Glanni - 27.07.1970, Page 11
&pfiybrt, Jpr. • X-arxjK **'W I. >f| • Ifm / í aULi - « I - sS^;. .y . i il A
Brezku skátarnir eru fjölmennastir erlendu
skátanna á Landsmótinu. Þeir eru um sextíu og
fimm talsins. Bretar hafa jafnan fjölmennt á
þessi Landsmót okkar, og við Glannar fögnum
því, að þeir skuli halda þeirri venju nd.
Bretarnir hafa yfirleitt verið mjög vinsælir
meðal íslenzku þátttakendanna, enda er skáta-
hreyfingin runnin úr brezkum jarðvegi.
Einn Nýsjálendingur dvelst á mótinu. Hann
mun vera lengst að kominn allra mótsgesta.
Færeyingarnir komu síðastliðinn miðviku-
dag. Fyrirfram hafði verið bdizt við sex
strákum og sex stelpum, en þó að Færeyingar
séu í konungssambandi með meiru við Dani,
hefur þeim ekki þótt þetta heppileg tala,
svo að hvorki meira né minna en tuttugu
færeyskir skátar stigu dt dr flugvélinni,
móttökustjóranum til óblandinnar ánægju.
Færeyingarnir héldu sxðan sem leið lá suður
að Vífilsfelli, en þar gistu þeir þangað
til landsmótið hófst. Sumir bjuggu í hótel-
inu, en aðrir tjölduðu við hliðina. Það er
okkur Meiriglönnum mikil ánægja, að Færey-
ingar, nánustu frændur okkar, skuli fjölmenna
svo sem raun ber vitni á þetta mót.
Þekktasti erlendi skátinn, sem gistir
landsmótið nd, mun vera ritstjóri Boys Life,
hins kunna ameríska skátablaðs. Boys Life e^
eins og þið sjálfsagt vitið,stærsta skátablað
í heimi og mikið lesið hér á landi sem annars
staðar. Við Meiriglannar munum vonandi ná
tangarhaldi á þessum stéttarbróður okkar hérna
á mótinu - og það fyrr en síðar. Þá fáið þið
nánari fregnir af honum og erindagjörðum hans
hér á norðurhjara veraldar.
Flestir erlendu skátarnir eru langt að
komnir, sumir jafnvel yfir hálfan hnöttinn.
En bandarísku skátarnir á Keflavíkurflugvelli
þurfa aðeins að bregða sér bæjarleið til þess
að komast að Hreðavatni. Um þrjátu þeirra munu
líka gera það, 15 af hvoru kyni. Skátarnir á
Vellinum hafa löngum haft mikil samskipti við
íslenzka skáta og sótt t.d. Vormót Hraunbda
reglulega um árabil.
Ein af brezku stdlkunam á afmæli í dag.
Félagar hennar sáu það fyrir, að vart myndi
auðvelt að halda henni afmælisboð hér á
mótinu, svo þeir ákváðu bara að halda boðið
strax fyrir mót. Afmælisveizlan fór svo
fram á fimmtudagskvöldið síðasta að Hvassa-
leiti 42. Skemmtu menn sér prýðilega og
afmælisbarnið lék á als oddi, eins og sjá
má á myndinni hérna við hliðina, en þar
er hdn að skera afmælistertuna.
Bretarnir - fjölmennastir erlendu skátanna.
Færeyingarnir við komuna til Reykjavíkur.