Sindur - 01.12.1941, Page 8
í kvöld. Samt er hægt að tala við þá. Síð-
an gengur hann inn í „brakkann“, sem
var óásjálegur timburskúr, með rúmstæð-
um við hliðveggina og borð úr óhefluðum
viði stóð á miðju gólfi. Þarna sváfu þeir,
sem ráðnir voru til að vinna á bryggj-
unni allan síldveiðitímann. Nokkrir þeirra
voru nú þarna inni að þvo af sér slorið
og svitann eftir erfiðan starfsdag og voru
í þeim hugleiðingum að skemmta sér á
kaffihúsi fram eftir kveldinu, því að þetta
var á laugardegi. Baldur kastaði á þá
kveðiu og mælti síðan: „Hver ykkar vill
taka að sér að vaka á bryggjunni í nótt?
Þorlákur gamli var að hringjá til mín og
sagðist ekki ætla að vaka lengur“.
Það virtist ekki vera gleðiefni fyrir
neinn, sem þarna var, að fá vinnu yfir
nóttina, því að enginn gaf sig fram.
„Viltu ekki taka það að þér, Arni?“
Baldur beindi orðum sínum að ungum og
laglegum manni, sem var að fara í skárri
fötin, og bjó sig svo sem hann ætlaði í
biðilsför.
„Eiginlega nenni ég því ekki,“ svaraði
Árni. „Ætli hann vilji ekki taka það að
sér sveitamaðurinn, sem hefir unnið hjá
okkur nokkra undanfarna daga? Þeir eru
til í allt, þessir sveitakarlar".
„Það má heyra hvað hann segir“, anzaði
Baldur. Síðan kallaði hann til manns, sem
var að vinna frammi á bryggjunni:
„Heyrðu, Þórður, viltu ekki fá létta
vinnu í nótt?“
„Hvað er það?“ anzaði Þórður.
„Það er að vaka hérna á bryggjunni og
hafa gát á að engu verði stolið og eins að
gæta að skipum og bátum, sem eru við
bryggjurnar, að þeir losni ekki frá eða
festist undir, þegar lágsjávað er“.
Þórður lofaði að taka þetta að sér.
Hann bjó sig nú í skjólgóð föt, þar sem
kveldsvalinn var að færast yfir, því að
áliðið var orðið sumars, sólin var að ganga
undir vesturfjöllin og sló gullnum roða
á tinda austurfjallanna, en húmskuggar
voru komnir hið neðra í fjallahlíðarnar
og færðu sig sem óðast upp eftir þeim.
Fjörðurinn var hvítlygn og fjöldi skipa
lá þar skammt undan landi, flest voru þau
erlend. Skipsskrokkarnir og háu möstrin
spegluðust í silfurlitum sjávarfletinum.
Milli lands og skipa var róið bátum, allt
var á ferð og flugi og iðandi af lífi. Smám-
saman varð allt sveipað bláleitri rökkur-
slæðu. Þórður gekk um bryggjuna fram
og aftur og tók eftir, hvernig hvað eina
leit út, svo að hægt væri að gera sér
grein fyrir, hvort við nokkru væri hreyft.
Kvöldið leið, og þegar kom fram á nótt-
ina, fóru menn að fara til skipa sinna,
misglaðir eftir skemmtun kveldsins.
Verkamennirnir úr „brakkanum11 komu
einn af öðrum og litu varla við hinum ö-
kunna vaktmanni. Síðastur af þeim félög-
um kom Árni, hann leiddi stúlku við hlið
sér og voru þau mjög niðursokkin í inni-
legar samræður og gengu um bryggjuna
fram og aftur.
Þórður þekkti stúlku þessa í sjón, hún
hafði unnið þarna á bryggjunni við síld-
arsöltun, og hafði hann tekið eftir, að þau
Árni voru góðir kunningjar, og eins hafði
hann tekið eftir því, að Árni átti keppi-
naut á næstu bryggju, og var sá að reyna
að koma sér í mjúkinn hjá Dísu, en svo
var stúlkan kölluð. Þessi náungi bjó þar
í næsta „brakka“ og lá leiðin þangað yfir
bryggju þá, er Þórður vakti yfir. Árni
fylgir nú stúlkunni eitthvað upp í bæinn
aftur, en kemur svo að vörmu spori aftur
og gengur til hvílu.
Nú líður nokkur stund. Þá sér Þórður
mann koma ofan götuna og er með stúlku
við hlið sér, en svo kynlega ber við, að
það er sem hún vilji slíta sig af honum,
en maðurinn heldur utan um feng sinn,
sem hann virðist þó eiga dálítið erfitt
með, því að útlitið benti til þess, að mað-
urinn væri dálítið ölvaður. Þegar þau
koma ofan á bryggjuna, kennir Þórður,
að þarna er keppinautur Árna kominn
með Dísu, hefur þá mætt henni uppi á
götunni, er hann var á leið heim 1
„brakkann“ og tekið hana nauðuga við
arm sér. Á bryggjunni gerir Dísa enn til-
8
S I N D U R