Heimili og skóli - 01.12.1969, Blaðsíða 9
á pappír. Með óþroskaöri börnin þarf þetta
að byrja með talæfingum.
Mér þótti, sem um afturför væri að ræða
þau rúmlega 40 ár, sem ég var við skóla.
Afturför í frásagnargleði og frásagnarlist.
Eg hef oft vakið athygli á þessari hættu,
sem málinu væri þarna búin. Ég endurtek
það enn, að höfuðástæðan fyrir þessari aft-
urför er sú, að það er talað of lítið við
börnin heima á heimilunum. Þetta er því
um leið ákæra á hendur heimilunum.
Þetta þurfa skólarnir að bæta upp, ef það
er þá mögulegt, með meiri og markvissari
kennslu í skriflegri íslenzku, allt frá sjá ára
aldri. Ég hygg, að það sé nokkuð algengt
í skólum, að börn séu ekki látin gera frum-
samdar, skriflegar æfingar fyrr en í 9 ára
bekkjum. Þetta nær ekki nokkurri átt. Það
er búið að sóa miklum og dýrmætum tíma
frá kennslu í skriflegu móðurmáli á þennan
hátt. Annars skal ég geta þess í leiðinni, að
það er skoðun mín að 9. skólaárið sé ekki
nýtt nærri því sem skyldi.
En aðalatriðið er að hefja kennslu skrif-
legrar íslenzku til vegs í skólanum. Eeggja
höfuðáherzluna á að kenna börnunum að
skrifa fallegt mál„ sem er þá um leið rétt
mál. Glæða málsmekk þeirra, en hann glæð-
ist ekki með eintómu stafsetningarstagli,
þótt ég vanmeti ekki þá kennslu.
í þessu efni er ágætt að byrja á sendi-
bréfum, lýsingum á dýrum, eða einhverjum
atburðum. Þetta þarf raunar ekki að segja
kennurum. En það er annað, sem þeir þurfa
að muna, að leggja ekki meiri áherzlu á
stafsetninguna en stílagerðina á prófunum.
Það getur, þegar frá líður haft örlagaríkar
afleiðingar. Sá á að hljóta mesta viður-
kenningu á prófum, sem skrifar fallegast
og réttast mál, hvað sem stafsetningunni
líður.
H. J. M.
TIL GAMANS
Sagnfræðingurinn John Saltmarsh við Cam-
bridgeháskólann í Englandi heldur því fram að
stuttu pilsin hafi mjög bætandi áhrif á hljóðburð-
inn í skólakapellunni. Hann segir: ,,Fyrr meir
drukku síðu pilsin í sig allt of mikið af söng- og
orgeltónum kapellunnar, en nú á tímum, þegar
stúdínurnar fara í kirkju í lærapilsum, er kominn
miklu fegurri og betri tónn, bæði í söng og orgel-
leik.“
★
Louis Mountbatten jarl er barnabarnabarn Vikt-
oríu drottningar, og því frændi Elísabetar drottn-
ingar og Philips prins. I heimsstyrjöldinni var
hann yfirmaður alls herafla bandamanna í Suð-
austur-Asíu, og varð síðan undirkonungur á Ind-
landi. „Eg minnist Gandhi með miklu þakklæti,“
segir hann. „Gandhi varð ákaflega hrifinn, þegar
Philip prins trúlofaðist þáverandi prinsessu Eng-
lands. Hann skrifaði mér: ,Það gleður mig að
frændi yðar ætlar að kvænast tilvonandi drottn-
ingu. Mig langar til að gefa þeim einhverja brúð-
argjöf, en ég á ekkert. Hvað get ég gefið þeim?‘
Ég skrifaði honum aftur: ,Þér eigið ekkert, en
þér eigið spunarokk. Setjið hann í gang og spinn-
ið handa þeim einhverja gjöf.‘
Og Gandhi óf dúk. Ég sendi Elísabetu prinsessti
hann ásamt þessum orðum: ,Læsið hann inni
ásamt öðrum dýrgripum krúnunnar‘.“
★
Eftir langar og miklar fortölur tókst áróðurs-
stjóra flokksins að fá bóndagarm einn til að ganga
í flokkinn. Þegar gengið var frá því spurði áróð-
ursstjórinn:
„Viltu þá gefa okkur hestinn þinn?“
„Auðvitað....“
„Og kýrnar þínar?“
„Að sjálfsögðu.“
„Og kálfana og geiturnar.“
„Já, já.“
„En hvað með hænsnin?“
„Nei, ekki hænsnin....“
„En þegar þú hefur nú gefið okkur allt hitt.
Hvers vegna viltu þá ekki gefa okkur hænsnin?“
„Ja, það er vegna þess, að ég á engin hænsni.“
HEIMILI OG SKOLl 125