Glanni - 27.07.1970, Blaðsíða 12

Glanni - 27.07.1970, Blaðsíða 12
Hér á mótinu dvelst fjöldi erlendra skáta. Að sjálfsögðu hafa hinir íslenzku stéttar- bræður þeirra mikinn áhuga á að ræða við þá um skátamál,- og gera það. Oft heyrir maður æði broslegar setningar, og ef til vill hefst samtalið á þessari spurningu: " SPRECHST YOU NOGET FRANCAIS?" síðan kemur kannski^sín ö^nin af hverju og loks er endað á fingramáli. Þó svo að það megi segja margt með fingrunum, þa getur orðið hálf óþægilegt að nota augu og eyru, hendur og fætur eða önnur ámóta hjálpar- gögn til að koma frönskumælandi skáta í skiln- ing um hvað tjaldstag fyrir nokkuð. Veiztu að á dönsku heitir tjaldstag "bardun", á ensku "guy line", á þýzku "die Zeltschnur" og á frönsku "le tendeur". Ef þú ætlar að slaka á tjaldstaginu, þá áttu á dönsku að " slække bardunen", en á ensku að "slack the guy line", sértu hrifnari af þýzku, þá er það sem þú þarft að gera"die Zeltschnur zu lockern" og á frönsku "détendre le tendeur'.' Ætlirðu aftur á móti að strekkja stagið, þá heitir það "at stramme bardunen", "tighten the guy line", "die Zeltschnur zu festziehen" eða að "tendre le tendeur". En áður en þú yfir höfuð ferð að strekkja eða slaka á tjaldstöfunum, þá verður þú að reisa tjaldið- rejse teltet- pitch the tent -die Zelt aufschlagen - monter la tente. Svo getirðu líka þurft að taka þátt í nauðsynlegri tjald- búðavinnu - lejrarbeider - gadgets - lagerarbeit - les corveés, og svo hefirðu líkast til farið í varðeldaskikkju - lejrkittel - camp dress - der lagerrock - la robe de camp, og náð í drykkjarmálið - kruset - the mug - der Becher - le gobelet - til að fá þér bolla af tei the - tea - tee- thé. Tillþess þarftu að sjalfsögðu að hafa sótt brenni - brænde - fire wood - das Holz - le bois sec, og gert hlóðir - et ildsted - a fire place - eine Feuerstatte - un foyer. Svefnpokanum - soveposen - the sleeping bag - der Schlafsack -la sac de couchage - þarf líka að rúlla úttáður en hægt er að byrja á strekkiríinu. Það eru bara ekki beint svona orð, sem úir og grúir af í skólabókunum. Þess vegna væri líka sérstaklega heppilegt að hafa smáhefti með helztu skáta- og tjaldbúðarorðunum á nokkrum erlendum höfuðtungum. Slíkt hefti er að visu ekki til á íslenzku, en til er íslenzkt-enskt, enskt-íslenzkt skátaorðasafn, semfæst i skát- abúðinni ( og vonandi líka i mótsverzluninni), og er það mikil hjálp, þó svo að gamla goða inn- byggða orðabókin: "Hvað-heitir-það-nú-aftur?", með ofboðlitlu hnakkaklóri, hafi alltaf gefist vel. 3U Frímerki, þessir litlu bréfsneplar, voru upp- haflega gefnir út til að auðvelda póstþjónust- una. Frímerkin voru sett á bréf og fylgdu þeim á leiðarenda. Eftir það var frímerkið verðlaust. En svo fóru ýmsir sérvitringar að safna þessum litlu verðlausu miðum, og áður en langt um leið voru notuð frímerki í fullu verðgildi og mörg hver vel það. Fyrstu íslenzku frímerkin, sem gefin voru út 1873, voru hin svonefndu skildingamerki. Þau kostuðu þá frá tveim og upp í sextán skildinga, en nú kosta sum þeirra allt að 26.000.00 kr. Svona mætti lengi telja, og má jafnvel finna svo dýr merki að verðgildi þeirra, hvers fyrir sig, nægði til að greiða allan kostnað við Lands- mótið. Auðvitað er algjörlega vonlaust að safna öllum frímerkjum, það tækist aldrei. Sérsöfnun, þ.e. að safna ákveðnum flokki frímerkja er mikið nær- tækari. Fyrir skáta er þetta tiltölulega auðvelt, við SÖfnum auðvitað skátafrímerkjum. Yfir 80 þjóðlönd hafa gefið út meira en 600 mismunandi skátafrímerki, sem öll eru tengd hreyfingunni á einn eða annan hátt. Á þessum frímerkjum eru mynd- ir af Baden Powell, liljum, varðeldum, hjálpar- störfum og raunar flestu því, sem skátastarfi lýtur. Afríkuríkin hafa staðið sig sérstaklega vel í útgáfu skemmtilegra skátafrímerkja, og eru mörg þeirra ólíkt skemmtilegri en þau tvö merki, sem hér hafa komið út. þau voru þvx miður bæði fram úr hófi ósmekkleg og auk þess tveim árum á eftir áætlun, því þau áttu að koma út á svipuðum tíma og Landsmót skáta 1962 var haldið, á fimmtíu ára afmæli skátahreyfingar- innar á íslandi. Þó megum við ekki vanþakka þetta framtak algjörlega, því að með þeim höf- um við þó fengið okkar skátafrímerki, þrátt fyrir allt. Auk frímerkjanna eru svo árlega notaðir margir sérstimplar á hinum stærri mótum, til að stimpla bréf. Hér á mótinu er starf- rækt pósthús, sem hefur sérstakan stimpil. í því sambandi er ekki úr vegi að benda á mjög skemmtilega söfnun, þ.e. að safna póstkortum og stimplum frá skátamótum sem þú hefur dvalizt á. Sérstakir stimplar hafa verið á þrem mótum hér á landi, þ.e.a.s. á Landsmótinu 1962 og 1966 og Vormóti Hraunbúa 1964. Þá voru gefin út tvö frímerki með mynd af mótsmerkinu og einnig sérstakur stimpill. Hins vegar viður- kenndi póststjórnin hvorki stimpil né merki og voru því öll bréfin einnig stimpluð í venjulegu pósthúsi suður með sjó. Og nú verð- ur í fjórða sinn pósthús á íslenzku skátamóti.

x

Glanni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glanni
https://timarit.is/publication/1865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.