Pósturinn - 26.11.1965, Síða 4

Pósturinn - 26.11.1965, Síða 4
4 PÓSTtJRIPIN 26. NÖVEMBER 1965 WR. 2 <■'... /Myvm LEIKA ÍTLAMÚSÍ / GUÐSHUSU Viö vorum að fletta danska HIT um daginn, og rákumst á grein um ung- lingahljómsveit, sem heit- ir The Eagles, því að Dan- ir skíra helzt alls ekki danskar hljómsveitirdönsk um nöfnum, heldur miklu fremur enskum eins og allir aðalkarlarnir í hinum stóra heimi. The Eagles — eða Ernirn- ir — hafa nokkuð sér til ágætis, auk þess að vera svo að segja alnafnar íslenzku stéttarbræðranna, hlióm- sveitarinnar ERNIR. sem margir lesendur þekkja. Dönsku piltarnir urðu nefni- lega fyrsta hljómsveitin í Danmörku til þess að leika bítlamúsik í kirkju — meira að segja við guðsb.iónustu. Eins ns að líkum lætur hef- ir betta vakiK míi-i'’ Qthvgli í Danmörku og verið talsvert um það skrifað. Guðsþjónust- an, sem um ræðir, fór fram 5 kirkjunni á Sjælör og prest- urinn heitir séra Bovmann. Hugmyndin er hins vegar komin frá Englandi. og hef- ur gefizt vel þar. Aldrei mun jafn margt ungt fólk hafa verið saman- komið við guðsþjónustu í kirkjunni á Siælör og víst mun það líka sjaldgæft, að presturinn þurfi að prédika tvisvar — í seinna skiptið fyrir f.iölda fólks, sem ekki komst inn, í kirkjuna og stóð fyrir utan. Einkunnarorð þessa fyrir- tækis eru auðvitað: „Það er heppilegast að tala við unga fólkið á máli. sem það skil- ur bezt.“ Og að sögn danska blaðsins eafst þessi fyrsta til- raun með afbrieðum vel. Við skulum aðeins heyra, hvað meðlimir hljómsveit- arinnar höfðu um málið að segja. Bassaleikarinn Kaj: „Ég get ekki séð neitt rangt við það að leika dægurlög í kirkju — sérlega ekki þar sem prest- urinn bað okkur um að koma.“ Bjarni, sem er söngvarinn segir: „Þetta er góð auglýs- ing fyrir okkur. Mér finnst það auk þess ekkert ókristi- legt.“ Sólógítarleikarinn Jan: — „Auglýsing er auglýsing. Og ef við hefðum ekki gert þetta, hefði bara einhver önnur hliómsveit gert það.“ Og Jörgen, sem einnig leik- ur á gítar, hefur þetta til málanna að leggja: „Auðvit- að er það dálítið undarlegt að leika í kirkju — en úr því að presturinn er því sam- þykkur, þá er allt í lagi. Svo skaðar líklega ekki fyrir okk- ur að fá svolítið umtal. Loks segir Martin trommu- leikari sitt álit: „Mér finnst þetta vel afsakanlegt úr því að við tókum enga peninga fyrir að koma þarna fram- Það er líka plús að fá aug- lýsingu — annars hefðum við gert þetta þótf ekki hefði einu sinni komið auglýsing til.“ Þetta segja þeir ungu menn, og okkur hér á blað- inu finnst þeir ef til vill full auglýsingagráðugir í sam- bandi við hennnn leik sinn i guðshúsi. Hins vegar er hug- myndin í heild ekki svo vit- laus. "Fyrst kemur hjóna- hrndiS — á eftir kemur söngurinn — svo eru jjað peningarnir" Þeim var ráðlagt í byrjun, að láta ekki nokkurn lifandi mann vita af því, að þau væru hjón. Menn sögðu, að ef þau ætluðu sér að komast langt sem söngfólk, væri áreið- anlega bezt að halda giftingunni leyndri. En þau sögðu nei. Og ef Sonny og Cher hefðu átt að velja milli frægðar- innar og þess, að láta alla vita, að þau eru hjón, hefðu þau áreiðanlega valið hið síðamefnda. Þau hittust fyrst fyrir tveim árum, Sonny Bono og Cher La Piere. Hún var þá sautján ára, cg lagði stund á leiklistarnám. líklega með það fyrir aug- um, að feta í fótspor móð- ur sinnar, sem er leikkona. Sonny hafði hins vegar ver ið músikmaður lengi, og þegar samið mörg lög, sem nokkur höfðu komizt á toppinn, eins og sagt er. Þegar þau hittust fyrst. hefur það ef til vill ekki verið ást við fyrstu sýn, en áreiðanlega við aðra, þvi að það leið ekki langur tími þar til þau gengu í hjónaband. Sonny hélt áfram músik- ferli sínum og lífið var ekki alltaf eintómur dans á rós- um, því að þær stundir komu, þegar þau áttu bók- staflega ekkert til í eig- unni — nema auðvitað hvort annað. En það virt- ist þeim nóg. Á þessu stigi málsins hafði Cher ekki einu sinni borið það við að reyna að syngja. En þar kom, að hún lét tilleiðast, að reyna. Sonny segir um þann at- burð: „Ég varð steinhissa. Hún stóð sig mjög vel, en hafði ekki hugmynd um það sjálf. Ég lét hana held- ur ekki vita af því strax, heldur fékk hana fyrst til að syngja með mér á nokkr ar plötur, og gætti þess þá vel, að hlutverk henn- ar væri sem auðveldast. Og svo fann hún sjáifa sig í söngnum, og hætti um leið við öll áform um að ger- ast leikkona.“ Sonny hjálpaði konu sinni eftir megni til þess að þjálfa söngröddina. í fyrstu hafði hann hugsað sér, að hún myndi syngja ein. En svo komust þau að því, að samsöngu beggja hljómaði betur. Síðan hafa þau sungið saman inn á hverja hljómplötuna af annari og sungið sig inn í hjörtu þúsundanna. Þau hafa farið hljóm- leikaferð til Evrópu, m. a. tii Englands og Danmerk- ur, og ekki verður sagt ann að en vel hafi verið tekið á móti þeim þar, ekki síð- ur en á heimaslóðum. Þekktasta lag þeirra hjóna er vafelaust I GOT YOU BABE, en einnig munu margir þekkja LAUGH AT ME, sem banda ríska stórblaðið TIME tók fyrir nokkru sem dæmi um nýja gerð dægurlagatexta, er nú ryðja sér rúms, nefnilega texta, sem fælu í sér einhvern boðskap, en væru ekki algerlega út í bláinn, eins og algengara mun vera um þann skáld- sk En þessi orð voru aðcins til að kynna þau Sonny og Cher. og segia mætti okk- ur. að við ættum eftir að geta þeirra hjóna aftur síðar. • J' i ■ M . %,/ •» » * . 1 . 1 . » ^ ^ . X 4 •“' ‘ • É ^ <| . » ^ ^ ^ 4 |> ».*.•»* _ 1 A A A ^ *§í

x

Pósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.