 1 ijr \uí BÖKABÚÐ MALS OG MENNINGAR LAUGAVEGUR 18, 101 REYKJAVÍK, ICELAND