Pósturinn - 26.11.1965, Page 8

Pósturinn - 26.11.1965, Page 8
JAZZLEIKARINN DONALD BYRD I SÍMTALI: h vil sjá Surt og sjóö- andi hveri” — Ég hef mikinn hug á því að útsetja nokkur lög fyrir íslenzka útvarps- hljómsveit og leika með henni, þegar ég kem til ykkar. Ég er sem stendur að skrifa fyrir hljómsveit Count Basie og einnig fyr- ir útvarpshljómsveit norska ríkisútvarpsins, en ferðinni er heitið til Oslo, þegar ég yfirgef Reykjavík. Við erum að hlera á símtal, sem átti sér stað við New York fyrir fáein- um dögum. Á öðrum enda línunnar talar bandariski jazzmaðurinn, trompetleik- arinn og útsetjarinn Don- ald Byrd, en hérna megin hafsins er það Þráinn Kristjánsson, sem heldur á símtólinu. Þráinn stendur fyrir hinum þekktu jazz- kvöldum i Tjarnarbúð. Og við hlerum betur. Frá New York heyrast þessi orð: — Svo langar mig öll ósköp til að sjá hin miklu umbrot elds og ísa, sem þið hafið þarna norður frá. Ég Framh. á bls. 7 HOLLIES KOMA TIL ÍSLANDS TÖLUM TOXIC Það var í október i fyrra, að hljómsveitin Toxic varð til. Að visu var ekki um nýja hljómsveit að ræða — aðeins nafninu hafði verið breytt. Hljómsveitin hafði oft skipt um nafn; meðal annars heitið Drekar og Grástakkar, en það varð ekki fyrr en Jakob Hall- dórsson hljómsveitarstjóri rakst á nafnið Toxic á litl- um litkritarkassa — og um- skirði hljómsveitina einu sinni enn, að vegur henn- ar tók að vaxa. f dag er þessi hljómsveit orðin mjög vinsæl — og virðast vinsældir hennar aukast jafnt og þétt. Er ég spurði þá eitt sinn, hvemig á þessu stæði, svaraði Rafn Haraldsson trommuleikari því til, að þeir hefðu enga hugmynd um það. „Ætli það sé ekki bara af þvi, að núna loksins er fólk farið að sætta slg við okkur," sagði hann. Þeir segjast fara oft til rakarans, enda eru þeir all- ir með stutt hár, nema annar gítarleikarinn, Am- ar Sigurbjömsson. Þeir Framh. á bls. 7 Nýjung í miðasölu til utanbæjarfólks. f síðasta blaði sögðum við frá þvi, að Bítlamir og Rotling Stones myndu e.t.v. koma til íslands einhvern tíma á næsta ári. Nú kom- um við með aðra stórfrétt af þessum vettvangi. í und irbúningi eru samningar við The Hollies, og talið lík- legt að þeir muni gista Reykjavík um mánaðamót- in janúar-febrúar næst- komandi. Enn sem komið er munu ekki ráðgerðir nema tvenn- ir hljómleikar, svo að hætt er við, að þröng verði á þingi við miðasöluopin. Vegna þessa hefur for- ráðamönnum hljómleik- anna komið til hugar sú nýbreytni við miðasölu að gefa fólki kost á að panta miða bréflega með löngum fyrirvara. Kaupendur myndu senda andvirðið í póstávisun með pöntun sinni, og fá miðana senda um hæl. Þetta fyrirkomulag tiðk- ast mjög erlendis, og virð- ist líklegt, að það myndi njóta hylli hér ekki síður en þar. Sérlega er þetta heppilegt fyrir þá, sem búa utan Reykjavíkur, en vilja tryggja sér miða. Þá bentu forráðamenn hljómleikanna á, að tveir miðar á slíka sketnmtun væru tilvalin og áreiðanlega kærkomin jólagjöf til áhugafólks, sem ekki er að draga í efa. NR.2 REYKJAVÍK 26. NOV. 1965 VERÐ 15 KR. Öskalög fyrir okkur STUART GRUNDY — þulur í Luxemburg í Radio Luxemburg m ',y j w*/ * Við höfum duglegan fréttaritara, sem er á ferð og flugi út um öll lönd. Hún er nefnilega flugfreyja hjá Loftleiðum og heitir Alice Boucher. Síðast þegar hún var stödd í Luxemburg, leit hún inn hjá útvarpsstöð- inni Radio Luxemburg og ræddi við þrjá þulanna. Við gefum Alice orðið; —,Ég kom til Villa Lou- vigny, þar sem útvarps- stöðin hefur aðsetur, að kvöldi til. Þrír þulanna tóku á móti mér, og einn þeirra sat við hljóðnemann og kynnti það, sem verið var að senda út. Hann heit- ir Barry Alldis. Aðrir tveir voru líka staddir þarna þeir Johnny Moran og Stu- art Grundy. Ég hafði með- ferðis nokkur eintök af Póstinum, og gaf þeim sín- um hvert. Þeir voru stór- hrifnir af blaðinu, og undr- uðust það einna mest, að við skyldum geta prentað blað fyrir unga fólkið hér uppi á íslandi í litum — Þulirnir sögðu mér ýmislegt um útvarpsstöð- ina. Til dæmis hlusta um 60 milljónir manna á Ra- dio Luxemburg, þar af 60 milljónir í Englandi einu saman. Þama er aðeins átt við þær útsendingar. sem fara fram á ensku. en stöðin útvarpar auk þess bæði á frönsku, þýzku og flæmsku. Norðmenn hlusta t d mikið á þessa stöð. og talið er, að yfir 50%. Norð- manna stilli á Radio Lux- emburg auk sinnar eigin stöðvar. Útvarpsstöðin hef- ur starfað frá því árið 1931. og á sívaxandi vinsældum að fagna. — Ég nefndi það við þul- ina þrjá, hvort þeir myndu ekki leika óskalög fyrir okk ur hér heima, ef til kæmi Þeir kváðu það vera alveg Framh á bls. 6 BARRY ALLDIS — sendir kveðjur ENN EXNU sinni hefur Svavar Gests slegið ' gegn með útvarpsþætti sínum. Honum virðist aldrei bregðast boga- listin, þegar um það er að ræða að gera útvarpsþætti létta og skemmtilega og fá fólkið, sem statt er í útvarps- salnum hverju sinni, til að taka þátt í gríninu. Samt koma stöku sinnum upp að hljóðnemanum til Svavars menn og konur, sem reyna að snúa út úr spurningum og vera sniðug sjálf, oftast af vanefnum þess, sem gjör- sneyddur er kimnigáfu. Burtséð frá þessum furðufuglum er þátturinn hinn skemmtilegasti og músikin ágæt. UNGA FÓLKIÐ, sem sækir Lídó ei 1 vondu skapi uk> þessar mundir Það telur ekki ástæðu til að hafa sama lágmarksaldur þegar um er að ræða aðgang að skemmt- unum, þar sem eingöngu kemur ungt fólk og áfengi er ekki haft um hönd, og að öðrum skemmtunum í bænum sem fullorðið fólk sækir. Vilja unglingamir fá því fram- gengt, að lágmarksaldur dansgesta í Lídó verði lækkaður úr 16 árum í 15. Sumir telja líka sjálfsagt. að se+’- hámarksaldur gesta á þessum stað — t. d. 18—19 ár.

x

Pósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pósturinn
https://timarit.is/publication/1855

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.