Sindur - 01.12.1941, Side 9
raun til að sleppa úr örmum fylginautar
síns, en tekst ekki. Þórður ákveður nú að
skerast í leikinn, og gengur fram um leið
og hann segir: „Slepptu stúlkunni, Jón,
hún vill sýnilega ekki vera með þér“.
„Hvað kemur þér stúlkan við?“ svarar
Jón.
„Mér kemur allt við, sem á bryggjunm
skeður í nótt“, segir Þórður.
„Þú heldur víst að þú sért eitthvað",
svarar Jón um leið og hann gengur af
stað, þrátt fyrir mótþróa Dísu. Gengur þá
Þórður framan að honum eins og af til-
viljun og bregður fæti fyrir Jón, en sleipt
var á bryggjunni og fellur hann bölvandi
áfram. En um leið og Dísa losnar, hleyp-
ur hún að „brakkanum“, opnar dyrnar og
snarast inn að rúmi Árna og segir honum
hversu farið hafi.
Jón rís nú á fætur og ætlar að ráðast að
Þórði en hann býst þegar til varnar. í því
bar þar að nokkra félaga Jóns og höfðu
þeir hann ofan af því að hefna sín á Þórði
í það sinn, og fylgdist hann með þeim á
burt, en fullvissaði Þórð um, að hann
mundi hefna sín síðar, og kvað Þórður
Jjionum heimilt að reyna, hversu sem tæk-
íst.
; Nokkru seinna komu þau út úr „brakk-
anum“, Árni og Dí'sa.
„Mér finnst þú ættir nú að sjá til henn-
ar alla leið, Árni minn“, sagði Þórður um
leið og þau gengu fram hjá honum.
„Það hefi ég nú hugsað mér að gera“,
anzaði Árni, „og þakka ég þér fyrir að
þú skyldir stjaka við honum Jónka, svo
að hann sleppti Dísu, og vonast ég til að
þig þurfi ekki að iðra þess, því að ég er
frændi hans Sigurðar verkstjóra hérna,
og mun ég hafa þau áhrif á karlinn, að
hann láti þig hafa eitthvað að gera, á með-
an síldin veiðist“.
Þórður sagðist nú ekki hafa gert þeta
í þeim tilgangi að hagnast á því.
Nú líður tíminn, menn koma og fara.
Það er eins og fólkið ætli ekki að nota
nóttina til annars en að skemmta sér,
gleymi alveg að sofa. Það ætlar sjálfsagt
að nota sunnudaginn til þess.
Allt í einu tekur Þórður eftir því að
.tveir menn eru að læðast hjá tunnustafla,
þar sem skugga bar á. Hann snýr sér þeg-
ar að þeim, og um leið og þeir verða þess
varir, að hann hefir tekið eftir þeim, þá
ganga þeir á móti honum. „Viltu selja
okkur tunnu, manni?“ segja þeir: „Nei,
það á ég ekkert með, þið getið komið að
degi til og verzlað11.
„Gefðu okkur þá eina“.
„Nei“, svarar Þórður, „og burt með ykk-
ur héðan“.
„Haltu þér saman“, anza þeir, „við meg- *
um vera þar sem okkur sýnist".
„Þið hafið ekkert hér að gera“, svarar
Þórður.
„Hafðu þig hægan, eða við látum þig í
einhverja tunnuna og veltum henni svo
út á sjó“, sögðu þeir aðkomnu um leið og
þeir gerðu sig líklega til þess að taka á
Þórði, en hann snýr sér þá snarlega frá
þeim og opnar vatnskrana með áfastri
slöngu, og beinir henni með streymandi
vatninu að piltunum, og kom þeim þessii
árás mjög á óvart og brugðust reiðir við,
og ætluðu nú að ráðast að Þórði, en hann
varði sig með vatnsslöngunni og náðu
þeir ekki til að loka fyrir vatnið, þó að
þeir hefðu fullan hug á því.. Óvíst er
hversu þessu hefði lyktað, hefði nú ekki
svo borið við, að Árni kom í þessu frá því
að fylgja Dísu, og gekk hann í lið með
Þórði að koma piltunum burtu. Þeir sáu
nú sitt óvænna og hörfuðu af bryggjunni,
blautir og reiðir.
Þegar morgnaði og aðrir komu á fætur,
gekk Þórður til hvílu. Og síðar um dag-
inn, er hann hafði sofið nokkuð, fór hann
til vinny. Þá sagði Árni honum, að Sig-
urður verkstjóri hefði látið telja á bryggj-
unni um morguninn og hefði allt verið í
stakasta lagi. Og hvort sem það var nú
Árna að þakka eða ekki, þá fékk Þórður
það starf áfram að vaka á bryggjunni, og
er því líklegt, að hann hafi lent í fleirí
nætur-ævintýrum. Eilífur Öm.
S I N D U R
9