Reykjanes - 01.11.1959, Síða 7
Nóvember 1959
REYKJANES
7
TILKYNNING
frá bæjarfógetanum í Keflavík
Síðasti gjalddagi útsvara til Sveitarsjóðs
Njarðvíkur var 1. nóv. s. 1.
Þeir, sem eigi hafa gert skil enn, eru minnt-
ir á að gera það nú þegar, svo að komizt verði
hjá frekari innheimtuaðgerðum.
Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur
eru hér með áminntir um, að þeim ber að
halda útsvarsgreiðslum eftir af kaupi starfs-
manna sinna, og standa skil á þeim til Sveitar-
sjórans i Njarðvík innan sex daga frá þvi, er
kaupið er greitt af hendi, að viðlagðri eigin
ábyrgð á útsvarsgreiðslunum.
Bœjarfógeti Keflavíkur.
Sími 517
Aðalsendibílastöðin
Keflvíkingar - Suðurnesjamenn
ENSÍN
BEIVSÍN
BENSÍN
Látið Aðalstöðvarstúlkurnar fylla á geyminn
og njótið þjónustunnar
Aðalstöðin h.f.
Sími 515
f Reykjavík er stöðugt verið
að rífast um ráðhúsið — ekki
það, að nauðsynlegt sé að
byggja ráðhús —- um það eru
allir sammála —, en það sem
ósamlyndinu veldur er, hvar
ráðhúsið á að vera. Reykjavik
er orðin það þröng, að hvar sem
ráðhúsið verður endanlega sett,
verður því þrengt niður, og það
kemur sjálfsagt til með að bera
svipmót þess um alla framtíð.
Ef til vill er ráðhús óheppi-
legt orð — það gefur aðra hug-
mynd um notagildi þeirrar
byggingar en raunverulegt er.
Ráðhús er að verulegu leyti
tæta vaxandi starfsemi bæjar-
ins út um allt, í leiguhúsnæði
til og frá. — Alveg eins og ein-
staklingum er nauðsynlegt að
eiga sitt eigið hús, eins er bæj-
arfélaginu ekki síður nauðsyn
þess. Sérhvert fyrirtæki, þó
minna sé í vöfum en opinber
rekstur, telur það frumskilyrði
að vera í eigin húsnæði, en
búa ekki við stöðuga leigu-
hrakninga. —•
Staðurinn fyrir ráðhús Kefla-
víkur? Það er norðan Tjamar-
götu, við endann á væntanleg-
um skrúðgarði. Þá yrði suður-
hliðin á einhvern fallegan hátt
Ráðhús
skrifstofubygging og aðseturs-
staður opinherrar starfsrækslu
og þjónustu bæjarins og að
mörgu leyti ríkisins líka.
Þar á almenningur að geta
fundið á einum stað alla þræði
hinnar margháttuðu opinberu
starfsemi — bæjarfyrirtækja,
ráða, nefnda, stjórna, fulltrúa
og hvað það nú allt heitir þetta,
sem komið er og kemur. Þar er
fundarstaður bæjarstjómar,
samræmd og sambyggð inn í
garðinn, sem síðar á eftir að
geyma listaverk og minnis-
merki. — f kjallara eða neðstu
hæð ætti þá vel heima byggða-
safn og skjalasafn Keflavíkur.
í anda byggðasafnsins mætti
skreyta breiðsvalir hússins, inn-
gang og bæjarsalinn sjálfan —
þá fengi garðurinn með tíman-
um réttara nafn — Minjagarð-
ur Keflavíkur.
Kef lavíkur
bæjarráðs og allra annarra
nefnda. — Þar em skrifstofur
bæjarins, innheimta skatta og
annarra gjalda, tryggingar og
allt þess háttar. í ráðhúsinu —
bæjarhúsinu — er einnig hinn
opinberi móttökustaður bæjar-
ins, sem jafnframt er fundar-
salur, gerður í einhverjum þeim
stíl, sem ber svipmót bæjarins.
Ráðhús þarf ekki að vera nein
skrauthöll, þó að margar efn-
aðar borgir hafi gert sín ráð-
hús á þann veg. Að sjálfsögðu
er hægt að sameina fallegt út-
lit og hagkvæma innréttingu,
og einnig er hægt að byggja
slíkt hús í áföngum.
Reykjavík er illa komin
vegna staðsetningar ráðhússins,
en vantar hvorki vilja eða fé til
að byggja það. -—- Hér í Kefla-
vík höfum við staðinn og að
sjálfsöguð viljann, en vantar fé,
vegna þess að praktísku hlið-
inni hefur ekki verið gaumur
gefinn sem skyldi.
Við þurfum að kjósa eina
nefnd í viðbót, ákveða að
byggja ráðhús í framtíðinni, og
festa staðinn nú þegar inn á
skipulagið —- svo má velta hlut-
unum fyrir sér og hugsa fram
í tímann. Fyrr en seinna kem-
ur að því að byggja verður bæj-
arhús — það er ekki fært að
Svo er það hin hliðin á hús-
inu. Tjarnargatan verður breið
og falleg gata, vel byggð og bein
frá sjó upp á heiði. Allt svæðið
norðan Tjarnargötu, frá Hafn-
argötu og upp fyrir Sólvalla-
götu er raunverulega óbyggt
svæði, þó standi þar nú nokk-
ur gömul hús, sem öll er auð-
velt að flytja burt, sérstaklega
þau 4 smáhús, sem standa norð-
an við Tjamargötu, milli Suð-
urgötu og Sólvallagötu. Þar
gæti orðið myndarlegt og stórt
torg, sem samsvaraði þörfum
og nauðsyn stórbyggingar, sem
ráðhúsið verður með tímanum.
Það er höfuð nauðsyn, að ekki
verði að sinni byggt á næstu
30 til 50 metrum norðan Tjarn-
argötu. Raunverulega þarf
gamli bærinn allur góðrar og
grandgæfilegrar skipulagningar
við — en það er annað mál.
Við höfum staðinn fyrir ráð-
húsið og ráðhústorgið — það er
nauðsynlegt að eignast hvort
tveggja. — Ráðhúsið kemur til
með að bera sig eins og hver
önnur rekstrarbygging. Ein-
staklingar byggja til að leigja
og græða á því — þá er ein-
faldlega hægt að græða á því
að leigja ekki.
hsj.