Sindur - 01.12.1941, Page 4
þeim 11 árum, sem liðin eru frá stofnun
G. A., hefur hann vaxið svo mjög, að
haustið 1939 kaupir hann lítið hús í nánd
við Iðnskólahúsið, sem svo er notað með
til kennslunnar. G. A. mun nú í vetur
telja 160—170 nemendur.
Það er næsta ótrúlegt, að þessi tvö
litlu hús geti rúmað skóla með hátt á
þriðja hundrað nemendur. Enda er þetta
húsnæði svo gjörnýtt, að vart vinnst tími
til nauðsynlegra hreingerninga. Loftræst-
ing er ófullnægjandi og í þau vantar flest
þau þægindi, sem talin eru nauðsynleg í
nútíma skólahúsum. Félagslífi skólanna
býður þetta húsnæði svo ófullnægjandi
skilyrði, að jafnan verða þeir að leigja
önnur samkomuhús fyrir skemmtanir
sínar.
Þjóðsagan um unglinginn í öskustónni
getur átt við Iðnskólann okkar í víðtæk-
ari merkingu. Það er sú óverðskuldaða
lítilsvirðing, sem iðnnáminu hefur fram
að þessu verið sýnd, og sem meðal ann-
ars kemur fram í því, hve treglega geng-
ur að fá rekstur skólans kostaðan af al-
mannafé. í meðvitund almenning mun
iðnskóli talinn óæðri skóli. Sá hugsunar-
háttur mun vera leifar þess tíma, þegar
ekki þótti menntun nema nám grísku og
latínu, þ. e. einhvers sem alþýðu var óað-
gengilegt, háfleygt. Hin mikla tækniþró-
un nútímans er að skipa þessum hug-
myndum á annan lífrænni veg. Hún
krefst menntunar í verkkunnáttu, mennt-
unar, sem telja verður jafn réttháa hvers-
konar menntun annarrar, Hún krefst ná-
kvæmni og vandvirkni, sem einungis vel
menntaður maður á sínu sviði er fær um
að inna af hendi. Hver neitar því nú orð-
ið, að fagurlega unnir húsmunir, nákvæm-
ur frágangur vélar, fagurt skip eða vand-
að og gott hús sé vottur sannrar menn-
ingar? Hér á líking þjóðsögunnar við um
iðnaðarmannastéttina okkar, að hún er
með hjálp iðnskólanna að ganga frá ösku-
stónni fram til fullgildrar þátttöku í
menningu nútíma þjóðfélags.
Á yfirstandandi styrjaldartímum eru
Af Fitjahálsi
1937.
Fögur er sjón af Fitjahlíðabrúnum
fornfrægan líta yfir Skorradal.
Bæirnir standa í breiðum, grænum
túnum,.
blálygna vatnið speglar hlíðarval.
Svanir og endur sig í bárum lauga
syngjandi ástarljóð við börnin sín
Urriðar vaka vatns í bláu auga
veiðandi flugur niður í djúp til sín.
Blaðgrænir runnar birkis krónum vagga,.
bikarnum fjóla lyftir sólu mót.
Iðandi lækir, úða þeyta sagga
út yfir bakka, svala burnirót.
Niður hjá vatni á vænum engjabreiðum
vaggar fjöðrum starar Ijúfur blær.
Ofan af himni víðum, háum, heiðum
hellir sólin geislamögnum skær.
G. S.
hin mestu fjáröflunarár, sem þjóð vor
hefur lifað. Aldrei fyrr mun vinna okkar
hér hafa verið jafnháu verði greidd. En
„það er meiri vandi að gæta fengins fjár
en afla þess“, segir gamalt máltæki. Ef við
ekki notum hina miklu velgengni til sköp-
unar varalegra verðmæta, getur svo farið,
að hún færi okkur enga blessun, okkur
er beinlínis þörf viðfangsefna, sem krefj-
ast þegnskapar.
Nú er samskólahúsbyggingin tilvalið
verkefni. Að vísu þarf allmikla fjárhæð
til þess að reisa myndarlegt skólahús við
hæfi og vöxt þessara tveggja skóla. En
vel má slíkt verða, ef víðsýni og góður
vilji ræður gerðum okkar.
Iðnskóli Akureyrar, nemendur og kenn-
arar heita því á alla, sem skólanum unna,
að sameina kraftana og byggja skólahúsið
árið 1942.
Harnar-
4
S I N D U R