Muninn - 01.08.2018, Blaðsíða 79
Klukkan er rétt yfir miðnætti, það er snjór yfir öUu en heiðskýrt einhverra hluta
vegna og skítakuldi. Ég ligg ein og stari upp í loftið, sé fyrir mér stjörnurnar
og velti fyrir mér heiminum. Ætli það sé einhver þarna úti sem er að hugsa
það sama og ég? Það búa 7,53 milljarðar manna á þessari jörð, ætli það sé ekki
einhver að hugsa nákvæmlega það sama og ég? Ætli það sé til einhver sem er
nákvæmlega eins og ég? Er ég eitthvað merkileg ef það er tiL svona rosaLega
margt fóLk í heiminum? Skipti ég þá einhverju máli? Skiptir einhver einhverju
máLi, hugsa ég. Ég ákveð að fara að sofa á þessum tímapunkti því ég er búin að
„hugsa yfir mig” eins og bróðir minn segir stundum við mig.
Mánudagur. ÚfF. Ég veit ekki hvort ég komist í gegnum þennan dag
eftir alLar þessar pælingar. Ég tek strætó í skólann eins og aLLa aðra daga en
í dag er óvenju kalt, ekki bara í andrúmsloftinu heLdur eru tilfinningarnar líka
einhvern veginn óvenju kaldar. Það er alLt kalt. Á móti mér situr maður, ég hef
aLdrei séð hann áður. Hann er hávaxinn, dökkur yfirLitum, með brún augu. Hann
er að bLístra eitthvert Lag sem ég kannast við en átta mig ekki aLmennilega
á. Hljóðið ómar um aLlan strætóinn. ALlt f einu fatta ég, þegar ég sé svipinn á
manninum að ég er, liggur við, að stara inn í sálina á honum. Ég hugsa hvort ég
ætti að Lfta undan en ákveð þess í stað að spyrja hann hvert ferðinni sé heitið.
Hann horfir á mig undrandi á svip, ég heLd hann hafi ekki búist við að ég myndi
segja neitt, en svarar að hann sé á Leiðinni í fyrsta daginn í nýrri vinnu, hann
segist vera kennari. Hann spyr mig við hvað ég vinni og ég segist vera atvinnu
Ljósmyndari, þó það hafi verið haugaLygi, því þá þarf ég ekki að útskýra eitthvað
sem ég veit ekkert um ef hann skyldi spyrja eitthvað nánar út í það. Hann segir
að Ljósmyndun sé eitthvað sem honum hefur alLtaf þótt áhugavert því hann
veLti mikið fyrir sér hvort augnablik skipti máli, hvort það sé þess virði að eiga
það. Öðru fólki fyndist ábyggiLega svoLítið skrítið að segja þetta við manneskju
sem þú þekkir ekki neitt sem þú heLdur að sé að starfa við það sem þú ert að
gagnrýna en mér finnst það hrífandi. Það er eitthvað heiLlandi við hann. Hann
talar ekki um það sem er venjuLega taLað um og veLtir hLutunum fyrir sér. Áður
en ég næ að spyrja hann til nafns stoppar strætóinn og maðurinn fer út.
Ég fer út tveimur stoppum seinna og Labba inn í stóra tómarúmið fyLLt
af tómu fólki sem áttar sig ekki á aLvöru hLutum og þorir ekki að pæla í því,
öðru nafni menntaskóli. Þetta er þriðja árið mitt hérna og fer þetta að verða
nokkuð einsLeitt eftir því sem Lengra Líður á. Þegar ég kem inn heyrist í háværri
tónList og krökkum að öskra að það sé svokallaður gLeðidagur í dag. Það er
dagur þar sem átta krakkar, vakna klukkan fimm eða sex að morgni tiL þess að
öskra á aðra krakka og neyða þá til þess að brosa og borða eitthvað óhotlt. Þessi
atburðarrás gerist einu sinni í mánuði og er það tiLgangsLausasta sem ég veit
um. Þetta er smá dópamín í mesta Lagi 10 mínútur, einungis fyrir þá sem hafa
gaman af þessu, sem er takmarkaður fjöLdi. Ég labba í gegnum mannfjöLdann og
fer inn ítíma hjá Stefaníu sáLfræðikennara. Í tímanum talar hún um það þegar
maður fær tiL sín sjúlding sem sálfræðingur. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér
hvað það eru margir af þessum 7,53 milLjörðum sem eru andlega veikir. Er hægt
að vera andLega heiLbrigður spyr ég nú bara. Ætli það sé einhverjum sem Líður
bara raunveruLega veL. Er eitthvað sem heitir að líða vel. Ég horfi í kringum mig
á aLLt fólkið í stofunni og velti fyrir mér persónuleikum þeirra. Tíminn klárast