Kaupmennirnir og KRON - 15.10.1940, Blaðsíða 1

Kaupmennirnir og KRON - 15.10.1940, Blaðsíða 1
Kaupmennirnir ©g’ KROI Það er tvennt, sem hefur vakið meiri og almennari at- hygli í Reykjavík og nágrenni heldur en flest annað nú um langt skeið: Haustmarkaður KRON, sem selur ýms- ar innlendar vörur með stórum lægra verði heldur en al- mennt gerist í verzlunum og hin mikla verðlækkun, sem nýlega hefur orðið á allmörgum útlendum nauðsynja- vörum. Og það eru engin undur, þó að neytendur gefi þessum tíðind- um öllu meiri gaum en flest- um öðrum. Hin sívaxandi dýr- tið undangenginna mánaða hefur, sem vonlegt er, gert margan manninn trúlítinn á lækkandi vöruverð í náinni framtíð, og það bezta, sem neytendur yfirleitt munu hafa vonað, var að járngreipar hinn- ar geigvænlegu verðhækkunar hertu ekki á takinu til stórra muna frá því, sem verið hefur. En hvað sem því líður: Verð- lækkun hefur þegar orðið á all- mörgum þýðingarmiklum nauð- synj avönitegundum, útlehdum og innlendum. Þetta er auðvit- að öllum neytendum ánægju- efni og mikill fjárhagslegur á- vinningur,en jafnframt má gera ráö fyrir, að margir velti fyrir sér þeirri spurningu, hvaða á- stæður liggi til grundvallar þessari óvæntu og þægilegu til- breytingu í viðskiptalífinu. Það er einmitt tilgangurinn með þessu greinarkorni, að rekja í megindráttiim ástæð- urnar til verðlækkunarinnar, því að þær eru á marga lund svo athyglisverðar fyrir neytendur, að rétt er að gera þeim nokkur skil. II. Skal þá fyrst vikið að nokkr- um staðreyndum í sambandi við þessa verðlækkunaröldu, sem gott er að festa sér í minni. 1. Föstudaginn 27. sept. s. 1. opnaði Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis haustmarkað með ýmsar innlendar matvörur, sem það selur við lægra verði en venjulegt er. Munar jafnvel helmingi á verði sumra vöru- tegunda. Nú er það alkunnugt, að blöð- in bera yfirleitt mikla um- hyggju fyrir velferð neytenda eða svo virðist að m. k. eftix skrifum þeiTra að dæma, þegar þau bannsyngja dýrtíðina í Reykj avík. Með tilliti til þessa vinarþels blaðanna í garð almennings, var tíðindamönnum frá Morg- unblaðinu, Alþýðublaðinu, Þjóð- viljanum, Vísi, Nýju landi, Tím- anum og Framsökn boðið til að athuga markaðinn, strax þegar hann var opnaður, til að kynn- ast vörum og vöruverði, húsa- kynnum, afgreiðsluháttum o. s. frv., svo að þau gætu að því loknu svalað ;>jálfum sér og þjökuðum neytendum með tíð- indum um lægri dreifingar- kostnað og vöruverð heldur en aðrar verzlanír í Reykjavík hafa talið sér fært að bjóða. Tíðindamenr.irnir mættu frá öllum blöðunum nema Vísi, en hann átti tal um. þetta efni við fulltrúa frá KRON í skrifstofu blaðsins. 2. Það næsta, sem skeði í verðlækkunarmálinu, var að Kaupfélagið auglýsti lækkað verð á rúgmjöli í smásölu, úr kr. 0.60 niður í kr. 0.48 pr. kg., eða sem nam 20% afslætti. Var það laugardag 28. og sunnudag 29. sept. 3. Mánudag 30. sept. og þriðjudag 1. október auglýsti Kaupfélagið lækkað verð á vör- um í heilum sekkjum og gat þess, að verðlistar væru i mat- vörubúðunum, þar sem allir ættu kost á að sjá þá. 4. Þriðj udaginn 1. okt. lét kaupfélagið bera flugmiða í hús hér í Reykjavík með verði á ýmsum komvörutegundum og sykri — og hvatningu til neyt- enda um að nota sér hið lága verð til að birgja sig upp fyrir veturinn. 5. Miðvikudaginn 2. okt. tek- ur Félag matvörukaupmanna rögg á sig og auglýsir lækkað verð í smá&olu á þeim vörum, sem KRON haiði áður auglýst að fengjust ódýrar í heilum sekkjum. Sama dag auglýsti KRON einnig sama verð og kaupmenn á vöru í smærri skömmtum, og til viðbótar 5% afslátt í pöntun og tekjuafgang eftir árið, sem ganga má út frá að verði 7% skv. venju. Er smá- söluverð KRON til félagsmanna þannig nálægt 12% lægra held- ur en verð kaupmanna, að þessu hvoru tveggja meðtöldu. III. Séu framangreindar stað- reyndix athugaðar, verður ekki dregið í efa, hver það er, sem hefur haft forgöngu um þá miklu verðlækkun, sem nú er orðin. Kaupfélagið stofnar markað með innlendar vörur og selur þær ódýrara en algengt er — og hefur ekki enn þá fengið neinn sambærilegan keppinaut í þeim greinum við- skiptanna, svo að vitað sé. Með útlendu vörurnar gegn- ir sama máli, að því leyti, að það er kaupfélagið, sem gengur á undan og lækkar verðið, en kaupmenn koma á eftir og fara líka að selja sömu vörutegundir ódýrt. Kaupfélagið hefir séð sér fært að lækka verðið á innlendu vörunum með því að taka upp hagkvæmari dreifingaraðferðir. Útlendu vörurnar lækka það í verði í fyrsta lagi vegna þess, að þær eru ódýrari í' innkaupi heldur en áður var, en hins vegar líka á þann hátt að hafa álagninguna enn þá minni heldur en áður. Og það hefur gert þetta vegna þess, að það álítur mjög áríðandi, að hvert einasta heimili, sem nokkur tök hefur á slíku, safni sér sem mestum og beztum vetrarforða. Er það ekki sízt með tilliti til hins óvenjulega ískyggilega útlits, sem nú er framundan. Vörurnar auglýsti það af ásettu ráði í heilum sekkjum til að hvetja til söfn- unar og einnig með tilliti til skömmtunarinnar, sem nú er hvað komvörur snertir fyrir 5 mánuði. Má af þessu sjá, að Kaupfé- lagið kostar kapps um, að standa vel á verði og gegna sem bezt hinu mikla hlutverki, að hamla á móti dýrtíðinni, eins og framast er unnt. Um þátt kaupmanna í þessu verðlækkunarmáli verður ekki fjölyrt að þessu sinni. Eins og ætíð verður, þar sem kaupfélög og kaupmenn starfa í sama bæ eða byggðarlagi, verður holl og nauðsynleg samkeppni milli þessara tveggja aðilja. Þar sem ekkert kaupfélag er, mynda kaupmenn venjulega samtök um verð, sem er neyt- endum til stórra muna ó- hagstæðara heldur en þar sem heilbrigð samkeppni fær að njóta sín, og má telja mjög lík- legt, að svo hefði farið að þessu sinni hér í Reykjavík, ef ekkert kaupfélag hefði verið til að knýja verðlækkunina fram. Að minnsta kosti má ráða það af því, að ekki var farið að brydda á neinni hreyf- ingu um verðlækkun meðal kaupmanna, fyrr en Kaupfélag- ið var búið að auglýsa sitt lága verð. Einnig er rétt að almenn- ingur viti það, að ýmsir kaup- menn voru meira að segja mjög gramir, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið, yfir verðlækk- uninni hjá KRON, og létu sumir hverjir það ótvírætt í ljós. Verð- ur þessi gremja ekki skilin á annan veg, en að þeir hiriir sömu hafi einmitt verið verð- lækkuninni mótfallnir. En nóg um það. Hér verður ekki meira sagt um þá hlið málsins, fyrr en fleiri ástæður gefast til, og verður þá þessi saga sögð öllu ýtarlegri. IV. Ekki verður komizt hjá að víkja að merkilegu atriði, sem snertir það, er minnst hefur verið á hér að framan, en það er afstaða blaðanna til þessara atburða. Eins og áður er sagt, lítur út fyrir, að þau beri mikla umhyggju fyrir því, að vöru- verðið hér í bænum sé lágt. Líður varla svo dagur, að þau aumki ekki neytendur í tilefnl af dýrtíðinni, oft með hinu lit- ríkasta orðskrúði. Af þessum ástæðum mátti Kaupfélagið auðvitað gera ráð fyrir hinum lofsamlegustu um- mælum allra blaðanna um haustmarkaðinn, sem selur ódýrar íslenzkar matvörur, og ekki var heldur hægt annað en að búast við, að ánægja þeirra færi heldur vaxandi, eftir að KRON lækkaði verðið á útlendu

x

Kaupmennirnir og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupmennirnir og KRON
https://timarit.is/publication/1876

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.