Reykjanes - 01.11.1959, Síða 3

Reykjanes - 01.11.1959, Síða 3
Nóvember 1959 REYKJANES 3 OFRÆGINGARSTRIÐ KRATANNA Mönnum er í fersku minni, hve mikill völlur var á krötun- um nú fyrir kosningarnar. Þeir þóttust hafa afrekað miklu, og í kosningunum hefðu þeir mörgum og merkum málefn- um að berjast fyrir. Ekki var þó hátt risið á mál- efnabaráttu kratanna hér í Keflavík, hvað sem öðru líður. Þeir gáfu hér út eitt kosninga- blað af „Röðli“, sem einkennd- ist af smáskitlegu narti í Alfreð Gíslason og bæjarstjórnar- meirihlutann í Keflavík. Ekki sýnir það oftrú á málstaðinn, að telja slík vopn árangursrík- ust. Aurslettumar dæma sig sjálfar, og er ekki eyðandi að þeim mörgum orðum, en ég tel þó rétt að gera ummælum Ragnars Guðleifssonar um smíði vatnstanksins hér nokkur skil, enda grípa þar inn í mál, sem eru almennara eðlis. Elann gerir að sérstöku um- talsefni, að á sex árum hafi alls verið áætlaðar um 2.5 millj. kr. til smíði vatnstanksins, og sé því von til þess, að fé sé nú fyrir hendi. Ekki þarf hann að óttast, að það verði neitt van- skilabragð af vatninu, þegar það fer að renna til hans gegn- um nýja tankinn, en hitt veit hann, að fé það, sem á undan- förnum árum hefir verið áætl- að til vatnstanksins, og sem þó hefur a. m. k. stundum ekki verið aðskilið frá öðrum fjár- veitingum til vatnsveitunnar, hefur alls ekki verið lagt til hliðar. Fjárhagsáætlanir bæjar- ins á undanförnum árum hafa ekki verið þannig úr garði gerð- ar, að endamir næðu nálægt því saman nema á pappírnum. Var þetta staðfest sérstaklega af fyrrverandi bæjarstjóra, Valtý Guðjónssyni, á bæjar- stjórnarfundi í sumar, er fjall- að var um niðurjöfnun útsvara. Sagði hann þá, að venjan hefði verið sú, að áætla ekki fyrir vanhöldum eða lækkunum á útsvömm. Þýðir það, að raun- vemlegar tekjur bæjarsjóðs verða allmiklu lægri en niður- stöðutölur áætlunarinnar segja til um, og þegar þar við bætist, að ýmsir rekstrarútgjaldaliðir hafa reynzt of lágt. áætlaðir, er bersýnilegt, að ekkert fé verður til í sumar þær verklegar fram- kvæmdir, sem teknar eru á fjárhagsáætlun. Er vatnstank- urinn aðeins eitt dæmi þessa og rakið hér til þess að menn geri sér grein fyrir ástæðum þess að bæjarsjóður geymir ekki gilda sjóði þess fjár, sem áætlað"hefur verið til verklegra framkvæmda, sem svo ekki hafa verið unnar. Til þess að mæta þessum áætluðu fjárveit- ingum hafa ekki verið til raun- verulegar tekjur. Féð til þess- ara framkvæmda hefur aldrei í bæjarsjóð komið, og því hafa verkin ekki verið leyst af hendi. Ragnar deilir sérstaklega á bæjarstjórnarmeirihlutann eða mig fyrir að bjóða verkið út, i stað þess að láta vinna það í tímavinnu fyrir reikning bæj- arins. Nú hefur útboð jafnan verið talið veruleg trygging fyrir því, að verk fáist unnið fyrir hagstætt verð, og kveður hér mjög við annan tón en hjá andstæðingum bæjarstjórnar- meirihlutans í Reykjavík, sem hafa deilt á hann fyrir að bjóða ekki út verk. Hitt þegir Ragn- ar líka um, sem honum var þó vel kunnugt, sem og öllum þeim, er einhver kynni hafa af byggingarmálum, að nú um langt skeið hefur verið ógern- ingur að fá byggingariðnaðar- menn til þess að taka að sér byggingarframkvæmdir sem þessar í tímavinnu. Var gerð grein fyrir þessu bæði af mér og byggingarfulltrúa á bæjarráðsfundi þeim, er fjall- aði um tilboðin, og var Ragnar þar mættur. Hér var því einn- ig um það að ræða, hvort við áttum að fá tankinn byggðan í haust, eða bíða þess, að ein- hvem tíma yrði það mikið at- vinnuleysi hjá byggingarmönn- um, að þeir fengjust til að' byggja hann í tímavinnu. Ragnar greinir frá upphæð- um tilboða þeirra, er bárust í verkið, án nokkurra athuga- semda, og gefur þannig í skyn, að verksamningurinn hafi hljóðað upp á 484 þús. króna. Hitt vissi hann þó fullvel, sem ég skýrði frá á bæjarstjómar- fundi að honum viðstöddum, að mer hefði tekizt að fá samn- ingsverðið lækkað um 40 þús. króna. Þessu hefði Ragnar skýrt frá, ef hann hefði eins mikinn áhuga á að segja satt og að ófrægja mig og bæjar- st j órnarmeirihlutann. Ég mun ekki að þessu sinni gera skítkast Röðuls eða aðrar gróusögur kratanna um mig og bæjarstjórnarmeirihlutann frekar að umtalsefni, enda þótt sumar þeirra hefðu verið til þess fallnar að vinna hagsmun- Málfundafélagið „Faxi” verður 20 ára um þessar mundir og mun það mirmast afmælisins með hófi á Aðal- veri laugardaginn 21. nóv. — Málfundafélagið hefur verið lífseigt og athafnamikið félag, meðal annars gefið út blaðið „Faxa“ í 19 ár, og er það nú orðin merkileg bók með miklar heimildir og skemmtilestur. Málfundafélagið er jafnan skipað 12 mönnum og voru þeir upphaflega skipaðir til jafns frá stjómmálaflokkun- um, en sú skipan mun hafa raskazt með árunum. — Hall- grímur Th. Rjömsson er nú- verandi formaður og jafnframt ritstjóri „Faxa“. Reykjanes óskar Málfunda- félaginu til hamingju með af- mælið og óskar því langra líf- daga og mikilla starfa í fram- tíðinni. Tónlist ardagur í Keflavík. Stofnað var til Tónlistardags í Keflavík laugard. 14. nóv. Tilefnið var að hefja átti fjár- söfnun til byggingar Hljóm- skála eða Tónlistarhúss í Kefla- vík. öll samtök tónlistarmanna hér standa að þessari hugmynd — Tónlistarfélagið, Karlakórinn og Lúðrasveitin. Efnt var til hljómleika í Ríóhöllinni og vel til þeirra vandað. Karlakórinn um bæjarins tjón, ef nokkur hefði trúað þeim, en þeir sem beita slíkum vopnum, falla löngum á verkum sínum. Ég hef jafnan látið slíkt sem vind um eyrun þjóta, en frá því að ég kom hingað fyrst, hef ég leit- azt við að vinna að framgangi íiagsmunamála bæjarins og Dæjarbúa í samstarfi við alla þá, er með mér hafa viljað vinna að þeim, og þá án þess að spyrja um stjórnmálaskoð- söng þar undir stjórn Herberts Hribercheks, og tókst vel að vanda. Undirleik annaðist Ragnheiður Skúladóttir. Þá lék Lúðrasveitin nokkur lög og stjómaði Guðmundur Norð- dahl. Ragnar Rjörnsson skóla- stjóri Tónlistarskólans og Árni Arinbjamarson fiðluleikari léku saman, og Guðmundur Norðdahl lék einleik á klarinett með aðstoð Ragnars. Einnig lék blásturskvartett úr Sinfóníu- hljómsveit Islands. Tónleikar þessir tókust með ágætum, og voru þátttakendur yfir 60 tals- ins. Einn skugga bar þó á — áheyrendur vom alltof fáir — svo að tilgangurinn, fjársöfn- un til Hljómskálans, tókst ekki sem skyldi að þessu sinni. Að hljómleikunum loknum héldu félögin árshátíð sína í U.M.F.K.-húsinu -—- einnig til fjáröflunar -— og tókst það sýnu betur. Ryggingarnefnd Tónlistar- húss Keflavíkur skipa eftir- taldir menn: Guðmundur Norðdahl, Haukur Þórðarson, ICristinn Pétursson, Guðmund- ur Þengilsson, Guðmundur Guðjónsson og Guðfinnur Sig- urvinsson. Ryggingarnefndin og félögin, sem að henni standa, munu þó ekki gefast upp — heldur halda áfram að vinna af krafti að framgangi byggingarmálsins og leita hjálpar og aðstoðar, hvar sem tiltækilegt verður. anir hverju sinni. Tel ég æski- legast, að svo megi áfram verða, því svo er framgangur hags- munamála bæjarins bezt tryggður, að sem flestir leggi þeim lið, en ef kratarnir kjósa heldur stríð, þá geta þeir einn- ig fengið sitt stríð. Er þá óvíst, hver annan grefur, en hætt er við, að sum hagsmunamál bæj- arins falli þá einnig í gröf. Eggert Jónsson. Dregið 1. (li'senilicr. Munið ;i«Y grra skil, kaupa eða selja niiðana, eí eitihvað er óselt.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.