Góðan daginn - 22.12.1944, Side 3

Góðan daginn - 22.12.1944, Side 3
GÖÐAN DAGINN 3 S ; > S | Bjór | Pilsner j Hvítöl Valsah l Hindberjalímónaði j jarðarberjalímónaði 1 Sítron | Sódavatn j Pepsi-Cola j i: jólakerti j í; Vindlar 1 jj Sælgæti j I! GESTUR FANNDAL ? DÖMUVESKI 25 % afsláttur. Verzlun Péturs Björnssonar BEZTA JÓLAGJÖFIN: Karlmannaföt - Vetrarfrakkar Verzl. Jónínu Tómasdóttur NÝSKÖPUNIN STUTTU PILSIN Tízkan er breytileg. hún er eins og hjól sem snýst. Eitt er uppi þessa stundina, annað hina. Það er nú til dæmis með pilsin kvenfólksins. Þegar eg var ungur voru þau höfð fótsíð og það hefði þótt óviðeigandi og jafnvel hneykslan- legt, ef sést hefði á mjóalegg kvenna, að eg nú tali ekki um, upp á hné og mitt læri eins og nú tíðkast. Nei, þeir partar kvenlíkamans, áttu að vera huldir — það er að segja á almannafæri. Mér líkar vel þessi nýja stuttpilsatízka, eg var fljótur að finna kosti hennar. Næst brjóst- um kvenna eru það kálfarnir sem vekja mesta eftirtekt karlmanna. Sé þetta hvortveggja fagur skapað, gerir minna til um andlitið. Brjóst og kálfar eru þá sem fagurt fyrirheit um fram- tíðina. Fyrst þegar farið var að nota stuttu pilsin, voru þau dæmd ósiðleg af- sumu þröngsýnu fólki, en mín reynsla er sú, að breyzkleiki holds- ins hafi ekki mikið aukist þótt þessi tízka hafi verið tekin upp, máske svona rétt ríflega verið haldið í horfinu, af yngri kynslóðinni, eða vel það. Og það hljóta allir að sjá, að: Þótt hné sýni konur, er hreint ekkert frekt, að horfa’ á þau margur pilturinn kýs, þá sér hann hve, alveg er aðdáanlegt, hvað orðið er stutt upp í paradís. Allt á að skapa upp á ný, á öllu breyting gera, Framsókn þessu framtaki í fær þó ei að vera. Sjálfstæðið þar upphaf á, ei er því gjarnt að hrata, við sköpunina lið því ljá líðir bolsa og krata. Gefin eru heilög heit, sem hrifnir flestir gleypa, um að í fagran andlitsreit allt skuli landið steypa. Svo heitin verði öll þau efnd, sem ekki ielst neinn vandi, kosin er merk og mikil nefnd manna beztu á landi. Er þar sérhver ágætur allra þeirra knapa, en þó beztur Erlendur, alvanur að skapa. Fögur blasir framtíðin fyrir þjóðar sjónum, en skærast þó ef „kköpuninn“ skapar menn úr flónum. s. m. s. m.

x

Góðan daginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Góðan daginn
https://timarit.is/publication/1868

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.