Læknaneminn - 01.03.1949, Page 9

Læknaneminn - 01.03.1949, Page 9
LÆKNANEMINN 9 iskar reaktionir í mænusótt speci- fikar, og þá: 4) Er hér um mis- munandi virus að ræða? 5) Kem- ur til greina specifik lækning, og ef svo væri: 6) Hvernig mætti þá, með tilliti til bólusetningar, fyrir- hafnarlítið rækta mikið magn viruss ? I. Ðreifing poliomyelitis-viruss. Höf. sýnir fram á, að eins og nú er háttað, er öllum rannsóknum mjög hamlað af því, að eina til- raunadýrið, sem við örugglega get- um reproducerað mænusótt hjá; annaðhvort klinisk sjúkdómsein- kenni, pathologisk-anatomiskar breytingar, eða karakteristiskar sero-reaktionir, eru apar. Hann bendir á ókosti þessa og ályktar, að öll viðleitni til lausnar á þessu atriði verði nú að snúast um að finna einfaldari prófanir, sem gefi fullnægjandi svar við því, hvort virus er til staðar, um dreyfingar- máta, um hverskonar smitbera, og sé diagnostik á typiskum formum virusins. Þessi rannsóknaraðferð þurfi að vera auðveld og fljótleg. II. Hvað ákveður neurotropi virusins? Það er á hvers manns vitorði, að langt frá allir þeir, sem verða fyrir poliomyelitis-smitun taka mænusótt í hinum almenna skiln- ingi. Margir faktorar eru kunnir, sem predisponera, svo sem aö drengjum er hættara stúlkum, einkabarnið lamast öðrum börnum fremur, íþróttamenn og aðrir stælt- ir líkamar eru móttækilegri o. s. frv. En hví er það, að einn einstakl- ingur fær öll höfuðeinkenni, en ann- ar, sem er að öllu leyti háður sömu ytri skilyrðum, sleppur algjörlega eða verður lítið eitt slappur? Ósk- andi væri, segir höf., að þessi at- riði væru tekin til rækilegrar at- hugunar, bæði þau, sem þekkt eru, svo og önnur varðandi þetta, t. d. endokrin starfsemi, kynþáttur, al- mennt ástand, smitmagnið, og svo síðast en ekki sízt, afstaða meta- bolisma taugakerfisins til neuro- tropra infektiona. Það er ljóst, að mikið veltur á þessum lið um pro- fylaktiskar aðgerðir. III. Serologiskar reaktionir. Um serologiskar reaktionir í po- liomyelitis kemst greinarhöfundur þannig að orði: Það hefir lengi verið umdeilt at- riði, hvort ónæmi gegn mænusótt sé bundið við frumuna eða serum. Dýratilraunir virðast hafa leitt í ljós, að taugafrumu-eyðilegging virusins nær aðeins til ákveðinna mænusegmenta í hvert skipti, og þannig hefir endursmitun tekizt, með eyðingu á einhverju öðru seg- menti (þannig að virusnum er dælt inn í hrifsvæði heillar taugar, f jarri hinu áður afficieraða segmenti). Raunhæf reynsla sýnir okkur, að þessi möguleiki er einnig til hjá manninum. Á hinn bóginn er það alþekkt, að nokkur árangur, en þó misjafn, hefir náðst með serum frá sjúk- lingum á batavegi, enda þótt nú Framhald á bls. 19.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.