Góðan daginn - 18.10.1944, Side 3

Góðan daginn - 18.10.1944, Side 3
GÖÐAN DAGINN 3 Bækur Menningarsjóðs . og Þjóðvinafélagsins. Sökum prentara- og bókbindaraverkfallsins má búast við, að einhver dráttur verði á út- komu ársbókanna fyrir 1944, en búist var við, að minnsta kosti nokkru af þeim, í þessum mánuði. I sambandi við þetta vil ég minna áskrifendur á það, að ýmsir þeirra hafa ennþá ekki tekið allar bækur sínar fyrir 1943, þótt þeir hafi greitt ársgjaldið. Nú, þegar farið er að umhægjast eftir sumarið, ættu menn að ryfja upp og gæta að hjá sér, hvort þá vantar ekki eitthvað af þessum bókum. Úr áramótum verða bókarleifar sendar suður, og eftir það verður erfiðara að sinna þeim, sem ekki kunna .að hafa fengið allar bækurnar. Það verður að teljast hugsunarleysi og trassa- skapur að taka ekki bækurnar, þar sem þær eru þegar greiddar, og er sízt í þökk hvorki útgef- anda né afgreiðslumanns. Hannes Jónasson Vndralögurinn því, sem ég þekkti um hann, að það kom mér til þess að fara strax til Parísar. Hann skrif- aði í bréfi sínu: „Eg er heilbrigður, og ég er rólegur, hvað sjálfan mig áhrærir, en samt er meiri óró yfir mér en þótt ég væri áhyggjum hlaðinn. Mér er ómögulegt, að losa mig við einkennilegan kvíða og angist þér viðvíkjandi. Og þó er það eiginlega ekki angist heldur óljós, og þó á- köf eftirvænting eftir einhverju. En hverju? Guð veit það! Eg get aðeins sagt, að þetta ástand eyðileggur taugar mínar. Á næturnar dreymir mig um þig og Boris. Á morgnana man ég draumana aðeins óljóst, en ég vakna með hjartslætti og allan daginn er ég í vax- andi æsingu, þar til ég sofna á kvöldin, og svo byrja draumarnir aftur. Eg verð að hitta þig. Á ég að koma til Bombay eða vilt þú koma til Parísar?“ Eg símaði, að hann gæti átt von á mér með næstu skipsferð. Þegar við hittumst fannst mér hann lítið breyttur og hann sagði, að ég liti vel út. Mér þótt vænt um, að heyra rödd hans og þegar við sátum saman, og töluðum um, hvað lífið mundi ennþá eiga eftir að bjóða okkur, þá fundum við báðir, að það var gott Syndajátning. Við undirritaðir játum með titrandi tárum, timbraðir, skjálfandi í hnjáliðum, slappir í nárum að óleyf ilega við sátum saman að þjóri; nú seljum við okkur í hendur þér, lögreglustjóri. Sektaðu okkur, sett’ okkur alla í steininn, sannlega fúsir berum við þyngstu meinin, og dóminum hlítum frá hæstvirtum laganna þjóni, en, herra, við sárbiðjum, reyndu að vægja ’onum Jóni. (Undirskriftir) VATNSSLÖNGUR — %“ — 1V4“ — 1%W KAUPFÉLAGIÐ Byggingarvörudeild Undralögurinn 30 að vera meðal hinna lifandi á þessum bjarta vordegi. Við vorum saman í París um vikutíma. Svo. fór ég með Jack til Ept og var þar 1 viku. En fyrsta verk okkar eftir að við hittumst, var þó ,að fara til grafar Boris í Kirkjugarðinum í Sevrés. „Eigum við að setja „Forlög“ á gröf hans?“, spurði Jack. „Eg held, að Madonna ein ætti að vaka yfir gröf hans,“ svaraði ég. Jack varð ekkert rólegri við komu mína. Draumarnir héldu áfram og hann sagði mér, að stundum gripi sig þessi sterka eftirvænt- ing, með þeim ofsa, að það ylli honum sfórra kvála. „Þú sérð, að ég geri þér frekar illt en gott, með því að vera hjá þér,“ sagði ég við hann. „Þú skalt reyna að breyta eitthvað til.“ Svo fór hann til Normannisku eyjanna, en ég fór til Parísar. Eg hafði ekki komið í hús Boris, sem nú var eign mín, síðan ég kom heim, en ég vissi vel, að ég varð að koma þar. Jack hafði séð um, að allt væri þar í lagi, og ég tók mig svo til einn dag, sagði upp íbúð minni, og flutti í húsið til þess að búa þar.

x

Góðan daginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.