Heimili og skóli - 01.08.1971, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.08.1971, Blaðsíða 12
Félagsmálin eru í höndum safnaðanna. //'Opnir skólar" á Norðurlöndum. verða nokkuð útundan í skólastarfinu. En þess skal þó getið, að sum þessi fög hafa þar verið unnin nokkuð á annan hátt en við þekkjum hér. Félagsmálin virtust einnig skipa lágan sess innan skólaveggjanna, en það kemur ef til vill til af því, að í Bandaríkjunum og þó sérstak- lega í Utah er safnaðarlíf með öðru sniði en við eigum að venjast, og í safnaðarheimilum fei fram margvíslegt félagsstarf og leiðbeinendur þar eru gjarnan kennarar úr skólunum. I Utah eru um 70% íbúanna mormónar og guðshúsum þeirra fylgja gjarnan íþróttasalir og fundarsalir með tilheyrandi skipulögðum tím- um fyrir safnaðarmeðlimi. Af því leiðir, að skápar með verðlaunabik- urum fyrir íþróttaafrek eru áberandi skraut í fordyrum guðshúsa sumra þessara safnaða. „Opnu skólarnir“ eru þegar farnir að skjóta upp kollinum hér á Norðurlöndum, en ekki allir sniðnir að amerískri fyrirmynd. Verið er að þreifa sig áfram hvaða tilhögun hentar í hverju landi, enda er þetta kennsluform svo ungt, að það er ekki enn fullmótað. Hér á landi veit ég ekki til, að það hafi verið reynt, en verið er að byggja skóla í Fossvogi. er húsnæðisins vegna hefur möguleika á þessu sviði. Eftir er þó að byggja námsefnið upp í einingar og fá þær prentaðar, einnig að senda utan fólk, er numið gæti af reynslu annarra og síðan tekið þátt í að byggja upp þetta kennsluform hér heima með hliðsjón af íslenzku náms- efni og erfiðum aðstæðum í skólunum, en þeir eru flestir meira en full- setnir miðað við tvísetningu. Eg er þó ekki í vafa um, að innan fárra ára verður þetta kennsluform reynt hér og verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum af árangrinum. Fæst börn skilja að fullu tilgang námsins. Þau fara í skóla, af því að það vilja pabbi og mamma, þau gerðu það og það er skylda. Sumum líður vel í skólanum, en öðrum miður. Öll sjá þau fram á langa skóla- göngu. Vegalengdir og tíma mæla lítil börn með allt öðrum mælikvarða en fullorðnir. Allt styttist með auknum aldri. Því er námsbrautin óra- löng í hugum barnanna, svo löng, að þau sjá varla fyrir endann á henni. Ef við getum markað hana niður í lítil þrep, er sýnileg eru og daglega stigin, þá gefum við náminu frekar tilgang í hugum barnanna, gerum það bærilegra, styttra með hverjum degi sem líður og örvum þau til þess að stíga stór skref og skila miklum afköstum. Ef reynslan sýnir, að „opni skólinn“ stuðli fremur að þessu, en það kennsluform, er við höfum búið við, og engir teljandi vankantar fylgi honum, þá eigum við að reyna hann. Því fylgir að vísu mikið starf og einhver breyting á húsnæð, en sé árangurinn betri og aukin ánægja í starfi, má mikið á sig leggja og miklu til kosta. 80 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.