Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1956, Blaðsíða 10

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1956, Blaðsíða 10
10 - Á TAFLBORÐINU HÉR birtast nolckrar leiðbeiningar fyrir skákunnendur eftir Casablanca, manninn sem lærði 4 ára gamall að tefla tilsagnar- laust, aðeins með því að horfa á föður sinn og frænda við taflborðið, og var 9 ára. gamall orðinn tvímælalaust sterkasti skákmaður ættlands síns, Cubu. 1. Grúfðu þig ekki yfir skákborðið, það hindrar skýra hugsun. 2. Vertu fljotur að koma mönnum út í byrj- uninni og hrokaðu snemma, helzt stutt. 3. Gættu þess að tapa ekki mönnum eða peðum án þess að fá fulla uppbót. 4. Byrjaðu sókn hvenær sem færi gefst á, það er alltaf í eigin hag að hafa sókn. 5. Leiktu aldrei sama manninum tvisvar í byrjun skákarinnar, það tefur hina mennina að komast út. 6. Dreptu hvert peð eða mann sem and- stæðingur þinn fórnar, ef þú sérð ekki neina sérstaka hættu í sambandi við það. Athugaðu einnig að : 1. Tveir biskupar eru betri en tveir riddarar. 2. Biskup er venjulega betri en riddari, en þó ekki alltaf. 3. Hrókur og biskup eru venjulega betri en drottning og biskup. 4. Drottning og riddari eru venjulega betri en drottning og biskup. 5. Peðin eru sterkust þegar þau eru í láréttri línu ( öll komin jafn langt fram á borðið ). Svo kemur hér að lokum ein af glæsilegustu skákum Rubinsteins, óvenju falleg skák og mjög lærdómsrík fyrir þá sem vilja læra að kombínera. DROTTNINGARBRAGÐ Hv. Rotlevy. Sv. Rubinstein. 1. d2 - d4 d7 - d5 11. Bfl- d3 d5xc4 21. Bd3 - e4 De7-h4 2. Rgl - f3 e7 - e6 12. Bd3 x c4 b7 - b5 22. g2 - g3 Hc8xc3 3. e2 - e3 c7 - c5 13. Bc4-d3 Hf 8 - d8 23. g3xh4 Hd8 - d2 4. c2 - c4 Rb8-c6 14. Dd2 - e2 Bc8 - b7 24. Dd2xc2 Bb7xc4+ 5. Rbl-c3 Rg8-f 6 15. 0-0 Rc6 - e5 25. Dc2-g2 Hc3-c2 6. d4xc5 Bf8xc5 16. Rf3xe5 Bd6xe5 7. a2 - a3 a7 - a6 17. f 2 - f 4 Be5 - c7 og nvitur gaist upp. 8. b2 - b4 Bc5 - d6 18. e3 - e4 Ha8 - c8 9. Bcl-b2 0-0 19. e4 - e5 Bc7 - b6 + Eitt hik getur eyðilagt 10. Ddl - d2 Dd8-e7 20. Kgl - hl Rf 6 - g4 beztu soknarmöguleikana. SKEMMTUN fyrir 1. bekk Laugardaginn 17. nóv. var haldin hér í skólanum skemmtun fyrir 1. bekk. Skemmtunin hófst kl. 6 stundvíslega með því að Hallgrímur Sveinsson flutti ávarp og kynnti atriðin. Fyrst var lesið upp úr verkum H. C. Andersens, og af því loknu voru sýndar kvikmyndir. Friðrik Friðriksson, l.-A, sá um það. Myndirn- ar sem hann sýndi voru : Bud Abott and Lou Costello í körfubolta, "Björgun af ísjaka", en það er mjög vel tekin og skemmtileg mynd, teiknimynd með "Villa i Spætu", og að lokum "Aboutt og Costello" mynd. Að loknum skemmtiatriðum var dans- að, og var það aumasti dans, sem ég ( hefi séð. Ég get ekki skilið hversvegna ; menn koma á dansæfingar og dansa ekki | neitt. Síðar um kvöldið fór fram "Ása- j danskeppni", og voru verðlaun veitt. LESENDUR LÁTIÐ ÞÁ, SEM AUGLÝSA í BLYSINU NJÓTA VIÐSKIPTA YKKAR ÖÐRUM FREMUR

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.