Heimili og skóli - 01.10.1968, Side 16

Heimili og skóli - 01.10.1968, Side 16
Mánaðarblaðið Eining 25 ára Á þessa ári eru liðin 25 ár síðan mánað- arblaðið Eining hóf göngu sína. Fyrsta blaðið kom að vísu út í nóvember árið 1942, en útgáfan er talin hefjast með ár- inu 1943. Ritstjóri Einingar hefur alla tíð verið Pétur Sigurðsson, hinn sívakandi og eldheiti umbótamaður, mannræktarmaður og bindindishetja. Tildrögin að stofnun blaðsins segir rit- stjórinn verið hafi þau, að fjögur félaga- sambönd : Stórstúka Islands, Ungmenna- félag íslands, Samband bindindisfélaga í skólum og íþróttasamband íslands höfðu haft samvinnu um bindindisdag og fleira. Þessir aðilar afréðu því að gera tilraun með útgáfu á blaði, sem fyrst og fremst fjallaði um bindindisstarfsemi. Þegar til framkvæmda kom, virtist enginn þessara aðila vera sjálfkjörinn til að hafa þarna forustuna, né aðstöðu til þess. Það fór því svo, að Pétur Sigurðsson tók að sér rit- stjórnina. Var það vel ráðið, því að vafa- mál er, að Eining hefði lifað fram á þenn- an dag í höndum nokkurs annars manns. Svo mikla elju, fórnfýsi og dugnað hefur ritstjórinn sýnt í sambandi við þetta blað. Seinna bættust svo fleiri aðilar við í þessari samvinnu, svo sem Prestafélag ís- lands, Samband íslenzkra barnakennara, Áfengisvarnarnefnd kvenna og Alþýðu- samband íslands. Var þá mynduð sam- vinnunefnd um blaðið og stóð svo í 10 ár. Enn sem fyrr hvíldi þó allt starfið og öll ábyrgðin á ritstj óranum, og meðal annars það að sjá um allt efni í blaðið. Hvað er svo mánaðarblaðið Einingin? Hvers konar boðskap flytur það? Það er 108 HEIMILI OG SKÓLI kannski fyrst og fremst bindindisblað, sem berst fyrir bindindi á öllm vígstöðvum. En það er miklu meira. Því er ekkert óvið- komandi, er varðar menningu almennt, siðgæði, trú og heilbrigt líferni á öllum sviðum. Eining hefur verið samvizka þjóð- arinnar um 25 ára skeið í öllum þessum efnum, að svo miklu leyti, sem hún hefur náð til hennar. Á yngri árum ferðaðist Pétur um þvert og endilangt landið, flutti þrumandi ræður um áhugamál sín og hreif áheyrendurna. Hann fyllti öll samkomuhús hvar sem hann kom. Hann er flugmælskur og hreif fólk- ið með sér, vakti það til dáða og dreng- skapar. Pétur skildi eftir sig frá þeim ár- um mörg spor í menningu þjóðarinnar, sem ekki hafa enn máðst út. Það fundu all- ir, sem hlustuðu á Pétur á þeim árum, að hugur fylgdi málum. Þess vegna vildu menn hlusta á hann. Hann komst ekki allt- af hjá því að flytja ádeilur, eins og títt er um umbótamenn. En rauði þráðurinn í boðskap hans var þó jákvæður. Hann var byggður á bjargi kristinnar trúar, væri hún alltaf lögð til grundvallar, kom allt hitt af sjálfu sér. Síðan Pétur hætti að ferðast um og flytja eldheitar ræður, hefur hann notað Einingu sem boðbera sinn og enn er það trú og bindindi, sem eru sterkasti þáttur- inn í boðskap hans. Eg býst því miður ekki við, að Einingin sé eins útbreidd og skyldi. Blað, sem skrifað er af svo mikilli siðferðilegri alvöru, hlýtur að skilja eftir einhver siðbætandi áhrif. Pétur hefur treyst á málstað sinn og aldrei

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.