Reykjanes - 01.11.1959, Síða 1
REYKJANES
9. tbl.
KEFLAVfK
Nóvember 1959
HÖFNIN
DÝPKUÐ
Verið er að gera tilraun til
að dýpka við bátabryggjumar
í Keflavíkurhöfn.
„Grettir" hefur verið þar að
vinnu undanfarið, og orðið tals-
vert ágengt, þó að botninn sé
erfiður, eða því sem næst klöpp
og stórgrýti, sem botnsköfur
vinna lítið á.
Sprengingar á klöppinni
hafa verið reyndar og tekizt
vel, það sem af er.
Fyrst var leitað fyrir sér með
krana og svokölluðum Krabba,
og þótti það gefa þann árangur,
að „Grettir“ mundi geta unnið
frekar að.
Ef dýpkun þessi tekst, eins
og áætlað er, þá ætti að skapast
losunarstaðir fyrir 3—4 báta,
miðað við lágsjávað, en fyrir
em aðeins losunarmöguleikar
fyrir 6 báta við bryggjurnar
fyrir utan sjálfan hafnargarð-
inn. —
Það er gott og virðingarvert
af Landshafnarstjóm að láta
gera þessa tilraun, sem vonandi
tekst eins og áætlað var. En
það skal meira til. Það verður
að gera framtíðaráætlun um
stækkun og fulla hagnýtingu
hafnarinnar, því að þrengsli
þar em þegar farin að verka
stöðvandi á útgerðina.
Það er kákað við allar hafnir
á Suðurnesjum. Ekkert fullgert
og unnið án samræmdrar áætl-
unar, sem er nauðsynlegt, ef
árangur á að nást. Sá árangur
að hafnleysið hamli ekki á móti
fjölgun og stækkun bátanna.
1 Keflavík eru þegar svo góð
og vaxandi skilyrði fyrir'hendi,
að höfnin verður að fylgjast
með. — Þó að Keflavíkurhöfn
sé ríkiseign og þess vegna gjarn-
an orðið útundan, þá verður
að treysta hafnarstjóm og ný-
kjörnum Reykjanesþingmönn-
um til þess að hefja skipulagða
sókn í hafnarmálum Suður-
nesja.
ÞRÍR SJÁLFSTÆÐiSMENN Á ALÞINGI
FYRIR REYKJANESKJQRDÆMI
Ólafur Thors
Alfreð Gíslason
Maíthías A. Mathiesen
Við síðustu kosningar fékk
Reykjaneskjördæmi þrjá Sjálf-
sæðismenn á Alþingi sem sína
fulltrúa. Sérstaklega ber okkur
Suðurnesjamönnum að fagna
því, að Alfreð Gíslason bæjar-
fógeti í Keflavík er í þeirra
hópi, þar með höfum við feng-
ið fulltrúa á Alþingi, sem þekk-
ir okkar mál öðmm fremur og
hefur búsetu miðsvæðis í hér-
aði og því nærtækur til samráðs
og fyrirgreiðslu í málefnum
Suðurnesjanna. Að sjálfsögðu
verða höfuðtáökin á því þingi,
sem nú kemur saman, um efna-
hagsmálin og lausn þeirra
vandamála, sem bíða þjóðar-
innar í heild. Þau átök hljóta
að verulegu leyti að verða
mörkuð stefnu Sjálfstæðis-
manna, ef í þeirra hlut fellur
stjómarforustan, sem allt bend-
ir nú til að verði, þegar þetta
er skrifað.
8 þingmeim alls fyrir Reyk|aneskjördæmi
Alls eru nú 8 þingmenn fyr-
ir Reykjaneskjördæmi. Þessir
þingmenn era Ólafur Thors,
Matthías A. Mathiesen, Alfreð
Gíslason fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, Emil Jónsson og Guð-
mundur 1. Guðmundsson fyrir
Alþýðuflokkinn, Finnbogi Rút-
ur Valdimarsson og Geir Gunn-
arsson fyrir Kommúnista og
Jón Skaftason fyrir Framsókn-
arflokkinn.
Þetta er það, sem Framsókn-
arliðið barðist gegn, þegar það
fékk geðveikiskastið gegn
breyttri kjördæmaskipan —
sómasamlegu jafnrétti fólksins
og skynsamlegri kjördæmaskip-
an. 8 þingmenn í Reykjanes-
kjördæmi í stað tveggja áður,
það er það, sem skrítni maður-
inn í skutnum — Eysteinn
Jónsson — kallaði „landeyð-
ingarstefnu“ og „að leggja hér-
uðin niður“ og annað álíka
gáfulegt, sem Framsóknarliðið
söng í kór, þegar í sumar var
kosið um aukið lýðræði í land-
inu. —
Það er að vísu mikill galli að
hafa Kommúnista og Framsókn
meðal þingmanna kjördæmis-
ins og til lítils sóma fyrir jafn
vel mennt hérað og Reykja-
neskjördæmi er, en við því er
ekkert að segja að sinni — fólk-
ið kaus þetta yfir sig, það hafði
rétt til þess, sem búið var að
skapa því með breyttri skipan
kjördæmanna — og Framsókn
naut þar einnig aukins lýðræðis
á sama hátt og aðrir, þrátt fyrir
baráttu sína á móti lýðræði og
mannréttindum.
Sjálfstæðismenn verða að
standa fast saman um sína
þingmenn. Við verðum að efla
flokksstarfið og félagssamtökin.
Það er ekki nóg að vinna vel
síðustu dagana fyrir kosningar
— við verðum að hafa hugfast,
að allir dagar eru dagar fyrir
nœstu kosningar. Nú höfum við
valið okkur glæsilega forustu-
menn, en þeir vinna ekki einir
sigurinn — að baki þeirra, og
við hlið þeirra verður að standa
samhent og vaxandi fylking. —
Þingmenn okkar eru þingmenn
Sjálfstæðisflokksins og við er-
um Sjálfstæðisflokkurinn. Lát-
um ekki merkið falla! AlLa daga
aukið starf!
„Grettir"
að starfi í
Keflavíkurhöfn
Ljósm.: Ó.J.S.