Góðan daginn - 21.02.1944, Qupperneq 3

Góðan daginn - 21.02.1944, Qupperneq 3
GÓÐAN DAGINN 3 Vísvitandi og viljandi er hér rangfært, aðeins tii þess að rýra gildi bókarinnar og gera frá- sögn hennar tortryggilegri. Er lítt skiljanlegt, hvað fyrir ritdómaranum vakir með hörðum dómum hans á bókinni og rangfærslum á efni ; hennar. Má vera, að einhver annar kafli bók- arinnar hafi vakið andúð hans, þótt hann hafi frekar kosið að láta hina saklausu kvenhatara á Athosf jalli verða fyrir barðinu á sér í þessum ritdómi. Allar leturbreytingar mínar. Höf. Blandaðir ávextir og sveskjur fást ennþá í Kaupf élaginu Undralögurinn 3 ..Bor.ðaðu með okkur morgunverð, Anna kemur strax,“ sagði Boris. „Eg sá hana, þegar hún var á leiðinni til morgunmessu,“ svaraði ég. „Hún var eins björt og blómleg og liljan þarna — áður en þú eyðilagðir hana.“ „Er það meining þín, að ég hafi eyðilagt bljuna?“ spurði Boris alvarlegur. „Eyðilagt hana, eða varðveitt hana frá eyðiieggingu — hvað vitum við?“ Við sátum í horninu á vinnustofu Boris, ná- lægt hinni ófullgjörðu hópmynd hans, „For- lög“. Hann sat í legubekknum og lék sér að myndhöggvarameitli um leið og hann horfði á myndina. >.Á meðal annarra orða,“ sagði hann, „ég er búinn að dubba upp á „Ariadne" gömlu þarna, og er víst neyddur til að senda hana á sýninguna. Hún er það eina, sem ég lýk við í ár, en eftir frægðina, sem ég hlaut fyrir Madonnumyndina, skammast ég mín fyrir að senda þessa- „Madonna", sem var framúrskarandi ilsta- Verk, og sem Anna hafði verið fyrirmyndin að, hafði dregið að sér aðalathyglina á sýn- lagunni árið áður- Eg l^it á „Ariadne", og þótt hún væri mjög vel gerð og reglulegt »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ BÆKUR Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Laust fyrir s.l. jól komu hingað tvær af árs- bókunum fyrir 1943, Almanak fyrir 1944 og Andvari. Þá kom einnig hin síðasta bók af árs- bókunum fyrir 1942, síðara hefti af stjórnmála- sögu, ennfremur Saga Islendinga, sjötta bindi. Áskrifendur, sem ekki hafa vitjað þessara bóka, eru vinsamlega beðnir að gera það sem fyrst. Eftir eru að koma út, fyrir árið 1943, tvær bækur, bindi af Anna Karenina og Njála. Árs- gjaldið fyrir 1943 er það sama og áður, kr. 10,00. Ekki er líklegt, að nokkur, sem kost ‘hef- ur á, sleppi þessum sérstaklega ódýru bóka- kaupum, auk þess sem bókin Anna Karenina er þeim ónýt, sem fengið hafa hin fyrri hefti, ef þeir ekki taka áframhaldið. Hannes Jónasson. Undralögurinn 4 listaverk, þá var ég þó Boris samþykkur í því, að nú væri búizt við öðru og meira af honum. Samt sem áður var ekki að hugsa til að ljúka í tíma við hina fögru, en þó um leið ægilegu mynd, er stóð við hliðina á mér og enn var aðeins að fæðast út úr marmara- blökkinni. „Forlög“ urðu að bíða þar til síðar. Við vorúm stoltir af Boris Yvain. Við töld- um hann sem einn af okkur og hann taldi sig til okkar, af því hann var fæddur í Ameríku, þótt faðir hans væri franskur og móðir hans rússnesk. Allir í Beaux Arts kölluðu hann Boris, en það voru aðeins tveir okkar, er hann nefndi skírnarnafni, ég og Jack Scott. Vel getur það verið, að það hafi einhver áhrif haft á tilfinningar hans gagnvart mér, að ég var ástfanginn af Önnu. Aldrei höfðum við Boris þó minnzt á það. En eftir að allt var afgert, og Anna með tárin í aug- unum hafði sagt, að það væri Boris, sem hún elskaði, fór ég heim til hans og ósk- aði honum til hamingju. Hann tók mér ást- úðlega, þótt hann ábyggilega vissi hvernig öllu var varið. Vinátta hans var mér mikil huggun. Eg held að Boris og Anna hafi aldrei talað saman um afstöðu mína til þeirra, en Boris þekkti hana áreiðanlega.

x

Góðan daginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.