Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1956, Blaðsíða 6

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1956, Blaðsíða 6
- 6 - RABBAÐ VIÐ FRIÐRIK FRIÐRIKSSON UM KVIKMYNDIR Tíðindamaður blaðsins hitti Friðrik Friðriksson að lokinni skemmtun hjá fyrsta bekk, þegar hann var að spóla þær filmur, sem hann var nýbuinn að sýna. - Hver slags "apparafer nu þetta? spyrjum ver, sem ekki höfum hundsvit á kvikmyndum. - Þetta er kvikmyndavel, eins og þú hlýtur að sjá, segir Friðrik. - Já einmitt, en er nú ekki erfitt að læra á svona"apparat?' ? - Kemur allt upp í vana, segir Frið- rik drýgindalega og brosir að fáfræði blaðamannsins. - Hvenær byrjaðir þú að sýna kvik- myndir, spyrjum vér. - Ég mun hafa verið níu ára, þegar ég eignaðist fyrstu kvikmyndavélina, segir Friðrik og heldur áfram að spóla. - Var þetta fyrsta vélin, sem þú eign- aðist? - Nei, ég byrjaði með óttalegt skrapa- tó, en þó var einn kostur við hana, þar sem hægt var að sýna kvikmyndirnar afturábak jafnt sem áfram. - Er það ekki hægt á þessari vél ? - Jú, að vísu er það hægt, en þá sézt myndin á hvolfi og talið kemur öfugt. - Hvað er langt síðan þú eignaðist þessa vél ? - Ég var 11 ára, þegar ég fékk hana. - Ég sé að þetta er mjög vönduð og fullkomin kvikmyndavél. Kunnir þú nokk- uð á hana fyrst í stað ? - Nei, þessi er allt öðruvísi en sú gamla, en ég var furðu fljótur að læra á hana, bætir Friðrik við (grobbinn). - Hefur þú sýnt kvikmyndir á mörgum stöðum ? - Já, ég hef sýnt kvikmyndir í heima- húsum og samkomustöðum, t. d. skata- heimilinu, Miðbæjarskólanum, K. F. U. M. og svo hérna. - Hvað er þetta litla"apparat"við hlið- j ina á vélinni ? I - Það er straumbreytir. - Til hvers er hann notaður ? ! - Hann er notaður, eins og nafnið ber með sér, til að breyta rafstraumi. | Kvikmyndavélin er amerísk og þarf 110 j volta straum, en það má ekki vera meira. Hér á íslandi er straumurinn aftur á móti 220 volt, svo að ég verð að hafa þetta tæki til að breyta straumn- um úr 220 í 110 volt. - En hvaða hlutur er þetta sem þú hefur fyrir framan þig ? - Það er sérstakt tæki til að líma saman filmur, þegar þær slitna. Þegar límt er með þessu tæki, sést engin mis- felling á filmunni, og er engu líkara en hún hafi fallið saman. - Áttu margar filmur ? - Ég á 46 filmur bæði leiknar og teiknaðar. - Eru nú allar myndirnar svona stutt- ar ( 30 mín. ) ? - Já þær eru flestar stuttar, en ég á kvikmynd, tekna úr síðustu heimsstyrjöld, sem ég get sýnt í 5 klukkutíma. - Frá hvaða kvikmyndafélagi eru mynd- irnar þínar ? - Þær eru allar amerískar, frá CASTLE FILM. Yið þökkum Friðriki Friðrikssyni fyr - ir greinargóð svör og vonum að hann eigi eftir að sýna sem flestar af mvnd- unum sínum hér í skólanum. A. I.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.