Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2018, Blaðsíða 79

Muninn - 01.08.2018, Blaðsíða 79
Klukkan er rétt yfir miðnætti, það er snjór yfir öUu en heiðskýrt einhverra hluta vegna og skítakuldi. Ég ligg ein og stari upp í loftið, sé fyrir mér stjörnurnar og velti fyrir mér heiminum. Ætli það sé einhver þarna úti sem er að hugsa það sama og ég? Það búa 7,53 milljarðar manna á þessari jörð, ætli það sé ekki einhver að hugsa nákvæmlega það sama og ég? Ætli það sé til einhver sem er nákvæmlega eins og ég? Er ég eitthvað merkileg ef það er tiL svona rosaLega margt fóLk í heiminum? Skipti ég þá einhverju máli? Skiptir einhver einhverju máLi, hugsa ég. Ég ákveð að fara að sofa á þessum tímapunkti því ég er búin að „hugsa yfir mig” eins og bróðir minn segir stundum við mig. Mánudagur. ÚfF. Ég veit ekki hvort ég komist í gegnum þennan dag eftir alLar þessar pælingar. Ég tek strætó í skólann eins og aLLa aðra daga en í dag er óvenju kalt, ekki bara í andrúmsloftinu heLdur eru tilfinningarnar líka einhvern veginn óvenju kaldar. Það er alLt kalt. Á móti mér situr maður, ég hef aLdrei séð hann áður. Hann er hávaxinn, dökkur yfirLitum, með brún augu. Hann er að bLístra eitthvert Lag sem ég kannast við en átta mig ekki aLmennilega á. Hljóðið ómar um aLlan strætóinn. ALlt f einu fatta ég, þegar ég sé svipinn á manninum að ég er, liggur við, að stara inn í sálina á honum. Ég hugsa hvort ég ætti að Lfta undan en ákveð þess í stað að spyrja hann hvert ferðinni sé heitið. Hann horfir á mig undrandi á svip, ég heLd hann hafi ekki búist við að ég myndi segja neitt, en svarar að hann sé á Leiðinni í fyrsta daginn í nýrri vinnu, hann segist vera kennari. Hann spyr mig við hvað ég vinni og ég segist vera atvinnu Ljósmyndari, þó það hafi verið haugaLygi, því þá þarf ég ekki að útskýra eitthvað sem ég veit ekkert um ef hann skyldi spyrja eitthvað nánar út í það. Hann segir að Ljósmyndun sé eitthvað sem honum hefur alLtaf þótt áhugavert því hann veLti mikið fyrir sér hvort augnablik skipti máli, hvort það sé þess virði að eiga það. Öðru fólki fyndist ábyggiLega svoLítið skrítið að segja þetta við manneskju sem þú þekkir ekki neitt sem þú heLdur að sé að starfa við það sem þú ert að gagnrýna en mér finnst það hrífandi. Það er eitthvað heiLlandi við hann. Hann talar ekki um það sem er venjuLega taLað um og veLtir hLutunum fyrir sér. Áður en ég næ að spyrja hann til nafns stoppar strætóinn og maðurinn fer út. Ég fer út tveimur stoppum seinna og Labba inn í stóra tómarúmið fyLLt af tómu fólki sem áttar sig ekki á aLvöru hLutum og þorir ekki að pæla í því, öðru nafni menntaskóli. Þetta er þriðja árið mitt hérna og fer þetta að verða nokkuð einsLeitt eftir því sem Lengra Líður á. Þegar ég kem inn heyrist í háværri tónList og krökkum að öskra að það sé svokallaður gLeðidagur í dag. Það er dagur þar sem átta krakkar, vakna klukkan fimm eða sex að morgni tiL þess að öskra á aðra krakka og neyða þá til þess að brosa og borða eitthvað óhotlt. Þessi atburðarrás gerist einu sinni í mánuði og er það tiLgangsLausasta sem ég veit um. Þetta er smá dópamín í mesta Lagi 10 mínútur, einungis fyrir þá sem hafa gaman af þessu, sem er takmarkaður fjöLdi. Ég labba í gegnum mannfjöLdann og fer inn ítíma hjá Stefaníu sáLfræðikennara. Í tímanum talar hún um það þegar maður fær tiL sín sjúlding sem sálfræðingur. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað það eru margir af þessum 7,53 milLjörðum sem eru andlega veikir. Er hægt að vera andLega heiLbrigður spyr ég nú bara. Ætli það sé einhverjum sem Líður bara raunveruLega veL. Er eitthvað sem heitir að líða vel. Ég horfi í kringum mig á aLLt fólkið í stofunni og velti fyrir mér persónuleikum þeirra. Tíminn klárast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.