Góðan daginn - 21.02.1944, Blaðsíða 1
GOÐAN DAGllHN
Útgefandi og ábyrgðarmaður: HANNES JÓNASSON
III- árgangur. Mánudaginn 21. febrúar 1944. 1. tölublað.
GðÐAN öAGiNN,
kæru bræður og systur, kratar, kommúnistar,
Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og D-lista-
menn. Vér óskum yður árs og friðar, góðrar
afkomu og mikillar frjósemi á hinu nýbyrjaða
ári. Það er orðið langt síðan vér höfum boðið
Góðan daginn og ber margt til. í fyrsta lagi
óvanalegar og ótrúlega miklar annir fyrir jólin
vegna mikillar sölu cg er þó réttara að hafa
ekki of hátt um það, því að nú mun skattanefnd-
in farin að bora úr hlustunum, ef ske mætti,
að hún heyrði eitthvað það, er gefa mætti henni
aukin tilefni til þess að rengja framtölin. I öðru
lagi höfum vér verið í hinum mestu önnum við
að rukka náungann, því margir vildu fá krít
fyrir jólin, þrátt fyrir miklar tekjur á árinu.
Rukkunin hefur gengið prýðilega, því þó aur-
arnir hafi ekki verið til í bili, þá hafa menn
bara selt þeim Sigurði og Hafilða víxla. Þeir
kaupa ótakmarkað, ef peningarnir eru ekki not-
aðir í fyrirtæki fyrir utan bæinn og sýnir það
hollustu þeirra fyrir bæinn og bæjarfélagið.
Svo sem við má búast, hefur margt mikil-
vægt. skeð nú undanfarið. Má þar fyrst minn-
ast á hin stórfróðlegu skrif þeirra Erlendar og
Jóhanns í Neista og Einherja, skortir þar
hvórki rök né sálfræðilegar skýringar greinar-
höfundanna hvors á öðrum, að ekki sé minnzt
á málið sjálft, sem nú er ljóst hverjum asna.
Þá eru ekki síður þýðingarmikil hin löngu skrif
og miklu um sjálfstæðismálið í blöðunum. Ber
þar ýmislegt á milli og skal það ekki rakið hér.
Virðist svo, sem margir svartir bJettir séu á
röksemdum beggja málsparta, hraðskilnaðar-
manna og hægskilnaðarmanna, en einhver
svartasti bletturinn á agitasjóninni mun þó
vera sá, að hægskilnaðarmenn hafa nú notað
hið saklausa og allt að því friðhelga pósthús
hér til útbreiðslu á málgagni sínu, Varðbergi.
Ekki dettur nokkrum í hug að kenna Jörgen-
sen um þetta, Hlíðdal er þar um kennt, en
hann er sagður vera einn af þeim 14 postulum,
er ekki vilja skera strax á spottann, er ennþá
tengir oss við konunginn og mun þó reyndar
ekki vera nema bláþráður eftir.
Það skal tekið fram hér, sem þó reyndar er
á hvers manns vörum og alveg þykir sérstakt
fyrirbrigði, að hið friðsælasta samkomulag var
um langan tíma í bæjarstjórninni, eftir nýárið.
Þykir það spá batnandi framtíð, en nokkurs
ber að gæta. Á því tímabili, er friðurinn ríkti,
voru þeir fjarverandi Erlendur, Þóroddur og
Þormóður, en Axel einn megnaði ekki að rjúfa
hinn ljúfa frið og djúpu rósemi, er ríkti í sál-
um þeirra, er bæjarstjórnina skipuðu á þessu
tímabili. Hlýtur þetta tímabil að hafa verið
sem hið ágætasta sumarfrí fyrir bæjarstjór-
ann, sem sífellt á í örðugu stríði við að halda
draslinu saman. Mun sá maður oft vera þreytt-
ur að kveldi, bæði á sál og líkama og er furða,
hvað hann heldur holdum.
Rotarianar hafa nýlega haldið árshátíð sína
með mikilli prýði. Er það í frásögur fært, að
engum hafi þurft að henda út, meðan á sam-
komunni stóð og engan hafi lögreglan þurft
að elta út í snjóskafl til þess að lemja hann
þar. Er það allra manna mál, að samkoma
þessi hafi verið hin veglegasta- Sá galli var þó
á, að Hjartar var þar ekki sem söngstjóri,
stjórnaði því Egiil söngnum og söng af bók,
en Hjartar syngur jafnan allt upp úr sér- Eigi
að síður tókst söngurinn ágætlega, teljum vér
það tæpt í frásögn færandi, að þeír sem fjærst
sátu söngstjóranum, voru allt að því einni hend-
ingu á eftir í sumum lögunum.
Forseti, bæjarfógeti G. Hannesson, stýrði
borðhaldinu, Andrés stjórnaði dansinum, en Ól-
afur læknir elti kvenfólkið á göngunum — til
þess að fá það til að skrifa nöfn sín í gestabók
klúbbsins. Hannes var með skæting um náung-
ann, eins og honum er lagið, þar að auki var
ekki laust við, að hann hvetti til ósiðsemi, og
var því að vísu ekki illa tekið. Sigurjón var
einskonar yfirhófstjóri og leysti það hlutverk
sitt af hendi með mestu snilld.
Annars hefur allt gengið sinn vana gang í
bænum síðan á nýári. Vatn hefur ekki vantað
nema hjá þeim, sem næst búa himninum, ljós-
in hafa verið þetta lík því sem þau hafa áður
verið í vetur, jafnaðarlega svona nokkurnveg-
LANDSBÓKASAFN
Jíl 156565