Heimili og skóli - 01.08.1971, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.08.1971, Blaðsíða 10
Séð yfir Salt Lake City. Hljóðeinangrun mjög góð. Segulbönd mikið notuð við kennsluna. þar sem einstaklingarnir verða mjög að einbeita sér, en tekst það ekki að fullu innan hópsins. Ef kennari þurfti að leggja inn ákveðið námsefni. Hafði hann kennslubás með veggtöflu og tilheyrandi aðstöðu. Þangað kallaði hann hópinn, 10—15 nemendur og hjálpaði þeim áleiðis. Gólf voru teppalögð og mjög góð hljóðeinangrun, svo að hjálparkennsla sem þessi, olli engum truflunum svo séð yrði. Ekki voru allir nemendur að nema sömu námsgrein á sama tíma. Kemur það væntanlega til af því, að nokkrar af þessum námsgreinum voru kenndar með hjálpartækjum, t. d. réttritun, landafræði o. fl. Þau, sem voru að nema landafræði höfðu fengið ákveðið lesefni, en því fylgdi síðan safn skuggamynda og segulband, er hlustunartæki voru tengd við. Stjórnuðu börnin sjálf skuggamyndavélinni og band- inu í þeim kennslubási, er þau voru við námið. Réttritun var einnig kennd með aðstoð segulbands. Hafði þá hvert barn sitt segulbands- og hlustunartæki, skrifaði niður eina og eina setningu, slökkti á tækinu á milli, og að æfingunni lokinni var farið yfir hana með hliðsjón af prentuðum texta. Æfingin var ein eining í réttritunarnáminu. Þar sem ekki var hægt að skapa nema hluta af nemendum í senn þessa aðstöðu, varð að kenna fleiri námsgreinar í einu, eins og fyrr hefur verið drepið á. Kennsluna þarf að skipuleggja mjög vel, fylgj- ast vel með hversu langt nemendurnir eru komnir í hverri námsgrein og jafna metin milli námsgreinanna eftir þörfum. í „opnum skóla“ 78 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.