Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 17

Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 17
einni enskri „Einn af okkur“ er gefin mjög hjartnæm lýsing af fjölskyldubarnaheimili, þar sem eitt barnið er mjög treggáfuS stúlka. „MóSirin“ og hin börnin taka hana öll aS sér og gleSjast yfir hverjum sigri hennar og framförum. Slík skilningsrík af- staSa er óendanlega mikilsvirSi fyrir börn- in, á hvaSa aldri sem er. ÞaS andrúmsloft, sem stundum ríkir í „hópnum, aS allir séu á móti öllum hefur lítil verSmæti í sér fólg- ið. Það er áríðandi að fullorðna fólkið til- einki sér hina fyrrtöldu afstöðu hvert gagn- vart öSru. Börn eru fljót að fá veður af þeirri afstöðu, sem fullorðna fólkið hefur hvort til annars, jafnvel þót þau skilji þaS ekki af orSum þeirra einum. Þegar barn frá barnaheimili kemur í skólann, verSur þaS þess fljótt vart, aS það er ekki eins og hin börnin. ÞaS býr ekki heima hjá foreldrum sínum. ÞaS mætir kannski óþarflega mikilli og yfirdrifinni samúð, kannski líka tortryggni, en einnig ósvikinni vinsemd og skilningi. ViS hjálp- um barninu bezt með því að reyna aS byggja upp heilbrigða og eðlilega afstöðu til eigin stöðu í samfélaginu. Það, að búa á barnaheimili, á ekki aS vera neitt til að skammast sín fyrir, það á heldur ekki að ala með sér neina sjálfsmeðaumkvun. Hér geta menn utan stofnunarinnar gert mikið gagn. Barn í barnaheimili er alveg eins og önnur börn, og þannig vill barnið sjálft helzt, aS á það sé litiS. AÐ VELJA MENNTUNARLEIÐIR OG ATVINNU. Brezk nefnd, sem starfaði á vegum barna- verndarnefndanna, lagði fram álit sitt árið 1948. Nefndarmenn héldu því fram, að at- vinnumöguleikar barna, sem alast upp á barnaheimilum, væru mjög takmarkaðir. ASeins fáir unglingar eiga þess kost aS læra einhverja iðngrein eða framhaldsnám. ViS höfum ekki tölulegar upplýsingar um þessi mál hér á landi, en það er ástæða til að ætla, að ástandið sé ekki heldur gott hér. Sú námsskrá, sem nær til allra barna í landinu er á þá leið: að sérhver ungling- ur skuli hljóta menntun í samræmi við gáf- ur sínar og áhugamál. Þetta á einnig við um þau börn, sem alast upp í barnaheimil- um. Þau eiga líka að hljóta jafngóða mögu- leika til að bjarga sér sjálf í atvinnulífinu og önnur börn. Það er sannarlega mikilvægt að þessir unglingar, hann eða hún, komist í störf, sem þau sætta sig við. ÞaS hefur úrslita- áhrif á framtíð þeirra. Þar sem til eru prentaðar leiðbeiningar í þessum efnum eða ráðgefandi stofnanir, geta þessir ungl- ingar fengið verðmæta hjálp. Barnið sjálft atvinnu, leiðbeinandinn, kennararnir og forstöðumenn barnaheimilanna verða að hjálpast að til að finna réttu leiðina. Þegar um er að ræSa framhaldsnám við gagn- fræðaskóla eða háskóla, getur verið erfitt að kljúfa þetta nám f j árhagslega. En það er þó um margskonar hjálp að ræða, t. d. alls konar styrki, sem getur komið gáfuS- um unglingum að miklum notum, og gert þeim kleyft aS stunda það nám, sem hug- urinn stendur til. Ungar stúlkur og piltar eiga sér oft sína „draumastöðu“, sem þau hafa valið sér, án þess að gera sér grein fyrir, hvað til þess þarf. Þar á meðal eru oft störf, sem litlar líkur eru á að unglingarnir ráði við. Ef þau leggja mikið kapp á þetta, er ekkert á móti því að láta þau reyna í sér þolrifin. Róm- antískar hugmyndir eru oft fljótar að hrynja, þegar komizt er í kynni við veru- leikann. Þegar unglingarnir finna sér stað í skól- HEIMILI OG SKÓLI 133

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.