Sindur - 01.12.1941, Blaðsíða 6
er mannskemmandi að leggja hendur á
kenndan mann“. „Það er ekki á hverjum
degi, sem hann smakkar vín. Hann er
hættulaus hófdrykkjumaður þrátt fyrir
allt“.
Almenn blekking eiturlyfjaunnenda er
að segja, að munur til hins betra sé á
hófdrykkjumanni og ofdrykkjumanni.
Það þarf ekki lengri og ábyrgðarlausari
setningu en þessa til handa þeim, sem
standa tæpt á börmum Bakkusarvítis, þó
að skýringin sé augljós, að hófdrykkju-
maður er í .99 tilfellum af 100 hættulegri
en ofdrykkjumaður.
Það er ekki hægt að ganga út frá hóf-
drykkju yfirleitt. Hófdrykkjumenn eru
fáir. Flestir þeirra, sem svo eru nefndir,
eru það vegna þess, að vínþurrð er.
Sá, sem er hófdrykkjumaður, í beztu
merkingu þess orðs, er venjulega með
mjög sterka skapgerð. Henni fylgja óhjá-
kvæmilega margir kostir, sem margir
virða hófdrykkjumanninn fyrir og vilja
gjarna líkjast honum í einu og öðru.
Hver vill ábyrgjast, að hugmyndin um
hófdrykkju fljóti ekki með?
En sá, sem liggur svínfullur dagsdag-
lega fyrir hunda og manna fótum, er
verijulega afskaplega fullkominn ræfill.
Hann er djöfull maka sínum og börnum,
í fyllstu merkingu þess orðs. En hefir af-
ar fáa möguleika í hlutfalli við hóf-
drykkjumanninn til að útbreiða eitur-
lyfjanotkun.
Takmarkið liggur því ekki úti í vín-
flóðinu, heldur er hitt: að smakka aldrei
vín.
Flestum þykir hangikjöt góður matur
og finnst of sjaldan að smakka þa'ð á ný-
árinu, páskunum og einu sinni eða tvis-
var þar fyrir utan. En það hangikjöt er
nú af sauðkindum.
En finnst ykkur ekki nóg um hitt
hangikjötið? Það er ekki sauðkindahangi-
kjöt. Heldur þetta síhangandi, síreyktaog
reykjandi hangikjöt. Menn éta það ekki,
en það étur menn. Það étur heilann,
hjartað og lungun og fleira smávegis, en
lætur afganginn ofan í hana móður jörð
og stingur torfhnaus í gatið.
Sumir álíta tóbaksnautn ekki eins illa
og drykkjuskap. Ætli þeir hinir sömu
viti, hversu oft eða sjaldan tóbaksnotkun
leiðir til áfengisnautnar? Ætli Bakkusi
hafi ekki einhvern tíma borizt brattara en
að fella þann, sem kemur til heilsulinda
hans með lamaðan heila og lélega dóm-
greind þar að auki.
Það er mjög eðlilegt að ráðast allra
fyrst á tóbaksnautnina. Hún er almenn-
ari en áfengisnautnin. Áhrifin eru því
víðtækari. Hún er sídrepandi og seig-
drepandi og grefur alltaf, undantekning-
arlaust, undan hreysti og velferð manna.
Ekki einungis þeirra, sem ofurselja sig
áhrifum hennar og afleiðingum, heldur
og þeirra, sem sjá ferilinn og hvert stefnt
er.
Eiturlyfjaunnendur benda á, að nær sé
fyrir þessa siðameistara að ráðast á
glæpalýðinn o. s. frv., en að áreita þá
með pípu þeirra og pyttlu. En slík álykt-
un er álíka hyggileg og að klagast um, að
lækirnir renna ekki upp í móti. Eða neita
þeir þeirri staðreynd, að glæpir, saur-
lfnaður og hvers kyns ómenning á rætur
sínar að rekja til eiturlyfjanautnar áber-
andi meiri hluta? Og að líkum ekki síður
til tóbaksnutnar en áfengis. Þetta eru
staðreyndir, sem að vísu er hægt að neita,
en verður ekki hrundið með rökum.
Sú manntegund, sem mælir með og út-
breiðir. eiturlyf, er óværðin á alþjóðar-
líkamanum. Svo sem almenningsálitið
gat breytzt gegn mannalúsinni, getur það
og þarf að snúast meira en þegar er orðið
gegn sníkjudýrum þjóðfélagsins.
Þeir, sem fyrst eiga leik eru núverandi
æskumenn landsins og af þeim auðvitað
fyrst og fremst skólamenn. Þeir hafa
beztu tækifærin til samráða og samstarfs.
Samtökin þurfa ekki að fara út um þúfur
þó að menn fari úr skóla. Nemendasam-
bönd sjá að nokkru leyti fyrir því, þó að
meiru ráði þar um innræti einstaklings-
ins.
6
SINDUR