Pósturinn - 26.11.1965, Síða 3

Pósturinn - 26.11.1965, Síða 3
NR. 2 26. NÖVEMBF.R 1965 PÓSTURINN m STHPSSINN mm PUSTHIISSINN 11 Minna af síðhærðum Nemi“ Þau eru frumlega klædd skötuhjúin Sonny og Cher. Það væri synd að segja, að unga fólkið hafi legið á liði sínu þegar við fórum þess á 5eit í síðasta blaði, að það sendi okkur línu. Blaðið var nefnilega ekki fyrr komið út, en bréfin tóku að streyma til okkar. Það er ánægjuiegur vottur þess, að við höfum hitt naglann á höfuðið með út- gáfu blaðsins, enda þótt menn séu ekki á eitt sáttir um efni blaðsins. En hér birtum við nokkur bréf- anna. OF MIKIL UPP-TALNING Sæll Póstur. Þegar ég keypti mér blað- ið Pósturinn, var ég svolít- ið spenntur. Var nokkur von um að þetta blað héldi áfram að koma út? Eg vissi, að til þess þurfti það að vera nokkuð gott blað. Jú, ég komst að raun um, að efnið var nokkuð gott, en blaðsíðurnar helzt til fáar. Vegna þess, að þessu er nú svo farið, langar mig til að koma með tillögu um breyt- ingu. Það eru smábreyt- ingar á forsíðunni. Mér finnst of mikil efnis- upptalning. 1/8 hluti blaðs- ins er nú ekki svo lítill hluti. Mér finnst nefnilega leiðinlegt að sjá sömu myndirnar á forsíðu og eru inni í blaðinu. í stað þeirra og upptalninganna má birta eina stóra mynd af íslenzkri unglingahljóm- sveit (forsíðumynd). Eg er viss um, að islenzkar hljómsveitir eru alltof sjaldan í blöðunum. Segj- um til dæmis Toxic. Eg fyr ir mitt leyti hef ekki séð aðrar myndir af þeim en auglýsingamyndir. En aft- ur á móti hef ég orðið var við að þeir njóta geysilegra vinsælda, að minnsta kosti í Reykjavík. Ef það er ætlunin að fara í „Búðina" á laugardags- kvöldi, verður maður að fara í biðröð einum eða einum og hálfum tíma áð- ur en miðasala hefst. Þá getur maður næstum verið viss um að fá miða. Sýnir það glöggt, hve vinsældim- ar eru miklar. Og að lok- um: ég vona að þið birtið bráðlega myndir af Toxic, Pjörkum, Strengjum, Text- um og Pónik og Einari. Sem sagt meira um íslenzk- ar unglingahljómsveitir. Kveðja, „Búðartöff". SVAR: f sambandi við upptalningu efnis á forsið- unni erum við ekki alveg sammála þér. Við hugsum okkur forsíðuna sem um- búðir utan um blaðið sjálft. Og á umbúðunum viljum við gjaman láta koma sem skýrast í ljós hvað inni í blaðinu er. Samt þökkum við þér til- löguna og geymum hana bak við eyrað. Og myndir af íslenzkum hljómsveitum muntu fá, bæði stórar og smáar. MINNA AF BÍTLUNUM Til Póstkassans í Póstin- um. Mér lízt bara vel á þetta blað. En er ekki hægt að hafa aðeins minna af efni um hina síðhærðu bítla? Ég vil hafa meira af al- mennu efni fyrir ungt fólk, og þó mér sé ekkert illa við bítlahljómsveitimar , finnst mér ekki mega láta þær yfirgnæfa allt annað í blað inu. Viðtalið við Valgerði Dan var ágætt. Meira af svoleiðis efni. „Nemi“. SVAR: Sammála. Efnið þarf að vera sem f jölbreyti- legast og með tímanum finnum við ef tii vill hinn gullna meðalveg milli bítla og annars efnis fyrir ungt fólk. segir „ TOXIC OG MYNDASAGAN Kæri Póstur. Ég er að hugsa um að biðja þig að birta fyrir mig mynd af hljómsveitinni Gary Lewis and the Play- boys. Og einnig innlendu hljómsveitinni Toxic.Og svo vona ég að öllum líki vel við nýju myndasöguna ykk ar. Og ég vona líka að allt gangi að óskum. Aðdáandi. SVAR: Þú færð mynd af Gary Lewis and The Play- boys í næsta blaði, en mynd ir af Toxic-sveitinni er á baksiðu í þessu blaði. SMART KLÆDD Kæri Póstkassi! Mér finnst svakalega gam an að hlusta á amerísku söngvarana Sonny og Cher og viltu birta mynd af þeim og helzt grein um þau líka. Mér finnst þau líka svo gasalega smart klædd. Kveðja. — Binni. SVAR: Þú hefur sýnilega ekki tekið eftir þvi, að við gátum þess í síðasta blaði að við myndum birta grein um Sonny og Cher í þessu blaði. — Við það höfum við staðið, og greinin er á næstu síðu. En af þv að þú talar um klæðaburðinn látum við litla mynd, sem sýnir hann ljóslega, fylgja með hér í Póstkassanum SENDUM í SVEITINA KÆRI PÓSTUR. Eg hefi keypt fyrsta blað ið og líkar það alveg ljóm- andi vel. Eg vona að blaðið haldi áfram að vera eins gott og fyrsta blaðið. En þar sem ég er á heimavistarskóla núna í vetur, langaði mig að ger- ast áskrifandi að blaðinu, því að öðru vísi er ég ekki viss um að geta náð í það. Ef það er hægt, viltu þá segja mér, hvað það kostar og hve oft það kemur út. „Einn utangátta". SVAR: Tii að byrja mcð munum við gefa þeim ,sem búa í dreifbýlinu, kost á að fá blaðið sent heim. Ef þú vilt borga 60 kr. fyrirfram, munum við senda þér 4 næstu blöð. PÚSTIIRINN I SEDIBl Þaö er alltaf veriö aö ræða um, aö unga fólkinu fari hrakandi meö hverju árinu sem líður. Að afbrot og óknyttir unglinga hafi aldrei verið meiri en nú og að hegðun og heiðarleika ungu kynslóðarinnar sé fremur ábótavant en áður fyrr. Auðvitað orsakar fjölmennið fleiri afbrot af ýmsu tagi, og er því ekki mælandi bót. En hvað snertir heiðarleikann segir Pósturinn í dag: Við eigum sem bet- ur fer þúsundir af heiðarlegu ungu fólki, og því til sönn- unar er hér ein lítil sönn saga: Það bar við, þegar verið var að selja miða að hljóm- leikum The Kinks, sem hér léku fyrir nokkru. Fjöldi ungs fólks stóð í biðröð, og afgreiðslumennirnir höfðu varla undan. Þegar farið var að telja miða um kvöldið, og bera saman við þá peningaupphæð, sem inn hafði komið, sáu þeir, sem afgreiddu, að mistalizt hafði, og einhver hafði fengið tveim miðum of mikið. Þeir.létu það gott heita og þótti vel sloppið eftir að hafa selt mörg þúsund miða. Daginn eftir kom ung stúlka að máli við afgreiðslu- mennina og kvaðst hafa tekið eftir því, þegar heim kom, að hún var með tveim miðum of mikið. Hún baðst leyfis um að mega skila andvirði miðanna, þar sem vinkonu hennar vanhagaði mjög um tvo miða. Var það auðvitað auðsótt mál, og í þakkarskyni fyrir skilvísina afhentu afgreiðslumennirnir þessari heiðarlegu ungu stúlku smágjöf. Segið þið svo, að ekki sé til heiðarlegt ungt fólk! PÓSTURINN kemur fyrst um sinn ót hálfsmánaðarlegra — KitstjórJ (áb. l Olafui Gaukur, ilm 10762. Teiknari Þorsteinn Eggertsson. Afgreiðsla Bragagötu 38-A. Prentsm. Edda Hún heitir Janis Carol og söng áður á Hótel Borg — hann heitir Ólafur Bene- diktsson, klippir fólk á dag- inn og spilaði með Lúdó sextetti í Þórscafé fyrir um það bil fjórum mánuðum. Núna eru þau bæði i Ó. B. kvartett, sem Ieikur í Glaumbæ um þessar mund- ir. Upphaf þeirrar hljóm- sveitar var satt að segja mjög rómantískt. En svo var mál með vexti, að Óli Ben og Janis voru orðin yf- ir sig hrifin hvort af öðru, en þau gátu ekki oft verið saman, þar sem Óli vann á daginn — og þau unnu með sitt hvorri hljómsveit- inni í sitt hvoru húsinu á kvöldin. Því var það einn morguninn um níuleytið að Óli hringdi í nokkra vini sína, sem allir voru þaulvanir hljómsveitamenn — 4 klukkutímum seinna varð Ó. B kvartettinn til Óli sagði þegar í stað upp vistinni hjá Lúdó og byrjaði að æfa nýju hljómsveitina af kappi. Upphafið var óskðp „rómó” Þrír af meðlimum nýju hljómsveitarinnar höfðu áður verið hljómsveitastjór- ar, þeir Óli Már (Ó. M.), Kjelli (Sóló) og Óli Ben (sextett Óla Ben). Þrir af þeim voru líka í hinni vin- sælu hljómsveit Sóló, þeir Óli Már, Lalli og Kjelli. Þeir segjast ekki hafa mikinn tíma til að æfa, þar sem þeir vinna allir á dag- inn. Kjelli býr meðal ann- ars til mótin fyrir allar myndimar, sem birtast í blöðunum af þeim félög- um. Það er rétt á takmörk- unum að þeir geti æft 3—4 ný lög á viku. Óli Ben sagði mér, að þeir hefðu mjög gaman af bítlamúsik og popmúsik yf- irleitt, en þeir eru ekkert gefnir fyrir hávaða. Þess- vegna hafa þeir alltaf há- talarana sína hæfilega skrúfaða niður — svo að fólk geti talað almennilega saman á dansleikjunum hjá þeim. Hann sagði mér einnig að markmið þeirra væri að gera öllum til hæf- is. Janis segist vera mjög mikið fyrir föt, enda er hún oft mjög frumlega klædd á hljómsveitarpallinum.Henni er'lítið gefið um fólk, sem ekki hefur eigin skoðanir og fer mest eftir öðrum, enda hefur hún mjög á- kveðnar skoðanir á hlut- unum sjálf. Hún segir, að ef hún mætti ráða. þá vildi hún helzt syngja í síðbux- um og allskonar múnder- ingum. Henni finnst oft vera þröngt á þingi í Glaumbæ á laugardögum. Þessvegna vill hún ráðleggja fólki að koma meira á fimmtudög- um — en þá getur oft ver- ið skemmtilegt lika. Þau eru bæði sammála um, að fólkið sem sækir Glaumbæ, sé alveg ágætis- fólk — að vísu ekkert betra an annarsstaðar — en alls ekki verra. Markmið þeirra er auðvitað að komat,/ sem lengst og hafa samstarfið gott, enda stefnir hljóm- sveitin að því að gefa út plötu, áður en langt um líður. Það ku eiga að vera fal- leg ensk lög á þessari plötu, lög, sem sjaldan eða aldrei hafa heyrzt hér, en eru mjög falleg engu að siður. Þetta eru lög af hæggeng- um plötum með Cillu Black og Sandie Shaw. Janis seg- ist vera miklu hrifnari af þeim heldur en t. d. The Rolling Stones. Að endingu sögðu þau mér, að þau ætli að gifta sig i desember — og þá auð vitað hvort öðru — eignast böm í framtíðinni — og vonast þau til að þau séu á réttri leið.

x

Pósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.