Reykjanes - 01.04.1970, Síða 7

Reykjanes - 01.04.1970, Síða 7
REYKJANES Stefnuskrá Framhald af 4. blaðsíðu Málefni aldraðra. Könnuð verði félagsleg að- staða aldraðs fólks í bænum, og eftir niðurstöðum þeirrar könn- unar verði hagað aðstoð við aldraða. Styrkt verði svo sem verið hef ur starfsemi elliheimilisins Hlé- vangs, og komið verði á fót sjúkradeild fyrir aldraða við sjúkrahúsið, þegar aðstaða þar hefur verið bætt. Stórbætt aðstoða Framhald af bls. 8. Njarðvík til æfinga og leikja, og jafnvel út í Garð. Vil ég þar sérstaklega benda á ,að nú benda önnur bæjarfé- lög gjarna til Keflavíkur þegar rætt er um aðstöðu knattspyrnu manna til æfinga og leikja. Að- staða öll á íþróttasvæðinu hér er mjög góð, grasvöllurinn er tal- inn einhver sá bezti á landinu, og malarvöllurinn er mjög góð- ur, og er hann eini flóðlýsti völl- urinn á landinu, þar sem hægt er að leika opinbera kappleiki við lýsingu. Þetta þakka ég sér- staklega meirihluta bæjarstjórn- ar svo og allan velvilja og skiln- ing hans fyrir þörfum íþrótta- mála bæjarins. — Að lokum, Hafsteinn. Hver telur þú vera næstu verk- efni á íþróttasvæðinu? — Þau eru stækkun áhorf- endasvæðisins, áframhald við að bæta aðstöðu til frjálsíþróttaiðk- ana, og að Ijúka við girðingu umhverfis svæðið. Einnig þarf 7 nauðsynlega að stækka íþrótta- vallarhúsið, sem orðið er of lít- ið fyrir þá starfsemi, sem fram fer á völlunum. Ég er þó ekki að krefjast alls þessa í einu, ég veit að allt tek- ur sinn tíma. Blaðið þakkar Hafsteini Guð mundssyni viðtalið, og óskar hon um og íþróttabandalagi Kefla- víkur allra heilla í starfi, kapp- leikjum sem öðru. Hitaveita. Áfram verði haldið að kanna þá möguleika, sem fyrir hendi era á hitaveitumálum bæjarins. Fegrun. Fagurt og hreinlegt umhverfi hefur holl uppeldisáhrif og eyk- ur á menningarlegan bæjarbrag. Ber því að leggja áherzlu á, að bæjaryfirvöld hafi áfram t'or- ystu um fegrun bæjarlandsins og örvi og styðji viðleitni bæjar- búa í þá átt. Samstarf sveitarfélaga á Reykjanesi. Sjálfstæðisflokkurinn í Kefla- vík telur, að bæjarstjórn skuli hafa forgöngu um sem víðtæk- asta samvinnu við nágranna- sveitarfélögin um lausn ýmissa sameiginlegra hagsmunamála. í krafti þessarar stefnuskrár mun Sjálfstæðisflokkurinn og fulltrúar hans vinna ósleitilega að hverju því máli, sem til hcilla horfir fyrir bæjarfélagið. Húsið Vesturgata 8 var flutt, vegna skipulags, og er nú notað sem áhaldageymsla skólagarðanna. Hvern á ég að kjósa ? Það er flestum nokkurt um- hugsunarefni, er þeir velja sér fulltrúa til að fara incð málefni bæjarfélags síns. Framsóknarmenn hafa þó gcrt sitt til að létta mönnum þetta val. í blaði þeirra hafa þeir átt viðtöl við ýmsa kjósendur, og þar er að finna klausur eins og þessar: „Þessi bæjarstjórnar- meirihluti, sem ráðið hefur, er algjörlega óhæfur í starfi. .. .“ „Ég tel, að framsóknarmenn hafi valið hæfustu og beztu mennina . . . .“ „Ég hef óbil- andi trú á þeim mönnum, sem skipa efstu sætin á lista framsóknarfélaganna .. . — „Víðsýnir úrvalsmenn hafa val- izt í hvert sæti á lista framsókn- ar . . . .“ „Sjaldan hefur stjórn- málamaður komið standandi nið ur úr stærra heljarstökki en Val- týr Guðjónsson." Þarna hefur þú það, kjósandi góður, svo að við ættum ekki að verða í vandræðum að velja þeg ar völ á slíkum afburðamönn- um til að stjórna bænum okkar. Nú máttu ekki hugsa of mik- ið um þessi ummæli, gleðstu að- eins yfir, hve undurfögur og heill andi þau era. Ég reyndi þetta, cn tókst það ekki, og þá kom þetta meðal annars í hugann. — Ef þér væri hrósað ákaflega, lesandi góður, gengir þú þá fyrir hvern mann, sem á þig vildi hlusta og tækir við að breiða út hrósyrðin um þig? Ég held, að fæstir hafi geð í sér til að haga sér þannig. En framsóknarmenn hika ekki við að eyða tugum þúsunda til að koma þessu hóli um sig til sem allra flestra.. Það eru nógir pen- ingar til, þegar koma þarf miklu nauðsynjamáli fram. Sjáanlega eru framsóknarfull trúarnir, sem standa fyrir þess- ari útbreiðslustarfsemi, sjálfir farnir að líta á sig sem afburða- menn, gallalausa og óskeikula. En er það ekki gömul reynsla, að menn eru komnir á varasama braut, þegar þeir eru hættir að finna neitt að sjálfum sér, þeim finnst þeir vera orðnir alfull- komnir. — Nei, sjálfsgagnrýni og visst Iítillæti er öllum mönn- um hollt. Þess skulum við minnast, þeg- ar við göngum til kosninga. Ungur kjósandi. Kjósið D - listann

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.