Heimili og skóli - 01.12.1969, Blaðsíða 20
stökk, eða sneri sér í hring. Karin, sem
aldrei var kyrrlát, sem talaði í sífellu og
hló, söng eða masaði. Var hún í raun og
veru dáin? Þegar mér varð Ijós þessi beizki
sannleikur, hlaut það að valda sársauka.
Þetta myndi ýfa upp allar þær sorgir, sem
ég áður hafði orðið að þola. Hann myndi
þrengja sér inn í sjálfa mig og valda mér
þjáningum. Ég varð að reyna að koma í
veg fyrir þetta með einhverjum hætti.
Þegar maður hefir lifað í 70 ár, virðist
ekki ósanngjarnt, að manni sé hlíft. Ætt-
um við ekki að fá að lifa í friði? Væri ekki
sanngjarnt að við fengjum að vera laus við
sorgir, eða halda þeim í hæfilegri fjarlægð.
Snerta ekki við sárustu kviku tilfinning-
anna, og forða sjálfum sér frá mesta sárs-
aukanum.
Og þetta gerði ég. .. . Ég forðaðist ná-
granna mína. Ég sagði vinum mínum ekki
einu sinni frá Karin. Ég þvoði gólfið mitt,
fægði gluggarúðurnar, tók til í íbúðinni
minni og í öllum mínum skápum. Ég reyndi
að deyfa hugsanir mínar.... En allan tím-
ann var eins og veik rödd, einhvers staðar
hið innra með mér, gréti: Karin....
Karin. . . . !
Og smátt og smátt skaut upp kollinum
minning, sem deyfði sorgina. . . . Ég hvarf
langt aftur í tímann og lifði það allt upp á
ný — allan daginn þann — daginn, sem við
sendum drekann á loft.
Það var einn bjartan og fagran sumar-
dag á búgarði föður míns við fjörðinn. En
ég sá ekki alla þessa dýrð, sem við blasti. í
augum mínum var allt dimmt og skugga-
legt. Hundurinn minn var dáinn. Skapillur
hestur, sem við vorum nýbúin að kaupa,
hafði slegið hann til bana. Og nú lá hann í
kassa, sem hafði verið grafinn niður í jörð-
ina, og litla fjöl hafði ég sett á leiði hans.
Á hana hafði ég skrifað SENTA. — GÓf)-
UR HUNDUR — VINUR MINN. Hann var
sjö ára, og ég var einnig sjö ára. Við höfð-
um verið saman alla okkar ævi.
Þegar móðir mín dó, var ég of lítil til
að skilja, hvað ég hafði misst. Þess vegna
var þessi sorg svo ný og óskiljanleg fyrir
mig, og ég vissi ekki hvernig ég ætti að
bera hana. I stað þess að gráta urðu tár
mín að köldum, hörðum klumpum í brjósti
mínu. Ég lá á bekknum undir útskotsglugg-
anum, þögul og innibyrgð, en innra með
mér heyrðist veik rödd, sem var eins og
grátur hjá veiku barni. Hún hvíslaði í sí-
fellu: „Senta, Senta....!“
María frænka kallaði á mig. Við áttum
að borða morgunverð. Ég svaraði ekki.
Faðir minn kom til mín og settist við hlið-
ina á mér. Ég sneri andlitinu frá honum.
„Ég held, að það ætli að verða flug-
drekaveður í dag,“ sagði hann. „Hvað held-
ur þú, Tommy?“ Ég var dóttir hans, en
hann kallaði mig Tommy, vegna þess, að
hann átti engan son.
Ég svaraði honum ekki.
Ég heyrði að hann gekk fram í eldhúsið
til Maríu. „Ég er að hugsa um að búa til
flugdreka handa Tommy,“ sagði hann.
„Stóran flugdreka. Hefur þú ekki eitthvert
gamalt lak, sem ég má rífa sundur?“
„Ég hélt að þú ætlaðir að fara til bæjar-
ins að sækja hænsnafóður,“ sagði María
frænka í áminningartón.
„0, það getur beðið til morguns,“ sagði
faðir minn.
Skömmu síðar heyrði ég hljóðið af ham-
arshöggum fyrir utan gluggann minn. Stór
flugdreki, hafði faðir minn sagt. Hvað
skyldi hann verða stór? 'hugsaði ég. Ég var
í þann veginn að rísa upp til að líta út. En
þá mundi ég eftir öllu.
Senta var dáinn. Hann mundi aldrei fram-
136 HEIMILI OG SKOLI