Heimili og skóli - 01.12.1969, Page 10

Heimili og skóli - 01.12.1969, Page 10
ALLEN RANKIN : hjf þúsund barno móðir Ray Stone þurfti enga flautu á lögreglu- bílinn sinn, þegar hann seint um kvöld í janúar 1968 ók með þrjú börn til bæjarins Ashland í Kentuci. Tvö þau yngri, Ginny, þriggja ára og Tim, fjögurra ára, öskruðu hærra en nokkur bílflauta. En Liz, systir þþeirra sat hjá þeim, talaði ljótt og horfði illskulega á bílstjórann, sem ók þeim. Stone tók sér það ekki til. Faðir þeirra var í fang- esi fyri rflakk, ennþá einu sinni .... móðir þeirra var ofdrykkjukona, en var nú horfin til að drekka út barnameðlagið. Stone hafði fundið börnin alein heima í skúrræfli, sem hafði verið heimili fjölskyldunnar, í kulda og myrkri. Þar höfðu þau setið og hniprað sig saman til að halda hita hvort á öðru. En þrátt fyrir þessar hörmulegu aðstæður bjóst Stone ekki við því, að börnin kærðu sig um afskipt lögreglunnar af þeim. Þess vegna reyndi hann að láta sem hann heyrði ekki hinn átaklega grát barnanna. Hann andaði því léttara, þegar hann ók upp að gömlu húsi, hlöðnu úr múrsteini í Ashland. Þótt framorðið væri — það var komið fram yfir miðnætti — voru aðal- dyrnar samstundis opnaðar og geðþekk, gráhærð kona tók tvö minnstu börnin sér í fang: „Svona — svona — svona!“ sagði hún með mildum rómi, og grátur barnanna hætti skyndiega. En við hina háfvöxnu systur þeirra sagði hún: „Viltu ekki einnig koma inn og vera hjá mér í nokkra daga?“ Uppreisnar- og þrj ózkusvipurinn hvarf úr anditi Liz. Þetta var í fyrsta skipti, sem nokkur mannleg vera hafði boðiS henni að koma inn í hús sitt og vera gestur sinn. Þessi þrjú börn gengu nú öll inn í húsið, og það var eins og steini væri létt frá hjarta Stone, því að hann vissi, að þessi börn myndu verða aðnjótandi sömu ástúðar og umhyggju og hin börnin 50, sem þegar höfðu eignast heimili í þessu húsi, og sváfu þar nú værum svefni 126 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.