Reykjanes - 01.04.1970, Síða 4

Reykjanes - 01.04.1970, Síða 4
4 REYKJANES Stefnuskrá Sjálfstœdisflokksins í bœjarmálum Keflavíkur Fjármál og stjórnun. Fjárhagur bæjarins er grund- vallaatriði allra athafna hans, bæði verklegra framkvæmda og félagslegrar þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn í Kefla vík leggur því höfuð áherzlu á, að ætíð verði gætt fyllstu hag- sýni við meðferð fjármála bæj- arins, þannig að bæjarsjóði verði á hverjum tíma mögulegt að leysa þau verkefni, sem að kalla, og bæjarbúar geti notið þeirra lífskjara, sem bezt gerast ann- ars staðar. Þannig verði álög- um á bæjarbúa stillt í hóf, en til framkvæmda fyrir framtíðar- byggð verði leitað lánsfjár til langs tíma. Framkvæmdaáætlanir verði gerðar bæði um verkútreikninga og verkefnaröðun, og verklegar framkvæmdir bæjarins boðnar út, þegar hagkvæmt þykir. Ski4oulagsmál og gatnagerð. Hraðað verði kaupum á landi því, sem ríkissjóður á innan lög sagnarumdæmis bæjarins, og haldið verði áfram skipulagn- ingu þess. Við allt skipulag bæjarins sé gætt þeirrar megin stefnu, að at- vinnurekstur njóti nægs svig- rúms og byggingarhæfar lóðir séu fyrir hendi. Unnið verði áfram að heild- aráætlun um rafmagns-, vatns- veitu- og holræsalagnir og gatna gerð á þeim svæðum, sem tekin verða til skipulags og bygginga hverju sinni, en fyrst af öllu verði hraðað lögn hins mikla hol ræsis sem firra mun bæinn flóð um við Aðalgötu og næsta ná- grenni. Sérstaka áherzlu ber að leggja á framhald varanlegrar gatna- gerðar, svo sem Sjálfstæðisflokk urinn hefur frá upphafi haft for ystu um hér í bæ. Atvinnumál. Nauðsynlegt er, að aukinn verði og efldur atvinnurekstur í bænum. Stuðlað verði að áframhald- andi uppbyggingu í undirstöðu- atvinnuvegi bæjarbúa, sjávarút- vegi og fiskiðnaði. Einn af þáttum þess er, að bæjarstjórn hljóti aukin áhrif á stjórn hafnarmála með það fyrir augum að stórauknar fram- kvæmdir verði við höfnina við Vatnsnes. Einnig ber að stuðla að á- framhaldandi eflingu hvers kon- ar annars iðnaðar. Sjálfstæðis- flokkurinn telur að bæjarfélagið eigi ekki að annast annan at- vinnurekstur en þann sem telja megi beina þjónustu við bæjar- búa, og þær framkvæmdir sem ekki reynist hagkvæmt að bjóða út. Fylgt verði eftir nýtingu þeirra möguleika, sem skapazt hafa til stóraukins iðnaðar, sérstaklega fiskiðnaðar, við tilkomu nýrra stórvirkjana og þátttöku í EFTA markaði. Einnig verði landshöfnin gerð útflutningshöfn sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Fræðslu- og skólamál. Sjálfstæðisflokkurinn í Kefla- vík leggur á það höfuðáherzlu, að börnum og unglingum sé tryggð aðstaða til svo fjölbreyti legs náms hér heima sem bezt er annars staðar. Til að svo megi verða er nauð synlegt, að áfram sé haldið við uppbyggingu skólahúsnæðis í bænum og að tækjaútbúnaður og aðstaða þeirra sé í samræmi við kröfur tímans. Unnið verði að áframhald- andi uppbyggingu Gagnfræða- skólans með sérstöku tilliti til fullkominnar verknámskennslu og væntanlegra framhaldsdeilda. Unnið verði í samráði við ná- grannasveitarfélögin að upp- byggingu iðnskóla með fiskiðn- deild. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því, að komið verði á fót rncnnta- skóla hér í bæ. Bókasafni verði búið viðun- andi húsnæði. Byggðasafn. Sjálfstæðisflokkurinn í Kefla- vík leggur áherzlu á, að munum byggðasafns bæjarins verði kom ið fyrir í viðunandi húsnæði og það eflt og aukið. Æskulýðs- og félagsmál. Sjálfstæðisflokkurinn í Kcfla- vík telur eðlilegt, að efla enn hið ágæta æskulýðsstarf, sem unn- ið hefur verið á vegum bæj- arstjómar meðal annars með því að vinna að aukr.u samstarfi skóla, kirkju og félagasamtaka, sem láta sig æskulýðsmál í bæn- um varða. Til að slíkt starf beri sem beztan árangur, verði ráðinn æskulýðs- og félagsmálafulltrái, sem hafi á hendi skipulag og for ystu í félagsmálum á vegum bæj arins, enda gegni hann og starfi bamaverndarfulltráa. Haldið verði áfram stuðningi við aðra æskulýðsstarfsenri í bænum og honum viðkomandi, svo sem Tónlistarskólann, heima vistarskóla í Krísuvík, dag- heimili barna og fleira. Leik- völlum fyrir börn verði fjölgað, og þeir, sem ætlaðir era smá- börnum búnir nauðsynlegum leiktækjum og komið á gæzlu. Almenna félagsmálastarfsemi bæjarbúa ber að styrkja og örva, svo sem verið hefur, með fjár- framlögum og veittri aðstöðu. Heilbrigðis- og öryggismál. Sjálfstæðisflokkurinn í Kefla- telur nauðsynlegt að unnið verði að því að treysta rekstrargrand völl sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs. Stefnt verði að því að byggja hæð yfir hinar stóra sval- ir sjúkrahússins, þar sem betra og hentugra húsnæði skapast fyr ir fæðingardeildina. Gerður verði sérinngangur á neðri hæð húss- ins, þar sem núverandi fæðing- ardeild er, og það húsrými not- að fyrir slysavarðstofu, þannig að hægt sé að afgreiða slysatil- felli á afmörkuðu svæði hússins, án þess að raska þurfi ró sjúkl- inga sem annars staðar liggja á sjúkrahúsinu. Mætti þá einnig stofna vísi að heilsuvemdarstöð í því aukna húsnæði. Lögð verði áherzla á aukna og nánari sam- vinnu rnilli elliheimilisins og sjúkrahússins, þannig að gamalt fólk eigi jafnan aðgang að þeirri hjúkran, sem ekki er kostur að veita á Elliheimilinu. Eftirlit verði aukið í öryggis- málum, svo sem brunamálum, umferðarmálum og almanna- vörnum. íþróttamál. Þar sem telja ber að starf íþróttasamtakanna í bænum sé einn af meginþáttum þess æsku- lýðsstarfs, sem unnið er, ber að stuðla að því, að þeirn sé búin sem bezt aðstaða til fjölbreytt- astra íþróttaiðkana, til að þau geti svo sem hingað til borið hróður bæjar okkar sem víðast og laðað æskufólk bæjarins til hollra íþróttaiðkana. Unnnið verði við að ljúka þeim íþróttamannvirkjum, sem þegar eru í byggingu, meðal ami ars aðstöðu til frjálsíþrótttaiðk- ana. Hafizt verði handa um byggingu á stóru íþróttahúsi, sem ætlað verði til afnota fyrir Gagn fræðaskólann og íþróttahreyfing una, bæði til æfinga og kapp- móta. Komið verði upp aðstöðu fyrir yngstu aldursflokkana til íþróttaæfinga víðar um bæinn. Framhald á 7. síðu.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.