Heimili og skóli - 01.08.1971, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.08.1971, Blaðsíða 26
ÆTTIRÐU AÐ EIGNAST ANNAÐ BARN ÉG VEIT ekki, ihvað ég gerði eí ég ætti ekki Lee,“ sagði móðir þriggja barna. „En stundum velti ég því fyrir mér, hvað ég er að gera henni.“ Litla telpan, sem hún var að tala um, var nú við útihurðina og æpti og öskraði, að hún vildi kom- ast inn. „Við elskum Lee,“ hélt móðir hennar þreytu- lega áfram, „en ég verð sífellt þreyttari á að elta hana allan daginn. Og þá dagana, þegar mér finnst, að nú sé ég búin að fá nóg, þegar ég æpi og öskra á hin börnin tvö og hundskamma þau og fer að gráta, þá dettur mér það í hug, hvort það sé rétt og sanngjarnt af mér að halda áfram að eiga börn bara vegna þess að ég get það.“ Einhvern tíma kemur að því, að flestir foreldr- ar spyrja sjálfa sig sömu spurningar. í þjóðfélagii þar sem það er álitið heilagt hlutverk að verða móðir, er ekki auðvelt að svara henni. Samt eru ýmsar ástæður til að draga úr barneignum, ástæð- ur, sem við verðum að íhuga með heilanum, en láta ekki hjartað eitt um ákvörðunina. í fyrsta lagi er kominn tími til þess, að við gerum okkur grein fyrir því, að offjölgun mann- kyns er vandamál okkar allra. „Ég vil eignast mörg börn,“ sagði móðir ein við mig. „Og ég ætla mér líka að gera það. Hvers vegna ætti ég að neita mér um að eiga mörg börn vegna þess eins, að einhver kona í Indlandi á þegar orðið of mörg börn?“ Hvers vegna? Þessi kona þarf ekki að gera annað en að líta í kringum sig. Nú þegar eru stórfljót lands okkar menguð og andrúmsloftið óhreint, og hinum opnu og auðu svæðum fækkar óðum. Séu slíkar aðstæður fyrir hendi hjá 200 milljón manna þjóð, hvernig verður iþá amerískt líf í framtíðinni? Hver verða gæði þess? Hvernig verður það í aldarlok, þ. e. eftir aðeins 29 ár, þegar búizt er við, að íbúatala lands okkar verði 369 milljónir? „Það er alveg ákveðið ekki réttur einstaklings- ins að eignast eins mörg börn og hann óskar eft- ir eða hefur efni á, því að slíkur skilningur lætur sig engu skipta óhjákvæmilegar afleiðingar þess fyrir kynslóðir framtíðarinnar,“ segir Walter E. Howard prófessor við Kaliforníufylkisháskólann í Davis, en hann er sérfræðingur í tengslum manns og umhverfis (lífsskilyrðafræðingur). „Takmörkun barneigna er ekki morð, eins og sum- 94 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.