Góðan daginn - 29.09.1942, Page 4
4
GÓÐAN DAGINN
Hugleiðing
að hausti.
Stend eg fram við ströndu,
stari út á hafið,
blakkar skýjabprgir
— brytt er gulli trafið —
át við sjónhring yzta
úrgum veðrum spá,
hretin hörðu bráðxuu
herja landið á.
Vetrar fyrir valdi
vorsins lífrænn kraftur,
mildi Ijóss og magnan
mun nú þokast aftur.
Stutta stundu aðeins
stendur yfir vörn.
Harða sókn svo hef ja
hugrökk lífsins börn.
Geti lífsafls geislar,
gegnum himins ranna,
kyngi krafti þrungnir
Tilkynning
frá dómsmálaráðuneytinu.
Athygli almennings er hér með vakin á eftirfarandi:
1) Það varðar sektum eða varðhaldi eða hvoru
tveggja að eiga kaup eða skifti um vörur, sem her-
menn, sem tilheyr herflokkum eða hérskipum, sem
hér eru, bjóða fram eða þeir hafa undir höndum, og
að taka við slíkum vörum að gjöf frá þeim, svo og
að taka að sér að sel ja slíkar vörur f yrir þá, enda liggi
ekki fyrir, er viðskiptin fara fram eða gjöfin er þeg-
in, fullar sannanir fyrir því, að aðflutningsgjöld hafi
verið greidd af vörunum og fullnægt hafi verið öðr-
um almennum innflutningsskilyrðum, sbr. 1. gr. laga
nr. 13, 5. maí 1941. Auk þess mega þeir, er taka við
slíkum vörum, búast við að þurfa að afhenda þær
aftur endurgjaldslaust.
komizt til vor manna
lífsins lið mun sigra,
Ijósið völdinn ná.
Veröld, vafin blekking,
víkja helveg frá.
Ljós var lýðum boðið
langar aldaraðir,
þjóðir þó í blindni
þeystu myrkar traðir,
burtu frá sér bægðu
boðskap sannleikans,
lögðu veg sinn langt frá
leiðum kærleikans.
Enn má aftur snúa,
aðra stefnu taka,
beygja á nýjar brautir,
betri láta vaka
skilning lífs á lögum,
leitast við að ná
orku, lífsi og anda,
æðri stöðum frá.
2) Samkvæmt yfirlýsingu herstjórnarinnar er
setuliðsmönnum ófrjálst að láta af hendi eða selja
varning tilheyrandi birgðum eða búnaði hersins, og
getur það því, auk þess, sem að framan greinir, varð-
að við hin almennu hegningarlög að kaupa eða taka
við slíkum varningi. Nokkrir refsidómar hafa þeg-
ar verið felldir í slíkum málum.
Dómsmálaráðuneytið, 11. sept. 1942.
Nýjar bækur!
KRAPOTKIN FURSTI
ÍSLENZKIR SAGNAÞÆTT-
IR GUÐNA JÓNSSONAR
GULLEYJAN
HANNESJÓNASSON
BLESSAÐ KAFFIÐ
Máske virðist þetta þvaður,
en því eg föstu slæ:
eg verð eins og annar maður
er eg kaffi fæ.
Úr hófi valdboð virðast keyra,.
versnar heimurinn.
Mikil sorg er mér að heyra,
að minnkar skammturinn.
H. J.
s. m.