Kosningablaðið - 19.01.1934, Side 1

Kosningablaðið - 19.01.1934, Side 1
Kosningablaðið I. árgangur. ísafjörður, 19. janúar. 1934. Hin sanna umhyggja kratabroddanna fyrir verkamönnum. Nýjasta afhjúpunin á blekkingum kratabroddanna. Samkv. fjárhagsáætlunum bæjarins eru alls lofaðar 30 þús. kr. úr bæjarsjóði til verkamannabústaða, en bæjar- sjóður heflr goldið af því einar 2411 krónur. í stað þess að sjóður til verkamannabústaða gæti nú verið yflr 50 þús. kr., ef hið lofaða framlag hefði verið greitt, er sjóðurinn nú aðeins 5 þús. krónur. Formaður sjóðstjórnarinnar er Vilmundur Jónsson; féhirðir Finnur Jónsson. Starfið er launað úr rikissjóði, Hið ógreidda lofaða framlag sést hvergi í bæjar- reikningunum. Fyrsta löggjöfin um verka- mannabústaði var staðfest af kon- ungi 14. júní 1929, lög nr. 45, (stj.tfð. 1929 A 2, bls. 164—167). Svo verkafólk geti séð hags- muni þá, sem þvf eru trygðir með lögum þessum skulu hér tekin upp 1.—4. gr. laganna: -- íi' gr. Stofna skal byggingarsjóð í kaupstöðum og kauptúnum, til þess að lána til ibúðarhúsbygg- inga samkvæmt skilyrðum þeim, sem lög þessi setja, enda hafi verið færð rök að því fyrir at- vinnumálaráðherra af 5 manna nefnd i kaupstöðum og 3 manna nefnd i kauptúnum, að þörf sé slikrar opinberrar aðstoðar. Nefnd- ir þessar skulu kosnar hlutbundn- um kosningum af hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórn. 2. gr. Nú er stofnaður byggingarsjóður samkvæmt 1. gr., og aflast hon- um þá fé sem hér segir: 1. Ríkisjóður leggur i sjóðinn ár- lega upphæð, sem svarar til einnar krónu fyrir hvern ibúa kaupstaðarins, i fyrsta skifti 1930. 2. Bæjarsjóður og sveitarsjóður leggur í sjóðinn árlega upp- hæð, sem svarar til einnar krónu fyrir hvern íbúa kaup- staðarins eða kauptúnsins, í fyrsta skifti 1930. 3. Ennfremur getur sjóðurinn tek- ið lán til útlánastarfsemi sinnar. Lánin ábyrgist rikissjóður og bæjarsjóður eða sveitarsjóður í jöfnum hlutföllum. Nú er kauptún aðeins hluti úr hreppi, og skal þá tillagi sveitar- sjóðs til byggingarsjóðs jafnað niður á íbúa kauptúnsins, þá sem gjaldskyldir eru til sveitarsjóðs, eftir sömu reglu og útsvör. 3. gr. Byggingarsjóður veitir lán til byggingarfélaga, sem reist eru á samvinnugrundvelli, til þess að koma upp íbúðum fyrir félags- menn sína. Lán þessi skulu veitt gegn 1. veðrétti 1 húsum og trygð með veðskuldabréfi fyrir hverja íbúð, er nemi *í fyrstu alt að 85% af því verði, sem hún kostar upp- komin, og ávaxtist og endurborg- ist með jöfnum greiðslum, þannig að árlegt gjald sé 6% af allri lánsupphæðinni í 42 ár. 4. gr. Byggingarsjóðurinn skal jafnan vera í handbæru fé í banka eða sparisjóði, þar sem ávaxta má fé ómyndugra, að svo miklu leyti sem honum er ekki varið til út- lána“. Með lögum um verkamannabú- staði, staðfestum af konungi 8. sept. 1931, er hinum eldri lögum breytt og feld að öðru leyti inn í texta hinna nýju laga, og eru þau nú I gildi. Aðalbreytingarnar eru þær, að rlkissjóður leggur I byggingarsjóð árlega upphæð, sem svarar til tveggja króna fyrir hvern íbúa kaupstaðarins, I fyrsta skifti 1932 (þangað til 1 krónu framlag). Bæj- arsjóður eða sveitarsjóður leggja I byggingarsjóð árlega upphæð, sem svarar til tveggja króna fyrir hvern fbúa kaupstaðarins eða kauptúnsins, L fyrsta skifti 1932 (þangað tii lægra framlagið). í lögunum frá 1931 er og svo ákveðið, að ríkissjóður ábyrgist lán byggingarsjóðs með baká- byrgð hlutaðeigandi bæjarsjóðs eða sveitarsjóðs (samkv. eldri lög- unum bar ríkissjóði að ábyrgjast lánin og bæjarsjóður. Meðan löggjöf þessi var i und- irbúningi, ætluðu kratarnir alveg að rifna á meðan verið var að athuga, hvernig henni yrði hagan- legast fyrir komið. Alt ráðrúm til að athuga og undirbúa málið átti að vera fjandskapur gegn hinum vinnandi stéttum; hin venjulegu brögð „íhaldsins" um að vera á móti öllum hagsbótum verkalýðs- ins. „íhaldinu“ væri sama þótt fjöldi íátæklinga biði bana eða lamaðist andlega og iíkamlega fyrir heilsuspillandi ibúðir. Það væri glæpsamlegt að standa á móti slikri löggjöf; hún þyldi enga bið o. s. frv. F.ngir gengu lengra f öllum þessum hrópum og stóryrðum, en Vilmundur og Finnur. Það fór þvf vel á þvi, að þeim var falin framkvæmd þessara mik- ilsverðu laga fyrir verkamenn. Hún hefir ekki tekist ólaglega hjá þeim körlunum, eða hitt held- ur. 1930 kom fyrst til kasta ísa- fjarðarkaupstaðar, að leggja fram fé i byggingarsjóð, samkvæmt hin- um eldri lögum. Þegar kom til«ð ákveða þetta framlag mælti Vil- mundur Jónsson á þessa leið: „Við jafnaðarmenn ætlum að sýna, að við séum vinir og félagar verkamanna. Við ætlum ekki að leggja einfalt framlag I bygging- arsjóðinn, ekki tvöfalt, ekki þrefalt, heldur sjöfalt“. A fjárhagsáætlun bæjarins 1930 var og lofað 15 þús. kr. framlagi til verkamannabústaða. En af því heflr enn enginn eyrir verið borgaður. Alt gert til að sýnast og blekkja, enda lágu þá fyrir bæði bæjarstjórnarkosning- ar og alþingiskosning- ar. En þegar búið var að hafa gagn af áhuga og velvild fólksins til þessa máls var alt gleymt og grafið. En það er ekki eingöngu á þessu ári, sem þetta mikla nauð- synjamál verkamauna, gleymdist, nema þegar puntað var með þvi upp á fjárhagsáætlun bæjarins, til þess að geta náð sem mestum útsvörum af bæjarbúum,semmarg- ir létu þau af hendi með ljúfara geði, þar sem þeim átti að verja til framgangs nauðsynjamála. Bæjarbúar hafa alls lagt fram til verkamannabústaða: 1930 15 þús. kr. 1931 5 — — 1932 5 — — 1933 5 — — Alls 30 þús. kr. Þetta fé hafa bæjarbúar raun- verulega greitt. Til þess að uppfylla Iagaskyldu slna um framlag til verkamanna- bústaða, hefði bærinn þurft að greiða um 2500 kr. á ári, þannig: 1930 c. 2500 kr. 1931 „ 2500 — 1932*) „ 5000 —; 1933 „ 5000 — Og bærinn hefir með ákveðinni fjárveitingu á fjárhagsáætlunum lofað 30 þús. kr. framlagi, en af því hefir bærinn aðeins greitt í febr. 1932 (líkl. af framlagi 1931) einar 2411 kr. En rikissjóður greiðir 1933 sitt lögboðna fram- Iag. Lögboðið framlag af hálfu rlk- issjóðs hefði orðið hið sama og bæjarins til ársloka 1933 alls um 15 þús. kr.. en af þvl hefir rikís- sjóður greitt 1933 2411 kr. eins og áður er sagt. Afleiðingin af því, að bærinn ekki hefir greitt hið lofaða fram- lag er sú, að rikissjóður hefir heldur ekki greitt sinn hluta og greiðir hann ekki að sjálfsögðu fyr en bæjarsjóður greiðir sitt. En hefði byggingarsjóður feng- ið alt sitt lofaða framlag frá bæ og ríki væri sjóðurinn nú orðinn með vöxtum yfir 50 þús. kr. I stað þess sem hann er í höndum þeirra Finns og Vilmundar einar 5 þúsund krónur. Meiri blekkingar við verkamenn, munu hvergi finnast. Eins og stendur mun þetta vera met hjá þessum kratabroddum. Samkv. lögum, sem kratarnir kalla sitt eigið glansnúmer, er verkamönnum trygt að geta feng- ið lán til húsabygginga alt að 85% af byggingakostnaði sem endurgreiðist með 6% i afb. og vexti á 42 árum. Þegar verkamenn bera þetta saman við venjuleg Iánskjör geta þeir séð, hve miklu þeir eru sviftir með því að heftá og tefja hina lögmæltu hjálp, sem þeir eiga heimtingu á samkv. Iögum um verkamannabústaði. Áhugi þeirra Finns og Vilmund- ar fyrir þessu nauðsynjamál verka- fólks hérna á ísafirði hefir ekki *) 1932 hækkar framlag bæjarsjóðs og rikissjóðs upp I 2 kr. fyrir hvern bæjar- búa, samkv. lögunum, eins og áður er sagt.

x

Kosningablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/1891

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.