Glanni - 27.07.1970, Page 10

Glanni - 27.07.1970, Page 10
AF ERLENDUNI SKATUM Síðustu vikuna hafa erlendir skátar streymt til landsins í stríðum straumum. Flestir þeirra hafa hlotið góðar viðtökur, enda eru allir skátar góðir lagsmenn. Fæstir erlendu skátanna hafa komið hingað áður, en þó hafa nokkrir þeirra sótt skátamót hér á liðnum árum. Fyrstar komu þýzkar og svissneskar valkyrjur. Þær þýzku brugðu sér án frek- ari tafar að Gullfossi og Geysi, mótsstjórn- inni til mestu hrellingar, en Svissurnar stilltu sér pent upp fyrir Bogga blaðaljós- myndara eins og sjá má. í þessari opnu bregðum við upp myndum af þeim erlendu skátum sem við höfum náð í, en eðlilega hafa þessir langt að komnu gestir margt að skoða og mega lítt vera að því að spjalla við blaðamenn. Eigi að síður höfum við spurt ýmislegt um þessa félaga okkar og látum það fjdka með myndum. Svissnesku stúlkurnar eru fjórar hér á mót- inu. Þær komu til landsins á þriðjudaginn var og komu sér þegar fyrir á meltunni uppi í Gagn- fræðaskólanum 1 Ármúla. Þar átu þær skyr eins og þær gátu í sig látið, og þótti það með af- brigðum gott - allflestum að minnsta kosti. Fyrir tæpri viku kom tylft af brezkum kven- skátum. Borghildur Fenger, móttökustjóri erlendra skáta bauð þeim ásamt svissnesku stúlkunum heim til sín á þriðjudagskvöldið og þar var sannarlega glatt á hjalla. Skemmtu allir viðstaddir sér konunglega, eins og raúnar mátti búast við. Myndin hér að neðan er úr samkvæminu og sýnilega hafa stúlkurnar þurft að spjalla mikið, þeim kippir í kynið.

x

Glanni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glanni
https://timarit.is/publication/1865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.