Heimili og skóli - 01.12.1955, Blaðsíða 8
116
HEIMILI OG SKÓLI
skitnum, rifnum og gráðugum krökk-
um og þess háttar.
Við gætum ef til vill verið ofurlít-
ið sammála bæði þeim, sem geðjast
og geðjast ekki að börnum þessum.
Ef til vill gæti samúð vor og andúð
sumpart verið því háð, hve mikið við
sjálf höfum aflögum til að mæta af-
lögu-krafti barnanna, og sumpart háð
því, hvernig þessi aflögu-kraftur kem-
ur í ljós? (birtist). Og ef til vill gætu
jákvæð eða neikvæð viðbrögð vor
aftur haft áhrif á börnin? Þannig að
þau beiti rögg sinni og tápi á ólíkan
hátt eftir því, hvaða andrúmslofts þau
verða vör umhverfis sig.
II.
Hvers getum við vœnzi af börnum
á þessu ,,gelgju-skeiði“ — og hver
áhrif höfum við á þnu, við, sem eigum
að vera þeirra „miljö“? (samfélag og
umhverfi).
Allt bernskuskeiðið hafa samvistir
barnsins við umhverfi sitt síaukizt.
Barnið víkkar veraldarsvið sitt, það
heldur út í heiminn, áður en það
kemst á fót, það heldur lengra og
lengra, nálgast fleiri og fleiri hluti.
Það mætir nýju fólki, ekki aðeins
mömmu og pabba, heldur einnig
frændum og frænkum, afa og ömmu,
póstsendli, búðarfólki, lögregluþjóni
o. s. frv. Og því fleira fólk sem barnið
hittir, því fleiri hluti sem það fær í
hendur, því meiri verða skilyrðin til
þess, að það lendi í árekstri við ein-
livern, skemmi eitthvað eða eyðileggi,
— því fleiri verða „núningsfletirnir“.
Þess vegna verða sífellt fleiri árekstr-
ar bernskuáranna, og árekstrarnir
verða sífellt harðari, þar sem hinir
fullorðnu sjá nú ekki lengur fyrir sér
„sætan barnsanga og yndislegan“,
heldur „stóran slána“, jafnframt því
sem barnið verður fjölorðara og beit-
ir því við árekstrana, og verður einnig
öflugra í árekstrunum.
Því miður breytast ekki börnin og
kröfur vorar til barnanna samstiga (í
takt). Oss fullorðnu hættir svo við að
halda, að það að vaxa sé sama sem að
verða stærri og stærri, betri og betri,
duglegri og duglegri, líkjast meir og
meir hinum fullorðnu og verða meir
og meir í samræmi við kröfur full-
orðinna. Þess vegna aukum við árlega
ofurlítið kröfur vorar til barnanna.
„Þú sem ert svo stór“, er sagt. Og
margt, er við gátum liðið yngri börn-
um, þolum við alls ekki þessum
stóru. Það er hættulegra að sjúga
fingur núna, en meðan barnið var
lítið, verra að gleyma að þakka, alvar-
legra að berja minni félaga sinn, ljót-
ara að vera óhreinn í eyrunum núna.
— Og hið versta er einmitt það, að
vöxtur fylgir alls ekki stigrétt og
stöðugt frá betra til enn betra í aug-
um fullorðinna. Vöxtur gengur
skrykkjótt og kippótt, og „þroskun“
er oft einmitt í því fólgin, að maður
varpar útbyrðis mörgu af því, sem
hann hefur lært, og lendir í því
breyti-viðhorfi að vera í minna sam-
ræmi við kröfur og háttu fullorðinna.
Oss fullorðnu virðist þetta afturför,
og við verðum oft skelkuð og rugluð,
þegar barnið, sem áður var svo dug-
legt, er það alls ekki lengur. Þegar
kröfur vorar aukast, og börnin sam-
tímis fylgja miður reglum þeim, er
þau hafa fengið, já, þá verður stund-
um munurinn á því, sem við bjugg-