Glanni - 27.07.1970, Page 8

Glanni - 27.07.1970, Page 8
Med blokk og í Gula kafbátnum, sem rekur sjónpípuna upp úr miðjum drengjaskátabúðunum, rákumst við á allsérkennilegt flokkstjald, tveggja hæða og gert úr plasti og spírum. Er við börðum upp fengum við þau svör, að þarna hefðust við Hvolpar úr Dalbúum í Reykjavík. Kvað flokks- foringi þeirra, Kristján Gíslason, þá hafa fengið þessa hugmynd eftir miklar vangaveltur, þar sem meðal annars kom til tals , að flokkur-- inn svæfi í hengirúmum utan dyra, eða upp- hringaðir í niðurgröfnum þvottabölum. Tjaldið hefir reynst vel og er það heitt að sofa í því, að Hvolparnir vakna í svitabaði á morgnana. Er við ætluðum að fara að kveðja rákum við augun í lítinn, en snaggaralegan strák, prýdd- an gleraugum og grænni einkennisskyrtu, sem við könnuðumst ekki við. Reyndist þetta vera 10 ára gamall skozkur ylfingur, Graeme Smith að nafni. Er hann hár í heimsókn hjá vinum sínum og lét vel af dvölinni, enda væri ísland mikið betra en Glasgow. Við sáum varðeldastjórann, Elías Jónsson, þar sem hann lá makindalega og sleikti sól- skinið á meðan fjórar stúlkur máluðu fyrir hann regnboga í óða önn. Stúlkurnar sögð- ust vera frá Akureyri og Reykjavík og hreint ekkert skilja í því hverni^ Elli hefði fengið þær til starfa,- en tóku þo greinilega fram að þær hefðu ekki þekkt hann þá. Elías sagði okkur hins vegar, að hann vantaði eldverði. Starf þeirra er í því fólgið að kveikja í varðeldinum á réttum tíma og halda honum logandi hæfilega lengi, þ.e. meðan varð- eldurinn stendur. Býður hann starfið hér með út og mun samkeppni fara fram, ef margar umsókn ir berast. Góða þætti vantar að sjálfsögðu og eru menn beðnir að snúa sér tafarlaust til hans ef þeir luma á slíku. Elias kvartaði mikið yfir því að hann hefur ekki enn fengið þak yfir höfuðið, þannig að ef einhver vill leigja honum húsnæði, þá er það vel þegið. Hann er ljúfur í umgengni . Ellas er auðþekktur hvar sem er á mótssvæðinu vegna þess, að hann ber forljóta, köflótta húfu með hvítum dúski og er með gull í fremsta jaxli vinstra megin. A rölti okkar um búðirnar í gær rákumst við meðal annars inn á svæði xsfirzku strákanna. Þar sem við rákum glyrnurnar í haglega flétt- aðar mottur, fyrir framan hvert tjald. Af okk- ar einlægu forvitni, óðum við upp á næsta mann, og leituðum frétta. •Sagðist vinurinn heita Gísli Gunnarsson og hélt hann þá ísfirðinga vera hátt á þriðja tuð hér á mótinu. -Fótaþurrkurnar fléttuðu þeir sér af því að þá langaði til að hafa eitthvað frábrugðið öllum hinum. Að lokum vildi hann taka fram, að mótið legðist mjög ve'l í þá vestanmenn. Við náðum tali af dagskrárstjóra mótsins, Sigurði Baldvinssyni. Hann tjáði okkur að eiginleg dagskrá hæfist ekki fyrr^en á þriðju- dag, en þá færu líka allir dagskrárliðir í . ^ gang. Eftir mótssetninguna í dag klukkan 14-- er ekkert sérstakt um að vera, en ætlast til þess að menn noti tímann vel til þess að koma sér fyrir í tjaldbúðum sínum. Blaðið hefur hlerað, að björgunarsveit hersins á Keflavíkurflugvelli muni koma hingað einhvern daginn og hafa sýningu á björgunar- tækjum. Betur, að satt væri. ^Einni^ bað hann okkur að vekja athygli á því, að a þriðjudagskvöldið hefst dagskrár- liður, sem standa mun alla nóttina. Ömögulegt reyndist að afla frekari upplýsinga um dagskrár lið þennan, en emnn eru beðnir að vera við öllu búnir. í útjaðri kvenskátabúðanna rákumst við á tjald af all nýstárlegri gerð. Við eftir- grennslan sýndi sig, að þarna var um tjald hundsins Kols úr Garðahreppi að ræða, en hann bjó í því ásamt flokki sínum, Mokkasín- um úr skátafélaginu Vífli. Tjald Kols er nýjasta gerð af tjaldvagni, sem tekur ekki nema 4 sekúndur að reisa. 6

x

Glanni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glanni
https://timarit.is/publication/1865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.