Heimili og skóli - 01.12.1969, Síða 14

Heimili og skóli - 01.12.1969, Síða 14
við annað fólk og ekki leyft henni að ganga í skóla. Hún líktist því meira villidýri en mannlegu barni, þegar hún kom í barna- heimili Rameys. ÞaS var rétt fyrir páska og Ramey lét það verSa sitt fyrsta verk að kaupa alklæSnaS handa Florrie. ... Fyrstu fallegu fötin, sem hún hafSi nokkru sinni eignazt. Þegar sveitarstjórnin lagSi það til, að Florrie yrði send á heimili fyrir van- gefnar og vanræktar telpur, risu hárin á Ramey. „Mér virðist,“ hreytti hún úr sér, „að þaS sé ekki sök Florrie, að hún er langt á eftir öSrum börnum, að þroska og þekk- ingu.“ Geirþrúður kom því til leiðar, aS Florrie, sem hvorki kunni aS lesa né skrifa, var sett í venjulegan barnaskóla. Og þá kom það í lj ós að stúlkan var svo vel gefin, að hún lauk við námsefni 12 deilda á fjór- um árum, og endaði með því að ljúka góðu prófi. Einu ári síSar stóS GeirþrúSur fyrir brúðkaupi hennar og nú er hún hamingju- söm eiginkona verzlunarmanns eins í sínu byggðalagi. ViS annaS tækifæri sagði GeirþrúSur innflytjendayfirvöldunum stríð á hendur, þegar því var haldið fram, að eitt barna hennar, 12 ára gömul mexikönsk telpa, hefði verið flutt ólöglega til Bandaríkjanna, vegna þess að foreldrarnir hlupu frá henni. Það endaði á þann hátt, að Geirþrúður skaut máli sínu til Hvíta hússins, og vann ekki aöeins stríðið, heldur var formlega boðið að koma í heimsókn til Eisenhowers forseta ásamt fimm af fósturbörnum sínum, sem hún valdi úr hópnum til að fara í þessa mikilvægu heimsókn. Hún bjó til og seldi karamellur til að afla fj ár til þessarar ferð- ar. Seinna var Geirþrúður heiðruð á sama hátt. Þá var það Kennedy forseti, sem bauð henni og enn síðar Johnson forseti, þegar hann heyrði hvað hún hafSi gert fyrir lýð- ræðið í landinu og til að vinna fyrir al- menn mannréttindi með því að gerast móð- ir barna af mismunandi kynþáttum, svo sem hvíta menn, Kínverja, Svertingja og Indverja. Greitt með kcerleika. Barnaverndarnefnd- ir í Kentucki hafa hvað eftir annaS látið þá skoðun í ljós, að það ætti að búa Geir- þrúði miklu betri ytri skilyrði en hún hef- ur nú. ÞaS ætti meðal annars aS leggja henni til meira þjónustulið og meÖal ann- ars sérmenntaða sálfræðinga, nú sem stend- ur er fast þjónustulið ekki annað en ein kona, sem vinnur kauplaust eins og hún sj álf. Flestir eru annars sammála Mc Cullough ritstjóra er hann segir: „ÞaS, sem gerir fearnaheimili Geirþrúöar svo einstakt í sinni röð, er það að það er gjörsamlega laust við alla sérfræði þjónustu. Eg á við, að það hefur allt, sem með þarf. . . . rými handa hverju barni, sem er í nauðum statt, leiðtoga, sem setur hið mannlega í hásætið, og hlýtt og ástríkt andrúmsloft heimilisins.“ Jafnvel þótt Geirþrúður Ramey, hafi aldrei krafizt neinna launa fyrir starf sitt (hún fær þó ofurlitla einkavasapeninga frá bróSur sínum) heldur hún því fram, að hún hafi hlotið ríkuleg laun. Einu sinni á ári hefur hún „opið hús“, og íbúar staSar- ins streyma þangað til að þakka henni starf hennar. Hundruð af Ramey-börnum, sem nú er orðið fullorðið fólk, og getur fyrir löngu séð um sig sjálft, senda henni smá- gjafir eða þakkarbréf á jólum og afmælis- degi hennar. „En bezt af öllu er þó þaS,“ segir hún sjálf, „að ég hef hlotið það, sem ég óskaði mér heitar en nokkuð annað: Stór, fyrirferðarmikil og hávaðasöm fjöl- skylda, þar sem enginn, ekki heldur ég sjálf, þarf nokkru sinni að finna til einsemdar.“ H. J. M. þýddi. 130 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.