Reykjanes


Reykjanes - 07.03.1986, Blaðsíða 4

Reykjanes - 07.03.1986, Blaðsíða 4
4 Reykjanes Föstudagur 7. mars 1986 Útgefandh Reykjanes blaðaútgáfa. Framkvæmdastjóri: Halldór Leví Björnsson. Rjtstjóri: Hákon Aðaisteinsson. Aóstoð við ritstjórn: Ásmundur Einarsson. Augiýsingastjóri: Sóiveig Ðaníelsdóttir. Ritstjóm og afgreiðsla: Hólagata 15, Njarð- vík, sími 4988. Augiýsingasími; 4988. Upplag: 4000 eintök dreift ókeypis um Suðurnes Setning, umbrot og prentun: Stapaprent. Frjálsrœði og pólitísk áhrif kvenna Konur og ungt fólk þ.e.a.s. undir 35 ára aldri koma sterkt út á lista Sjálfstæðismanna í Keflavík að þessu sinni. Kona skipar baráttusœtið, 5. sœtið. Þetta er í aðalatriðum niður- staða prófkjörs en ekki niðurröðunar í nefnd og væntanlega bein afleiðing af þróun í flokksstarfi Sjálfstœðismanna í bæjarfélaginu. Aldur og kyn geta ein út af fyrir sig ekki ráðið framboðum heldur endurspeglar þátttaka kvenna og ungs fólks áhrifamátt þeirra á hverjum tíma. Möguleikar kvenna í stjórnmálum hafa farið vaxandi síðustu áratugina, af ýmsum ástœðum. Hinsvegar er athygl- isvert að þœr fást enn við svipaða málaflokka og áður og úr- lausnir þeirra t.d. íslensku kvennaframboðanna í engu frá- brugðnar eldri hugmyndum. Þetta getur samt breyst áður en varir. Athyglisvert er að íslenskar og bandarískar konur hafa náð pólitískt og samfélagslega lengra en kynsystur þeirra í öðrum löndum. Það skal fullyrt að meginástæðan sé sú einstaklings- hyggja sem ríkjandi hefur verið í báðum löndum, forsenda mikils landnáms og síbreyttra þjóðfélagshátta um nokkurt skeið. Konurnar hafa tekið fullan þátt í þessum breytingum og axlað talsverðar byrðar. Þetta hefur styrkt þær sem ein- staklinga og skapað þeim kraft til að mæta nýjum viðfangs- efnum. Sósíalistar, bœði jafnaðarmenn og kommúnistar, hafa talið sig sérstaka talsmenn kvenna. Þeir hafa vissulega talað mikið. En reynslan í löndum þeirra segir aðra sögu. I Sovét- ríkjunum eru háskólamenntaðar konur láglaunahópur t.d. lœknar þar í landi. I Svíþjóð er konurn ekki veitt brautargengi inn á ný svið í stjórnmálum jafnaðarmanna. I báðum ríkjum er algjört pólitískt karlaveldi. A Islandi og í Bandaríkjunum virðast konur hafa meiri möguleika til að hrista af sér gamlar formhugmyndir, vegna þess að ábyrg einstaklingshyggja fer eðlilega saman við mannúð, frjálsrœði og umburðarlyndi. Sósialistar hengja sig í orð og kenningar sem þeir geta svo ekki framkvœmt þegar þeir fá völdin. Skipulagshyggjan verkar fjötrandi og sjálfir verða sósíalistar mest undrandi og vonsviknir. Nærtækt dæmi erreynslan af vinstri stjórn í Reykjavík, og kosningaúrslitin í kjölfar þeirra. Ásmundur Einarsson REYKJANES 43 ÁRA í inarsmánuði árið 1943 hófu „nokkrir Keflvíking- ar“ útgáfu inánaðarblaðs- ins Reykjaness. Kom það að inestu reglulega út til iniðs árs 1947. Fram í október 1944 sá sér- stök ritnefnd um blaðið. í henni voru þeir Ólafur E. Einarsson útgerðarmaður, og núverandi kaupmaður í Reykjavík, Sverrir Júlíusson og Guðmundur Guð- mundsson skólastjóri. Seinna gekk Guðmundur úr nefndinni en Alfreð Gíslason lögreglu- stjóri kom í stað hans. í nóvember 1944 er Einar Ólafsson ráðinn ritstjóri Reykjaness. Starfaði hann við blaðið uns það hætti útkomu í júní 1947. Ritnefndarmennirnir skrif- uðu töluvert í Reykjanesið, ennig ritstjórinn. Auk þeirra lagði Helgi S. Jónsson allmikið til af efni, mest viðtöl og póli- tískar greinar. Reykjanesið var gefið út af Sjálfstæðismönnum og hefur verið æ síðan. Sjálf- stæðisflokkurinn varð þó ekki aðili að blaðinu fyrr en árið 1949. blaðinu fyrr en árið 1949. Fram til ársins 1947 var blaðið prentað í Félagsprent- smiðjunni h.f. í Reykjavík. Komu alls 46 tölublöð á því tímabili. í ávarpi til lesenda lýsa útgefendur tilgangi blaðsins á þessa leið: „Markmið útgefenda er að blaðið geti orðið málgagn Suðurnesjamanna um öll helstu menningar- og framfaramál þeirra og með þvi leitast við að glæða hug almennings fyrir vel- ferðamálum byggðarlaganna suður með sjó. Leitast mun verða við að halda saman gömlum og nýjum fróðleik um Suðurnes, og birta bréf frá verstöðvunum“. Strax í fyrsta blaði kom fréttadálkur sem bar yfirskrift- ina: „Annáll Suðurnesja“. Voru það stuttar fréttir úr daglega lífinu, aflaskýrslur og róðrafjöldi vertíðarbáta á svæðinu. Töluvert kom af fréttum og þörfum hugvekjum og nokkuð var um greinar með fornum fróðleik. Merkast er án efa greinaflokkur um Krýsuvik. Árið 1945 urðu nokkrar væringar með staðarblöðunum Faxa og Reykjanesi. Upphaf þeirra rná rekja til greinar sem birtist í janúarblaði Reykjaness, og fjallaði um mjólkursöluna í Keflavík og kaupfélagið, sem þá var KRON. Greinin er nafnlaus, en undir henni stendur aðeins ,,útgerðarmaður“. Skömmu áður en greinin var skrifuð hafði verslun KRON í Keflavík yfirtekið alla mjólkur- Skúla Magnússon sölu í kauptúninu. Féll „útgerð- armanni“ það afarilla og kallar það einokun. Segir hann að útvegsmönnum hafi verið neitað um mjólk handa bátum sínum, nema þeir tæki einnig út aðrar vörur, og skipti eingöngu við KRON. Leggur „útgerðarmað- urinn“ til að komið verði upp mjólkurstöð í Keflavík. Á þessum árum var mjólkin seld hér ógerilsneydd og safnað saman af Rosmhvalanesi og innan af Vatnsleysuströnd. Má því nærri geta að öll skilyrði til sölu og geymslu mjólkurjnnar hafi verið mjög frumstæð. En ekki var farið að selja geril- sneydda mjólk hér fyrr en um 1950. Varð grein þessi til þess að Björn Pétursson kaupfélags- stjóri kvaddi sér hljóðs í febrúarblaði Faxa og svaraði ,, útgerðarmanninum. ‘ ‘ Skömmu seinna fór Þorgrím- ur St Eyjólfsson kaupmaður að leggja orð í belg í Reykjanesinu. Spannst síðan ritdeila um málið og deildu Sjálfstæðismenn mjög á kaupfélagið og samvinnu- stefnuna yfirleitt. Samvinnumenn svöruðu í Faxa og bentu á galla einstak- lingsframtaksins en kosti samvinnuhreyfingarinnar. Voru það aðallega þeir Björn kaupfél- agsstjóri, öuðni Magnússon og Jón Tómasson sem svöruðu aðfinnslum Reykjaness. Einnig Sendu þeir hvor öðrum tóninn Helgi S. og Valtýr Guðjónsson. Þessi klausa kom til dæmis i maí-blaði Reykjaness 1945 og var beint til Valtýs Guðjóns- sonar: „í rógskrifum Valtýs í síðasta tbl. Faxa, er hann í örvæntingarfálmi sínu eitthvað að rugla um „kvikmyndaleikara - einkum þó stjörnur,“ sem hann telur sig hafa lesið um í Reykjanesi. Sennilega hefur Týri verið hálf-sturlaður af taugaæsing, þá er hann sauð saman róginn og beinlínis „séð stjörnur“. Eigi er kunnugt að Reykjanes hafi nokkru sinni birt skrif um kvikmyndaleikara eða stjörnur. Hins vegar birti Faxi einu sinni mynd af Marlene Dietrich og grein um hana, og er ekkert athugavert við það. Einasti leikarinn, sem borið hefur á góma í þessu blaði, er hirð-fífl Tíma-Tóta, Valtýr Guðjónsson, en hann er, svo sem kunnugt er, engin stjarna“. Þegar þetta var skrifað höfðu Framsóknarmenn tiltölulega lítið fylgi í Keflavík. Lengi var Sjálfstæðisflokkurinn stærsta pólitíska aflið í hreppnum. Næst kom svo Alþýðuflokkur- inn. En með vaxandi byggð breyttust hlutföllin, svo að við sveitarstjórnarkosningar 1966 náðu Framsóknarmenn hæstu atkvæðatölu sem nokkur flokkur hafði fengið fram að því í Keflavík. Kosið var til sveitarstjórna 27. janúar 1946 og var mikil harka af beggja hálfu. Gefin voru út tvö tölublöð af Reykjanesinu og notaði blaðið tækifærið og hnýtti þessari klausu í Faxa- menn: „Faxi kom út um jóla- leytið og var nú allur blár að þesssu sinni. Áttu margir bágt með að skilja, hvers vegna gengið var framhjá rauða litnum, fyrst á annað borð farið var að skipta um lit. Eftir forsíðu jólablaðs Faxa að dæma, var þetta nóvemberblað, 9. tölublað 1945, - en hefir auð- sjáanlega verið geymt til jólanna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. -Desemberblaðið kemur þá að öllum líkindum einhvern tíma í janúar - fyrir kosningar - og þá að sjálfsögðu með rauðu letri - í stíl við póli- tískan anda ritstjóranna“. í seinna blaðinu sem út kom vegna kosninganna fær Danival Danívalsson kaupmaður þennan tón: „Danival Danivals- son hefur að undanförnu haldið uppi harðvítugum áróðri gegn sjálfstæðismönnum. Hefur áróður þessi aðallega átt sér stað í búðarholu hans, ennfremur á götum og í skúmaskotum. En Keflvíkingar ljá ekki þessum Framsóknarkurfi eyra - þeir eru farnir að kannast við hann!” Danival var mjög áhugasam- ur Framsóknarmaður og var oft margmenni í verslun hans við Hafnargötu þar sem fram fóru pólitískar umræður. Svipaði þeim saman, honum og Þórði Einarssyni sem rak Blönduna, hér í bæ enda samflokksmenn. í apríl 1947 var tekinn upp fastur lesendadálkur í Reykja- nesinu fyrir lesendabréf, sem bar fyrirsögnina: Geirfuglinn. Útgáfa Reykjanessins lá niðri næstu tvö árin eða þar til í maí- mánuði 1949. Hófst útgáfa þá að nýju, enda kosningar í Gljái Brekkustíg 38, Bílaleigubíll! beint á staðinn Margar stærðir, allt að 9 manna Bílar með fjórhjóladrifi - beinskiptir bílar eða sjálfskiptir Bryngljáaþjónusta Margar gerðir bíla frá Djúphreinsun á sætum og teppum. sílsalistar og grjótgrindur sími 4299. Mitsubishi - Toyota - Datsun Daihatsu - Fiat og Lada Sækjum - sendum Þvottur - þrif - bón. Opið allan sólarhringinn

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.