Góðan daginn - 18.10.1944, Page 1

Góðan daginn - 18.10.1944, Page 1
GOÐAN DAGINN IJtgefandi og ábyrgðarmaður: HANNES JÓNASSON in. árgangur Miðvikudaginn 18. okt. 1944 10. tölublað. Á MSTNÖTTÖM Sumarið er horfið og svifið út í bláinn, sölnuð eru blómin og litlu grænu stráin, er grundir þöktu og móa og geira í f jallahlíðum, þau glúpna föl og visin og kvíða vetrarlokum. Já, sumarið er á enda. Öll sumur taka enda. Þetta sumar, sem nú er að kveðja, mun lengi í minnum haft, sem eitt hið sólríkasta og blíð- asta er þekkst hefir. En sumar þetta mun einnig verða í minnum haft fyrir margra annara hluta sakir. Á þessu sumri fengum við Islending- ar fullt frelsi eftir að hafa verið kúgaðir af danskinum í aldaraðir og kongurinn fékk spark. Lýðveldi var stofnað og forseti var kosinn, þótt ekki gengi sú athöfn skrykkjalaust, og nú er- um við svo stoltir af afreksverkum þessum, að enginn fyrirmyndarhani á mykjuhaug getur verið roggnari með sig en við erum nú, og heldur ekki gæti hann galað hærra en við höfum gert. Að vísu hefir ekki ennþá tekist að mynda þingræðisstjórn, en sú framkvæmd mun nú vera í aðsigi og er talið að þrír stjórnmála- flokkar muni loks lepja sig saman. Er von- andi, að sú samvinna fari ekki eins og hjá hundunum þremur forðum, sem kerlingin setti skálina sína fyrir, er hún eitt sinn hafði ekki lyst á kvöldmhtnum. Græðgin var svo mikil í grautinn, hjá hundunum, að þeir settu um skál- ina áður en þeir höfðu étið nokkuð af grautnum. Kom þá húsbóndinn og rak hundana út. Á liðnu sumri hefur verkfallaalda gengið yfir landið. Þessi eru hin helstu og blessunarríkustu: Iðjuverkfall. Þá varð þjóðin viðbitslaus. Varð af því mikill þjóðarhagnaður, er allir átu þurrt í langan tíma. Steinolíuverkfall. Sú tízka er orðin hér á landi, að ekki er hægt að kveikja upp eld nema hafa steinolíu við hendina. Þar sem ekki voru rafvélar varð því ekki kveiktur upp eldur, þar af leiðandi var ekkert soðið og heldur ekkert etið. Spöruðust við þetta nokkrar milljónir. Kommúnistar eru sagðir h,afa staðið fyrir þessum verkföllum, en þeir eru búmenn miklir, sem kunnugt er og sáu þarna leik á borði til þjóðarsparnaðar. Prentaraverkfall. Stórhapp fyrir þjóðina. Nú hefir hún frið um nokkurt skeið fyrir rógi og svívirðingum þeim, sem blöðin eru vönust að flytja. Þó verður að harma það, að verkfall þetta nær ekki til blaðanna í Siglufirði. Þau hefðu mátt gjarnan hvíla sig um stundarsakir, auðvitað þó að undanskildu blaðinu Góðan daginn. Þá má ekki ganga framhjá því, sem gerzt hefir á sumrinu hér Siglufirði, og verður þó fátt eitt talið. Rauðka er að komast undir þak, hefir verið gengið ötullega þar að verki og betur en búast mátti við, þar sem sumir helztu forkólfar þess fyrirtækis fylgdu ekki málinu vegna þess, að þeim þætti Rauðkubygging heillavænleg fyrir bæinn, heldur voru þeir með því sér til álitsauka og persónulegs fylgis, huggandi sig við það, að ekkert lán fengist til framkvæmdanna. En lán- ið fékkst, Rauðka kemst upp, og verður annað- hvort blessunar- eða bölvunarbiti fyrir bæjar- félagið, sennilega hið fyrra. Skeiðsfossvirkjuninni skaut vel áfram á sumr- inu, nógir voru peningarnir, ekki hefur þurft annað en „skreppa“ suður til Reykjavíkur og taka lán þegar á hefur legið. Þetta er svo ein- falt og óbrotið sem hugsast getur, bara að skrifa nafnið sitt á blað! Þess má geta, að á þessu sumri byrjaði Tynes að skrifa endurminningar sínar í Siglfirðing, sem nokkurskonar meðgjöf með pólitíkinni í blaðinu. I Ójá. Margs er að minnast frá sumrinu. En nú er það liðið. Gestirnir, sem hér dvöldu í sum- ar, eru farnir. Nú fellur lífið aftur í sinn gamla, siglfirzka vetrarfarveg. Böllin, þetta lífsins bals- am siglfirzkra kvenna, eru orðin dauf og bragð- laus, eða svo mun hinni ungu, lífsglöðu og líf- þyrstu dömu hafa fundizt, er nýlega viðhafði nokkurn veginn nákvæmlega þau orð, er felast í eftirfarandi vísu, þegar hún kom af balli: (Framhald á 2. síðu)

x

Góðan daginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.