Kosningablaðið - 19.01.1934, Blaðsíða 3

Kosningablaðið - 19.01.1934, Blaðsíða 3
Kosningin á morgnn. Ueidbeining. Þar sem nú kýs allmargt kjós- enda í fyrsta sinni við þessar bæjarstjórnarkosningar er sjálfsagt að gefa stuttlegar leiðbeiningar fyrir kjósendur: 1. kjördeild: Allir kjós- endur, sem eiga upphafsstafina A til G, að báðum meðtöldum; 2. kjördeiid: Allir kjós- endur, sem eiga upphafsstafina H til N, að báðum meðtöldum; 3. kjördeild: AUir kjós- endur, sem eiga upphafsstafina O til Ö, að báðum meðtöldum. Kjósandi gengur inn í kjörher- bergið og segir til nafns sins og heimilisfangs, ef með þarf. Þegar nafn hans er fundið á kjörskránni fær kjörstjórnin honum saman- brotin kjörseðil, sem hann gengur með inn í kjörklefann. Þar opnar kjósandi seðilinn og setur x með blýanti framan við bókstaf þess lista, er hann kýs. Brýtur síðan seðilinn saman, eins og hann var, fer með hann fram I kjörherbergið og stingur sjálfur kjörseðlinum i atkvæðakassann. Þeir kjósendur, sem þurfa að- stoðar vegna sjóndepru eða sjón- leysis eða öðrum orsökum, er kjörstjórn metur gildar, geta fengið aðstoð. Kjörseðillinn lítur út, eins og hann er birtur hér I blaðinu. Setjið krossinn fyrir framan A og fylgið fast A-listanum. Það er aldrei ofbrýnt fyrir kjós- endum, að koma nægilega snemma til kosnínga, Enginn Sjálfstæðismaður má draga sig í hlé til þess að ná fullum sigri A-listans. Látið alt flokkseinræði og kúgun vlkja úr valdasessi. Vinnum sam- huga að því, að skapa bjartan, fagran, glaðan og sjálfstæðan bæ, sem hugsi um hag allra borgar- anna. Æskumenn! Þið, sem nú fáið kosningarrétt i fyrsta skifti. Berið fram fána frelsis og sjálfstæðis og fylkið ykkur um A-listann og látið hann ná fullum sigri. Fram til baráttu. Fram til sigurs. Kveðju skilað. Jóhann J. Eyfirðingur hefir beðið blaðið að skila þeirri kveðju til Finns forstjóra, að maður sá, er hann nefndi á kosningafund- inum I gær og tilgreindi að Finn- ur hefði neitað að fá olíuslopp, er hann var að leggja út I veiði- för á Samvinnufélagsbátunum, sé reiðubúinn að staðfesta umsögn sfna hvenær sem sé. Finnur forssjóri sé þvl hinn sanni verklýðsböðull, eins og hann hafi sagt honum á fundinum I gærkveldi. Útgefandi: Sjálfstæðisfélag ísflrðinga. Áb.m.: Arngr. Fr. Bjamason. KOSNING ABLAÐIÐ 3 Kjósið A-listann! Þ>eir,sem kjósa A-listann (lista Sjálfstæðis- flokksins) setja x (kross) fyrir framan bókstaf listans (A) og lítur þá kjörseðillinn þannig ut: KJORSEÐILL við bæjarstjórnarkosningu á ísafiröi 20. janúar 1934. X A-listi B-listi C-listi Jón S. Edwald Eggert E. Þorbjarnarson Finnur Jónsson Jóhann J. Eyflrðingur Halldór Ólafsson Guðmundur G. Hagalín Finnbjörn Finnbjörnsson Eyjólfur R. Árnason Hannibal Valdimarsson Gísli Júlíusson Ragnar G. Guðjónsson Jón H. Sigmundsson Sigurjón Jónsson Karítas Skarphéðinsdóttir Eiríkur Einarsson Elías P, Kærnested Karlinna Jóhannesdóttir Grímur Kristgeirsson Björgvin Bjarnason Sigurður Hannesson Guðmundur G. Kristjánss. Stefán Bjarnason Ingimundur Steinsson Eiríkur Finnbogason Kristján Tryggvason Unnur Guðmundsdóttir Ásberg Kristjánsson Páll Kristjánsson Kjartan Ólafsson Haraldur Guðmundsson Ólafur Þorbergsson Halldór Ólafsson, múrari Hjalti Jörundsson Sigurður Guðmundsson Páll Jónsson Jón Jónsson frá Þingeyri Harald Aspelund Ingimundur Guðmundsson Bjarni Sigurðsson Helgi Halldórsson Ólafur Guðjónsson Pálmi Kristjánsson Elías J. Pálsson Þórleifur Bjarnason Allir, sem unna frelsi og sjálfstæði Isa- fjarðar, styðja lista Sjálfstæðisflokksins, A-listann. Hann er skipaður sjálfstæðum mönnum af öll- um stéttum, sem eru reyndir og nýtir borgarar. Dragið ekki að kjósa fram á siðustu stund, svo að atkvæði yðar, ef til vill, fari forgörðum. Fylltið ykkup um Sjálfstæðislistann* Sækið vel kjörfund. Minnist 11 ára óstjórnar kratanna og látið Sjálfstæðismenn ná fullum sigri. Látið kosningadaginn verða sigurdag frelsis og sj ál fstæ ð i s. Prentstofan ísrán.

x

Kosningablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kosningablaðið
https://timarit.is/publication/1891

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.