Sindur - 01.12.1941, Qupperneq 7
. Og hverjum, sem vill reyna að vera
nýtur þjóðfélagsþegn, hlýtur að innræt-
ast það, að þjóðfélag, sem ofætur þjá, er
sjúklingur, sem krefst lækningar og
þægt er að lækna með samstarfi gegn
meininu.
Flestir menn vilja þjóðarheill, þótt
nokkuð sé misjafnt, hvað menn vilja
leggja á sig henni til vaxtar. Og svo sem
flestir menn vilja útrýma sníkjudýrum af
líkama sínum, þarf einnig að útrýma
sníkjudýrum af þjóðarlíkamanum vegna
þess að aldrei má gleymast, að einstakl-
ingurinn er ómissandi hluti þjóðarlíkam-
ans og verður aldrei heill og hress í
heilsuvana þjóðfélagi. Og enginn vill vís-
vitandi gefa börnum sínum gallað þjóð-
félag til fyrirmyndar og til að benda á.
Það væri hliðstætt því að gefa þeim
mannalús í vöggugjöf.
Næst skólamönnum hafa ungmennafé.
lögin bezt tækifæri, það er að segja þau
ungmennafélög, sem eru ungmennafélög
í beztu merkingu þess orðs. Grundvöllur
starfsemi ungmennafélaga er andstaða
gegn eiturlyfjum. Vegna þess m. a. að
ungmennafélög hafa íþróttir á stefnuskrá
sinni, ásamt fleiri gagnlegum atriðum.
Og það er greinileg mótsögn gegn öllum
umbótafyrirtækjum að vinna eins mörg
u. m. f. gera, að útbreiðslu eiturlyfja.
Það er að vega aftan að framtíð sannra u.
m. f. að þverbrjóta þá meginreglu, sem
bindindi á áfengi og tóbak er á stefnu-
skrá þeirra. Þeir, sem kalla ungm.fé-
laga, en vinna samt gegn jákvæðum
áhrifum þeirra, eru hliðstæða gríska
ódrengsins, sem vísaði óvinum þjóðar
sinnar einstigið yfir fjöllin. Þar kemur
þjóðfélagslúsin fram í raunverulegri
mynd vandræðamanna þess.
Það er léleg lund, sem getur ýfst við
að heyra hund gelta, þegar tekið er tillit
til þess, hversu hundar eru nauðsynlegir
á því sviði, sem þeirra er. Það er svo 1
ýmsum atriðum, að andstaða er veitt
gegn því, sem grípa ætti fegins hendi,
vegna þess að yfirvegun málsins á sér
Eina nótt
á verði
Baldur vinnuformaður var í óða önn að
færa vinnutíma og nöfn verkafólksins
inn í bækur sínar. Það hefir verið saltað
mikið í dag, hugsaði hann, einhver mesta
söltun á sumrinu, bara að þessi afli héld-
ist eitthvað. í því hann var í þessum
hugleiðingum, hringir síminn. Baldur
leggur heyrnartólið við eyrað um leið og
hann segir til nafns síns og talar eftirfar-
andi setningar: „Nú, hversvegna, ertu
lasinn?“ „Þú ert ákveðinn í því að vaka
ekki, jæja, það verður að hafa það, sæll“.
Síðan leggur hann heyrnartólið frá sér
og hringir af. í því kemur Sigurður verk-
stjóri inn úr dyrunum. „Þorlákur gamli
var að hringja til mín núna í þessu, og
sagðist ekki ætla að vaka í nótt“, sagði
Baldur. „Það var nú verra, anzaði Sig-
urður, „því að nú er svo mikið af tunnum
fram á bryggjunni, bæði tómum og ísölt-
uðum, og margt verður hér um manninn
í kvöld, því að fjöldi af skipum liggur
inni, og ef að vanda lætur, þá er ekki að
treysta á ráðvendni karlanna, það verður
því að fá einhvern til að vaka, og ætla ég
að biðja þig, Baldur, að fá einhvern til
þess og eins að láta telja allar tunnur
frammi á bryggjunni, svo að hægt sé að
ganga úr skugga um það í fyrra málið,
hvort nokkru hafi verið stolið". Baldur
játar þessu og hugsar með sér, að það sé
bezt að vita, hvort strákarnir í „brakkan-
um“ vilji ekki vaka, annars býst ég varla
við því, þeir ætluðu víst að skemmta sér
ekki stað. Þetta heíir hent við ýmis
framfaramál, sem svo bezt geta breitt
blessun sína yfir, að þeim sé veit viðtaka
á réttan hátt.
Helgi Hóseasson.
S I N D U R
7