Heimili og skóli - 01.12.1969, Qupperneq 22
speglum. „Tommy, litla mín,“ sagði hann.
Mér þykir þetta leitt. Þetta var það eina,
sem viS getum ekki beSiS um. AS fá hann
lifandi aftur.“
„Þá ætla ég alls ekki aS senda neina
ósk,“ sagSi ég grátandi. Eg hjúfraSi mig
upp aS honum og titraSi af gráti. „Þá óska
ég einskis annars.“
„Er þaS nú víst, litla vina?“ Pabbi þrýsti
mér aS brjósti sínu. „GæturSu ekki óskaS
þér, aS þú mættir alltaf muna eftir Senta,
og reyna svo aS gleSjast yfir því aS þú
fékkst aS hafa hann í mörg ár?“
ÞaS var eins og ég sæi allt í einu, elsku-
lega hundinn minn koma stökkvandi á móti
mér. Ég grét og grét upp viS barm föSur
míns, og þaS var eins og tárin leystu ein-
hverja harSa hnúta innra meS mér. Hann
hafSi gefiS mér eitthvaS, sem dauSinn gat
jafnvel ekki tekiS frá mér.
Og nú — mörgum, mörgum árum síSar
— veit ég, aS þau orS hafa veriS sögS ótelj-
andi oft síSar. En þann dag voru þau mér
alveg ný, og þeir töfrar, sem í þeim fólust
veittu mér huggun, og þaS gera þau einnig
nú, eins og þegar ég heyrSi þau í fyrsta
skipti. Þegar ég sit nú hér og rifja þessar
minningar upp, koma tárin fram í augun.
Tár eru góS — og minningar eru góSar.
Því aS ef engin sorg væri til aS hola inn-
an hjörtu okkar, hvar ætti þá aS vera rúm
fyrir gleSina? Sorg og gleSi eru bundnar
sterkum böndum. A þeim árum, sem ég á
eftir hér, vil ég lifa meS þeim báSum.
Þegar sonu rminn og tengdadóttir koma,
ætla ég aS reyna aS tala viS þau um litlu
dótturina þeirra, í rósótta pilsinu og meS
gullna hárskottiS. Eg held, aS þaS væri líka
gott, ef viS gætum grátiS saman. En litlu
síSar — ef þau kæra sig um þaS — ætla ég
aS segja þeim söguna um þaS, þegar viS
pabbi settum flugdrekann á loft.
Þýtt. H. J. M.
7
Heimili
09
skóli
óskar lesendum sínum og
öllum landsmönnum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsældar á komandi ári,
138 HEIMILI OG SKOLI