Reykjanes


Reykjanes - 07.03.1986, Blaðsíða 5

Reykjanes - 07.03.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. tnars 1986 weykjanes 5 vændum. Var blaðið gefið út af fulltrúaráði Sjálstæðisfélaganna í Keflavík. Ritstjóri var Helgi S. Jónsson, en Prentsmiðja Hafnarfjarðar vann blaðið. Að þessu sinni komu út 12 tölublöð fram í maí 1952. Enn sem fyrr birti Reykjanesið ýmsar fregnir og yfirlitsgreinar, en mest var það skrifað af Helga S., sem einnig var fréttaritari Morgun- blaðsins í Keflavík. í fyrsta tölublaði 1949 er t.d. þessi frétt á baksíðu. „Byggðasafn Keflavíkur lét gera kvikmynd af óveðrinu mikla sem var hér þann 29. nóv. s.l. Myndin var tekin við höfnina en þá voru í höfninni milli 30 og 40 bátar, það má segja að þá var öll okkar lífsafkoma - allur vertíðarflot- inn - í bráðri hættu. Kvikmynd þessa hefur hafnarstjórnin notað til áróðurs fyrir sínum málum, og sýndi hafnarstjóri, Þórhallur Vilhjálmsson, myndina inni í Alþingi, nú fyrir skömmu og er það í fyrsta sinn sem kvikmynd er sýnd á þeim stað til að kynna málavexti fyrir þingmönnum. Fyrir nokkrum dögum var myndin svo sýnd Fjárhagsráði og öðrum valdamönnum í þeim tilgangi að opna augu fyrir þeim lélegu skilyrðum,'sem fiskifloti okkar á hér við að búa“. Helgi S. Jónsson. Lá útgáfa Reykjanessins niðri næstu fimm árin, eða þar til í nóvember 1958. Hófust Sjálf- stæðismenn þá handa á ný og gáfu út 17 tölublöð fram í des- ember 1960. Siðan hefur útgáfa blaðsins legið niðri nema fyrir kosningar. Enn sem fyrr var Helgi S. Jónsson ritstjóri, en honum til aðstoðar voru: Jóhann Péturs- son, klæðskeri, Sigurður Eyj- ólfsson, bæjargjaldkeri, og Ein- ar Ólafsson. Seinna hætti Einar, en í hans stað kom Kristján Guðlaugsson. Blaðið flutti töluvert af frétt- um úr bæjarlífinu, ásamt viðtöl- um og ýmsum greinum. Er mik- ill fróðleikur saman kominn í Reykjanesinu um málefni Suðurkjálkans, sérstaklega Keflavíkur. Eru heimildir þessar ómetanlegar þegar skrifa þarf um tímabil þau sem blaðið nær yfir. Tvisvar voru gefin út sérstök hátíðarblöð af Reykjanesinu, í tilefni af lýðveldisstofnun 17. júní 1944, og á 10 ára kaupstað- arafmæli Keflavíkur 1959. Prentsmiðjan Leiftur h.f., í Reykjavík prentaði Reykjanesið á árunum 1958-1960. Þess skal getið að fyrir alþing- iskosningarnar 1967 gáfu Sjálf- stæðismenn að venju út nokkur blöð af Reykjanesinu. Fyrsta tölublaðið var prentað að öllu leyti í Grágás s.f., sem þá var ný- stofnuð. Segir í blaðinu að þetta sé fyrsta þlaðið sem unnið sé að öllu leyti í Keflavík. En það er ekki rétt, því tæpum tuttugu árum áður hafði fyrsta blaðið verið prentað í Keflavík. Það var desember-blað Keflavíkur- tíðinda frá árinu 1959, sem prentað var í nýstofnaðri Prent- smiðju Suðurnesja við mjög frumstæð skilyrði. Reykjanesið er nú orðið tor- gætt í heilu lagi og sum blöð seldust alveg upp. Þó eiga nokkrir einstaklingar inn- bundna fyrstu árgangana, og líklega meginpart blaðsins. Erfiðast er vitanlega að ná í kosningarblöðin, en þeim halda fáir saman, sem vonlegt er. Prófkjörið í Grindavík: Guðbjörg Eyjólfsdóttir í framboð Guðbjörg er beðin velvirð- ingar á því að nafn hennar féll niður. -ÁE. Guðbjörg Eyjólfsdóttir er meðal frambjóðenda í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Grindavík 15. og ló. mars n.k. Nafn Guðbjargar féll niður í frétt Reykjanes um prófkjörið í síðasta tölublaði. Frambjóðendur verða alls 10 talsins og hefur þeirra verið getið. Hitaveita Suðurnesja Gjaldskrá frá 1. mars 1986 RAFMAGN A1 ALM. NOTKUN KR/KWH A1 ALM. NOTKUN KR/ÁR A2 MANNVIRKJAGERÐ KR/KWH A2 MANNVIRKJAGERÐ KR/ÁR B1 VÉLANOTK. MEIRI HÁTTAR KR/KWH B1 VÉLANOTK. MEIRI HÁTTAR KR/KW/ÁR C1 ÓROFIN HITI KR/KWH C1 ÓROFIN HITI KR/ÁR C2 ROFIN DAGHITUN KR/KWH C2 ROFIN DAGHITUN KR/ÁR C3 ROFIN NÆTURHITUN KR/KWH C3 ROFIN NÆTURHITUN KR/ÁR HEIMTAUGARGJÖLD 63A 1 FASA KR 63A • 3 FASA KR 100A - 3 FASA KR HEITT VATN MÍNÚTULÍTER PR. MÁN. KR TONN KR HEIMÆÐARGJALD ALLT AÐ 400 M2 KR ER VAR % BREYTT 3.90 4.65 -20.43% 1,280.00 1,600.00 -20.00% 5.75 7.20 -20.14% 3,200.00 4,000.00 -20.00% 1.35 1.70 -20.59% 5,000.00 6,250.00 -20.00% 2.90 3.10 -6.45% 4,200.00 4,500.00 -6.67% 0.96 1.03 -6.80% 3,900.00 4,200.00 -7.14% 0.53 .57 -7.02% 3,900.00 4,200.00 -7.14% 23,600.00 26,300.00 -9.92% 25,650.00 28,500.00 -10.00% 41,000.00 45,600.00 10.09% 900.00 980.00 -8.16% 45.00 49.00 -8.16% 47,000.00 50,000.00 -6.00% Þá hefur veriö ákveöið, aö þeir sem tengja eldra íbúöarhúsnæöi með öörum hitagjafa, við hitaveitu, fá 33% lækkun tengigjalds. KR 730.00 780.00 -6.41% NJARÐVÍKINGAR Annar gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda var 1. mars. Bæjarstjóri HITAVEITA SUÐURNESJA Óskar eftir að ráða tvo starfsmenn. Starf þeirra veröur aðallega fólgið I eftirliti og viöhaldi innanhúskerfa veitunnar. Æskilegt er að umsækjendur hefðu einhverja reynslu í pípulögnum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Hitaveitu Suóurnesja, Brekkustíg 34-36, Njarðvík og skulu umsóknir berast þangaó eigi síðar en 14. mars 1986. NJARÐVÍKINGAR Fasteignagjöld Anriar gjalddagi fasteignagjalda var 15. febrúar. Munið aö greiöa heimsenda gíróseðia fyrir 15. mars næslkomandi til að losna viö drátt- arvexti. Bæjarstjóri HITAVEITA SUÐURNESJA Óskar eftir að selja húseign sína Gerðaveg 11 í Gerða- hreppi. Hér er um að ræða 24,86% af fasteigninni Gerðaveg 11 ásamt tilheyrandi hlutdeild í leigulóðarréttindum hússins, en lóðin er óskipt 4.170 m2 að stærð. Hinn seldi eignarhluti er í norðvesturenda hússins, 104,4 m2 að stærð. Tilboð óskast send skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 34-36 Njarðvík, sem jafnframt veitir nánari upp- lýsingar, og skulu þau berast eigi síðar en 14. mars 1986. í tilboðunum skal greina frá tilboðsverði og greiðsluskil- málum. Hitaveitan áskilur sér rétt til að taka hvaóa tilboði sem er eða hafna öllum. LOKUNARGJALD

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.