Reykjanes - 01.05.1947, Qupperneq 1

Reykjanes - 01.05.1947, Qupperneq 1
Námsbækur, skólavörur. Bókabúð Keflavíkur. 1 CEYKIAN ES Ef það fæst ekki í VATNSNES, Sími 102. 5. árg. KeOavík, maí 1947 3. íbL hvar þá? Gunnar Eyjólfsson í/í*riV fjtirðiitn í‘m*t/an. Gunnar hefur nú lokið námi við líonunglega leikskólann í London, með svo miklum ágætum að landi og þjóð er sómi að. Við Keflvík- ingar megum sannarlega vera hreiknir af Gunnari, því þar er drengur á ferð, sem er Ííklegur til að gera garðinn frægann. Það er gaman fyrir okkur að hann skuli einmitt hafa stigið sín fyrstu spor á leiksviðinu hér í Keflavík. Gunnar hefur enga tilhneigingu til að fela æskustöðvar sínar, enda [)ótt þær séu fátæklegt fiskiþorp. Eins og aðrir Íslendingar, sem dveljast erlendis þarf hann oft að gera grein fyrir sér, og byrjar sú skýring ávallt eins, að hann sé frá Keflavík og að Keflavík sé J'iski- bær á suðvesturströnd Islands. . . . Gunnar lauk prófi frá Verzlun- arskóla Islands árið 1944 og stóð sig við það nám ekld mjög illa. 1 verzlunarstörfunum fann hann ekki það sem hugurinn girndist og hóf því nám við leikskóla Lárusar Pálssonar, jafnframt því sem hann vann fyrir sér að miklu leyti við verzlunarstörf í Reykjavík. Gunn- ar var þar mjög góður nemandi og leiddi það til þess að Lárus aðstoðaði hann og hvatti hann til að komast á konunglega hrezka leikskólann. Þar hóf Gunnar nám árið 1945, sem hann nú hefur lokið með hin- um ágætasta vitnisburði, svo góðum að framúr skarar. Gunnar hlaut að lokum heiðursverðlaun skólans, sem annar af tveim beztu nemandum skólans og auk þess sérstök verðlaun sem l)ezti Shake- speare leikarinn og er hann fyrsti útlendingurinn sem slíkan heiður hlýtur og það er meira cn lítið afrek að hljóta slík verðlaun í landi Shakespeare’s og sýnir [)að betur en margt annað hve frá- bæran dugnað og hæfileika Gunn- ar hefur til að bera. Leikskólinn veitir á hverju ári bezta nemanda sínum fastan starfssamning hjá bezta leikfélagi Lundúnaborgar, og hefur Gunnar því hlotið þar árs vinnu, el' tekst að útvega hon- um atvinnuleyfi i Englandi. Slík kynning mun opna honum ótal dyr til vaxandi frama. Áður var hann ráðinn við þjóðleikhúsið í Dublin á Irlandi, en fékk sig að sinni lausan frá þeim samningi. Auk ])essa alls hafa honum nú þegar borizt mörg tilboð frá l)æði leikhúsum og kvikmyndafélögum. Það er engin vafi á því að Gunn- ar er gæddur miklum hæfileikum, sem leikari og á eftir að ná langt á þeirri erfiðu braut. Hann er einn af þeim fáu hamningjusömu, sem hefur fundið hina réttu köllun sína í lífinu. Það eru fleiri stoðir sem renna undir frama hans en hæfi- leikar einar saman, þar er einnig stór þáttnr hin alúðlega og ein- læga framkoma hans, sem skapar honum vináttu og velvild allra sem honum kvnnast. Við Keflvíkingar höfum því miður ekki átt kost á að sjá mikið’ til Gunnars á leiksviðinu, en þó nmn marga reka minni tit leiks lians í „Ljósastikur biskupsins", sem hann lék með skátnnum á fyrsta sumardag fyrir tveim ár- um, en mér segir svo hugur um að við eigum eftir að sjá Gunnar á okkur eigin leiksviði, svo fljótt sem kringumstæður hans leyfa, því tryggð haps og vinfesti hefur í engu breyzt. Eg veit að mér verður fyrir- gefið, þó ég birti hér nokkrar lín- ur úr síðasta bréfinu, sem ég fékk lrá Gunnari, þær lýsa honum og starfi hans betur en margt ann- að „....... þú veist Helgi að eg er svo ungur og á svo margt eftir ólært, og mig langar til að komast eins langt og eg get. Eg veit að ef eg haga mér eins og maður og svík hvorki sjálfan mig eða aðra, þá kemst eg eitthvað áleið- is......“ Eg veit að allir Keflvíkingar taka undir með mér, er eg óska Gunnari til hamingju með afrek hans, og óska honum frama og farsældar við væntanleg störf. Við óskum einnig föður hans, frænd- um og vinum innilega til hamingju með þeirra góða dreng. Innst inn berum við öll ])á leyndu ósk i brjósti að ísland fái að njóta hans sem fyrst, að honum auðnist að koma heim og auðga okkur með þekkingu sinni og reynslu, því hvar sem hann fer þar er full- trúi Islands, einn af þessum góðu fulltrúum, sem enginn þarf að vantreysta. Bak við tistina og starfið er ísland von hans og þrá. Helgi S.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.