Reykjanes - 01.04.1970, Qupperneq 3

Reykjanes - 01.04.1970, Qupperneq 3
REYKJANES 3 Stórt átak hefur verið unnið í gatnagerð á síðasta kjörtímabili í lögn varanlegs slitlags, er á göt ur bæjarins hafa verið lagðir rúmir 6 km af malbiki og olíu- möl, og er nú samanlögð lengd varanlegs slitlags í bænum urn 9 km af 21,7 km gatnakerfi. Auk þessa voru lagðar gangstéttir, alls 2,4 km að lengd, og skipt um jarðveg í götum sem eru 1,9 km að lengd. Þessu til viðbótar hafa ný holræsi verið lögð í 2,- km og ný vatnsveitulögn í 3,1 km. Endurbætur hafa verið gerð ar á vatnsbóli bæjarbúa og haf- in er lögn á miklu holræsi, sem mun koma í veg fyrir frekari flóð við Aðalgötu og nágrenni. Til að þetta verk takist, sem bezt, hefur verið keypt stór hjóla skófla, sem einnig mun að því loknu vinna við jarðvegsskipti og aðra undirbúningsvinnu vegna gatnagerðar, sem fram- undan er. í upphafi kjörtímabilsins var haf- inn rekstur skólagarða, og hafa unglingar unnið þar að rækt grænmetis undir handleiðslu kennara. Sumarvinna unglinga við snyrt ingu og fegrun bæjarins hefur verið aukin á hverju vori. Hvort tveggja hefur þetta haft góð á- hrif á vinnulærdóm unglinga bæj arins um leið og þeir hafa skap- að sér tekjur. Á undanförnum 10 árum hef- ur íþróttasvæði tekið miklum stakkaskiptum, fyrir stórt frarn- tak bæjarins. Malarvöllurinn hef ur breytzt úr eilífum polli í góð- an flóðlýstan knattspyrnuvöll, og grasvöllurinn er almennt tal- inn einhver bezti sinnar tegund- ar á landinu. Áfram verður starfað að full- um frágangi svæðisins, og hafizt verður handa um undirbúning meiri mannvirkja til íþróttaiðk- ana, sem hér hefur verið og er sterkur þáttur í félagsstarfi og uppeldi barna bæjarbúa.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.