Kaupmennirnir og KRON - 15.10.1940, Blaðsíða 2

Kaupmennirnir og KRON - 15.10.1940, Blaðsíða 2
2 Kaintmeimiriiir og RROX, vö'runum, einkum þó, þegar þess er gætt, að slíkt vexð var fyrst í stað ekki auglýst eða á nokkurn hátt tilkynnt af nein- um öðrum verzlunum í bænum. Þegar maður flettir blöðum síðustu daganna, kemur í ljós, að þau hafa gripið mjög mis- jafnlega og sum í raun og veru mjög einkennilega á þessum málum. Mörg þeirra létu að vísu ekki á sér standa að færa neytendum þegar í stað þann gleðiboðskap, sem felst í tíð- indum um lækkað verð á lífs- . nauðsynjum, en önnur tóku þann kostinn að steinþegja meðan Kaupfélagið var eitt um að selja ódýrt, alveg eins og þau gerðu ráð fyrir, að lesendur þeirra varðaði litlu að vita, að svo ódýr varningur stæði til boða. Síðar — þegar kaupmenn eru farnir að fljóta í kjölfar Kaupfélagsins — þakka þessi sömu blöð félagi matvörukaup- manna mjög innilega fyrir verð- lækkunina. S. 1. miðvikudag, þegar kaupmenn höfðu í verki viðurkennt þá staðreynd, að ekki þýddi annað en að semja verðlag sitt með nokkurri hlið- sjón af verði Kaupfélagsins og lúta þannig lögmálum frjálsrar samkeppni, kemur fyrst hljóð úr horni hjá einu blaðanna, (Morgunblaðinu), sem áður hafði forðast að minnast á all- ar verðlækkanir Kaupfélagsins. „MIKIL VERÐLÆKKUN Á MATVÖRUM OG SYKRI,“ segir það í feitletraðri fyrirsögn, en i greininni, sem á eftir fer, er hvergi getið um þátttöku KRON í þeirri verðlækkun, hvað þá heldur, að það hafi gengið á undan kaupmönnum og verið þeim til fyrirmyndar. Sama dag — og þá fyrst — birtist einnig grein í öðru dag- blaði (Vísi), um verðlækkunina, og er hún mjög í sama anda. Allt gert til að láta líta svo út sem að kaupmenn hafi haft for- ystu í málinu en ekki Kaupfé- lagið. Segir orðrétt í greininni: „Eiga matvörukaupmenn:i: þakk- ir skilið fyrir það, hve fljótt þeir* hafa brugðið við og látið al- menning njóta góðs af verð- lækkuninni, einkum þar sem fimm mánaða úthlutunin kom til framkvæmda í gær.“ Þetta er lítið sýnishorn af blaðamennskunni, að vísu þar sem hún er einna bágbornust. Rétt er jafnframt að taka það fram, að sjálft útvarpið missti * Leturbr. hér. annan fótinn niður í sama fenið og blöðin. Það minntist vel og réttilega á haustmark- að Kaupfélagsins, en þegar að því kom að skýra frá verð- lækkuninni á útlendu vörunum, varð ekki annað ráðið af frétt- inni en að kaupmenn væru einir um þá lækkun. En þetta getur maður kallað nægjusemi hjá blöðunum með frammistöðu kaupmanna og furðu mikla þolinmæði hjá þeim og útvarpinu, að bíða með að segja frá jafn merkileg- um tíðindum og stórkostlegri verðlækkun á nauðsynj avörum alla leið frá mánudegi til mið- vikudags, unz kaupmenn eftir töluverð fundarhöld höfðu kom- ið sér saman um að ganga þann veg, sem Kaupfélagið hafði vís- að þeim. V. Neytendur í Reykjavík hafa nú enn á ný fengið mjög greini- legar sannanir fyrir því, hversu nauðsynlegt það er, að þeir séu sjálfir nokkurs ráðandi í verzl- unarmálunum. Ennþá er í fersku minni hin mikla verðlækkun á matvörum, sem Kaupfélagið knúði fram í árslok 1937, og enn þá muna Reykvíkingar og ná- grannar þeirra eftir kolainn- flutningi Kaupfélagsins, sem sannfærði kolakaupmennina til bráðabirgða um það, að rétt væri að selja kol með hóflegra verði heldur en þeir höfðu gert fram að þeim tíma. Hér er fátt tínt til af dæmum, sem öll stefna að sama marki. — En þessi nýjasta sókn neytendasamtakanna á hendur dýrtíðinni í Reykj avík er notadrjúg röksemd til viðbótar við það, sem áður er komið, til að sanna það, að „sjálfs er hönd- in holIust.“ Iimlánsdetlcl KRON ávaxtar sparifé f éla gsmaima ges'n bcztu fáanlegu vaxtakjörum. Útg.: Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. • Prentsmiðjan Edda h.f. — 1940 Skólaföt < * o o o o O o I > (» o sanrnnð með stntt- uiii fyrirvara. Naumastofa k Ifi O \ Alþýðuhúslnu. Inntökugjald í KRON er kr. IO.00 Engín samábyrgð er í íélaginu r I búðum KRON eru neytendurnír húsbændur &__ l Sjóstígvél \ Karlmannaskór ; : Barnaskór Skóbúð KRON : Bankastræti 2

x

Kaupmennirnir og KRON

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupmennirnir og KRON
https://timarit.is/publication/1876

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.