Reykjanes - 01.11.1959, Síða 8
ItEYKJANES
Nóvembei 1959
8
VATNSVEITA
KEFLAVÍKUR
LJósm.: Eglll Jónsson.
Vatnsgeymarnir. Hinn nýi til vinstri og gamli geymirinn til hœgri.
Um síðustu mánaðamót var
lokið við að steypa upp nýja
vatnsgeyminn uppi á háholt-
inu, fyrir enda Tjamargöt-
unnar.
Nýi vatnsgeymirinn er 8
metra hár og 11.5 metra í þver-
mál og rúmar hann því 750
tonn af vatni.
Gamli vatnsgeymirinn er úr
jámi, var hann keyptur af
hemum, hafði þar verið not-
aður sem vatnsgeymir einhvers
staðar fyrir innan Elliðaár við
Reykjavík. Þar var geymirinn
rifinn sundur og fluttur til
Keflavíkur og endurreistur þar.
Endurbygging hans tókst vel
eftir ástæðum og hefur sá
vatnsgeymir gegnt hlutverki
sínu í rúm 13 ár.
1 sumar kom víða leki að
samsetningum og mátti búast
við því, að hann bilaði alvar-
lega þá og þegar, en svo vel
hefur tekizt til, að ekki hefur
til vandræða komið. Unnið er
nú að tengingum við nýja
geyminn, og mun hann verða
tekinn í notkun einhvern tíma
á næstunni.
Saga þessa vatnsgeymis er
nokkuð löng — sagan hefst
eiginlega þegar gamli vatns-
geymirinn var byggður — þá
var sú framkvæmd á hornum
höfð, vegna þess að það féll þá
vel við hugsanagang Alþýðu-
flokksmanna að vera á móti
þeirri bráðabirgðalausn, sem þá
var framkvæmd. Bezt er að láta
liggja á milli hluta allt það
háðsglott og hrakspár, sem þá
þóttu hæfa — og síðar breytt-
ist í vandræðabros, þegar fram-
kvæmd mála komst í þeirra
eigin hendur. Vatnstankurinn
olli nokkrum kosningahita við
bæjarstjómarkosningar hvað
eftir annað, og svo hátt steig
hitinn, að nokkrum dögum fyr-
ir kosningar 1954 lét þáverandi
bæjarstjóri, Ragnar Guðleifs-
son, aka nokkrum bílförmum
af steypuefni upp á holtið, og
skyldu nú allir sjá þá fram-
takssemi og úrbót glappaskota,
sem í vændum væri. Þessi mal-
arhaugur lá svo sem lítið holt
á holtinu, og tók aðeins á móti
regnvatni og snjó.
Þegar núverandi bæjarstjórn
hafði lokið öllum undirbúningi
að því að steypa upp vatns-
geyminn, var farið að huga að
þessum arfi Alþýðuflokks-
stjórnarinnar, og kom í ljós, að
hrúgan var ónothæf sem
steypuefni. Byggingarverktak-
ar þeir, sem ábyrgð áttu að
bera á traustleika vatnsgeym-
isins, létu rannsaka steypuefn-
ið, og reyndist þá þetta kosn-
ingaholt vera óhæft vegna sýru-
innihalds, til annars en fyll-
ingar undir steypu.
Engum kemur til hugar, að
þessi óhæfni grjótsins hafi ver-
ið með vilja gerð — síður en
svo — aðeins leiðinleg óheppni,
að ekkert af „framtakssemU
Ragnars skyldi koma að notum,
þegar til framkvæmdanna kom.
Núverandi hæjarstjórn hefur
hér unnið vel að. Bygging þessa
nýja vatnsgeymis skapar ör-
yggi og leysir vanda vatns-
veitunnar um langa framtíð.
Bygging vatnsgeymisins mun
kosta rúma hálfa milljón, þeg-
ar allar 4 borholurnar eru full-
virkjaðar og tengdar við nýja
geyminn og aðalæð vatnsveit-
unnar frá honum.
Byggingarverktakar Kefla-
víkur tóku að sér framkvæmd
verksins og leystu það vel af
hendi. Steypt var upp í skrið-
mótum, og er það í fyrsta sinn,
sem slík mót eru notuð í Kefla-
vík, og tókst það vel. Enda þótt
veður, bæði rigning og kuldi,
tefði nokkuð fyrir, tók steypu-
vinnan rúma 4 sólarhringa, er
annars hefði ekki þurft að vera
nema um 2 sólarhringa.
Þorsteinn Ingólfsson bygg-
ingarfulltrúi hafði eftirlit með
verkinu fyrir hönd bæjarins.
Keflvíkingar - Suðurnesjamenn
óíma 517
AÐALSENDIBÍLASTÖÐIN
Hafnargötu 55
RÍKISSTJORN MYNDUÐ
UNDIR FORSÆTI
Rétt þegar blaðið var að fara
í prentun, bárust fréttir um, að
tekizt hafi samkomulag milli
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins um myndun ríkis-
stjórnar, sem hafi meiri hluta
stuðning á Alþingi.
Samningar um samstarf milli
flokkanna stóðu lengi, því að
mörg og erfið viðfangsefni bíða
þeirrar rikisstjórnar, sem nú
tekur við, og eru þar sérstak-
lega efnahagsmálin og það ó-
fremdarástand, sem ríkjandi
var eftir viðskilnað vinstri
stjórnarinnar og einnig eftir
fráfarandi stjóm.
Stjómin er nú skipuð 7 ráð-
herrum og eru þeir fjórir frá
Sjálfstæðisflokknum og 3 frá
Alþýðuflokknum.
Ólafur Thors myndar stjórn
ina og verður forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson verður
dómsmálaráðherra.
Ingólfur Jónsson verður
búnaðarmálaráðherra.
Gunnar Thoroddsen verður
fjármálaráðherra.
Emil Jónsson verður at-
vinnumálaráðherra.
Guðmundur í. Guðmunds-
son verður utanríkisráðherra.
Gylfi Þ. Gíslason verður
meimtamálaráðherra.
önnur starfsskipting ráð-
herra var ekki kunn, þegar
blaðið fór í prentun.
Það er von og trú allra þjóð-
hollra manna að þessari ríkis-
stjórn takist sitt erfiða hlut-
verk, að endurreisa þjóðarbú-
skap okkar úr því ófremdar-
ástandi, sem búið er að koma
honum í.
Búast má við alls konar
moldvörpustarfi og skemmdar-
verkum frá Framsókn og komm
únistum. Það er þeirra siður.
En vænta verður þess, að ríkis-
stjórnin sýni slíkum tilburð-
um enga linkennd, því að vissu-
lega er nú verið að reisa við
aftur það, sem Framsókn og
kommúnistar — með tilstyrk
Alþýðuflokksins — lögðu í rúst-
ir á sínum tíma.