Læknaneminn - 23.04.1940, Blaðsíða 12
Læícnisneminn •
2
1. tLl. 1. árg. 194o
Benidikt Tómásson læknir:
POLYNEURITIS EFTIR ULIRONNOTKUN.
I Journal of Nevous and Mental Disease, okt. 1939, er skýrt
frá komplikationum við notkun Ulirons. Það er, sem kunnugt er,
derivat sulfanilamid, notað við langvinnan gonorrhoea og gefið
í t'óflum sem inntaka. Komplikationin kom fram sem polyneuritis
í neðri útlimum, byrjandi með slappleika í vöðvum ,sk’dmmu eftí-r
að notkun Ulirons var hætt, og endaði með algjöru máttleysi.
Við rannsóknir kom í ljós hrörnunarhreytingar, einkurn í peron-
ealvöðvum. Skýrt er fra nokkrum tilfellum, og er í tveimur þeirra
A og B getið um skamta þá er gefnir voru.A fekk 8 töflur daglega
í 5 daga, B 6 töflur í viku, og var sami skamturinn endurtekinn
hjá B eftir nokkra daga.
Gonorrhoea læknaðist þegar, en skömmu síðar kom í ljós hrað-
fara polyneuritls, og urðu sjúklingar máttlausir í fót\nm og rú»-
liggjandi. Þrátt fyrir galvanotherapie og Betaxin í lengri tíma
fór batinn hægt, og eftir 4 mánuði stóð hann í stað . Ekki þótti
úr því skorið , þegar greinin var skrifuð, hvort vænta mætti
frekari bata, en þá voru sjúkl. á fófum, en algerlega óvinnufær-
ir. Geta má þess, að gonorrh. getur valdið neuritis, en það er
þó sjaldgæft.
Við tilraunir á dúfum, sem fengu stóra skammta af Uliron, kom
i ljós, að þeim varð erfitt um gang og flug, og við krufningu
fannst rýrnun á fótvöðvum ásamt mikilli megurð. Þess er látið
getið í greininni, að ekki þurfi að óttast slíkar komplikationir,
nema ef gefnir eru stórir skammtar. Skammtar þeir, sem tilfærðir
eru hjá A og B virðast þó ekki stærri en venjulegt er að nota:
Karlmenn 6 töflur á dag í viku, og endurtekið ef með þarf, konur
nokkru minna. 1) .
Eg snéri mór til Hannesar Guðmundssonar,og tjáði hann mér, að
hann hefði aldrei orðið var við slíkar komplikationir hér. Mér
fannst þó rétt að vekja athygli á þessu, jþví að tilfelli eins og
þau, sem hér er skýrt frá geta verið okkur ungu læknunum bending
um að vera varkárir í meöferð nýrra lyfja, sem ekki eru þrautreynd
og afla okkur um þau sem rækilegstra upplýsinga, áður en þau eru
tekin í notkun.
STYRKTARS JðSUR LÆKNADEILDAR'.
Sjóður þessi tók til starfa s. 1. ár, og fyrstur manna hlaut styrk
úr honum Jón Einksson (cand. med. 1938 ). Þessar línur eru ritað-
ar til þess að minna menn á þaö, að þar sem sjóðurinn er að mestu
ávaxtaður i Söfnunarsjóði Islands, eru tillög læknanemanna meiri
hluti þess fjár, sem laust er til styrkveitinga. Loks ber að geta
þess , að einungis þeir stiídentar, sem greitt hafa reglulega gjöld
sín til sjóðsins koma til greina við styrkveitinguna. Þess er því
vænst, að studentar láti ekki undir höfuð leggjast að greiða gjöld
sín.
l-)-'! Taschen-Jáhrbuch“ aer“Therapie , Leipzig 1939, er gert ráð fyrir,
að ekki sé vert að gefa meira en 15 töflur í. senn, tvisvar til
þrisvar , með nokkurra vikna millibili.